Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.04.1931, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 25.04.1931, Qupperneq 1
IV. árg. Siglufirdi, Laugardaginn 25. apríl 1931 20. tbl. P i n g r o f i ð . S.jórnin hröklast frá völdum. Pegar síðasta tölublað lcom út, hot'ðu báöir andstöðuflokkarnir sent Koimngi skeyti, með ósk um áfram- hald þingsins og fráför stjórnarinn- ar. En svar Konungs var þá ó- komið. Leið svo til mánudags, að Kon- ungur svaraði eklci. Sendi þá mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins fyrirspurn til konungsritara um það, hvenær vænta mætti svars Konungs, og var það skeyti sent kl. 11 f. h. Ki. 6 síðd, kom svohljóðandi svar: Kon- ungur svarar þegar svar kemur frá forsætisráðherra, en eftir því hefir Konungur beðið í 2 daga. Var bæði fyrirspurnin og svarið tilkynt af svölum Aiþingishússins, en þar hefði alla þessa daga mikill mannfjöldi verið samankominn, einlcum þó- á kvöldin. Kl. 7 síðd. þennan sama dag, 20. apríl, ljet íorsætisráðherra það boð út ganga, að svar það frá sjer, sem Konungur hefði beðið eftir, hefði hann sent kl. 3—4 þann dag. Síðar um kvöldið tilkynti svo Jón Porl. af Alþingissvölunum, að forsætisráð- herra hefði símað Konungi lausnar- beiðni fyrir Jónas Jónsson og Einar Árnason, en ekki fyrir sjálfan sig. Ennfr. tilkynti hann að þingmenn andstöðuflokkanna hefðu þá sam- þykt áskorun til forsætisráðh. um að segja þegar af sjer. Fór allur mannfjöldinn síðan kröfugöngu til heimilis ráðherrans og var honum þar tilkynt þessi áskorun. Daginn eftir, 21. apríl, lcorn út fregnmiði frá 7'ímanum, þar sem birt er símskeyti frá Konungi, um að hann hafi veitt Jónasi og Einari lausn frá ráðherrastörfum, og skipað Sigurð Kristinnsson forstjóra Sam- bands ísl. Samvinnufjelaga Sem at- vinnu- og samgöngumálaráðherra en falið íorsætisr.h. forstöðu þeirra mála, sem heyra_ undir dóms- kirkju- og fjármálaráðuneytið. — Sama dag kom svar Konungs til þingfiokkanna um að hann gæti ekki orðið við á- skorun þeirra um frestun þingrofs- ins, sem hefði verið gert eftir ein- dregnum tilmælum allra ráðherr- anna og á ábyrgð þeirra. Strax og þessi málalok voru kunn samþ. stjórn Alþýðusambands ís- lands og þingmenn þess flokks að virða að vettugi þingrofið sem al- gjörlega ólöglega ráðstöfun. og halda þingstörfum áfram ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu gera hið sama. Sendu þeir Sjálfstæðisflokkn- um brjef um þetta og las Jón Bald- vinsson það brjefog samþykt flokks- ins i heyranda hljóði á svölum þinghússins. Nolckru siðar kom Jón Porláksson út á svalirnar og talaði lil mannfjöldans. Sagði hann að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu frá upphafi þessara atburða verið túsir til samvinnu um áframhald þingsins, því stöðvun þess væri ö- lögleg og engin ástæða til að virða hana. En til þess að haida þinginu löglega áfram, þyrfti meiri hluta hverrar deildar fyrir sig. Nú stæði svo á, að þingmenn andstöðuflokk- anna vantaði einn mann í N.d., til þess að hafa slík^n meiri hluta. Hafði þá verið sent eftir utanflokks- manni, G. Sigurðssyni, og skorað á hann að fylgja flokkunum um á- framhald þingsins, en hann hafði neitað slíkri þátttöku. Pegar hjer var komið hættu and- stöðuflokkarnir við frekari tilraunir til áframhalds þingsins að þessu sinni, þar eð allar löglegar leiðir til þess höfðu strandað á ofbeldi stjórn- arinnar og fljótfærni Konungs. Og Sjálfstæðisflokkurinn var að sjálf- sögðu ófáanlegur til að knýja slíkt fram með ofbeldi og lögbrotum, til þess er hann skipaður of heiðvirð- um og löghlýðnum mönnum. Var þá ekki annað fyrir hendi en snúa sjer að undirbúningi kosn- inganna, og hefir Sjálfstæðisflokkur- inn sent út ávarp til landsmanna um þingrofið og stefnu fiokksins út af því, og verður það birt hjer í blaðinu bráðlega. Nýtt Philips-radiotæki, til sölu með tækifæris greiðsluskilmálum. Asgr. Þorsteinsson, Kambi. Pví verður elclci neitað. að Fram- sóknarstjórnin hefir farið hjer hina aumustn hrakför, enda þótt henni með iögbrotum og lognum rökum tækist að hindra störf þingsins um ófyrirsjáanlegan tíma, og að koma í veg fyrir stjórnarmyndun andstöðuf- flokkanna. Pað má svo sem nærri geta hvort ráðherrarnir hafi eklci ætlað að sitja fram yfir kosningarn- ar, með sigurbros á vörum yfir ntis- þyrmingu þess valds og þess rjettar, sem þjóðin hefir fengið þeim í henflur. En þegar þjóðin ljet tilsín heyra, þegar allsstaðar af landinu bárust kröfurnar um fráför stjórnarinnar, þá lolcs sá hún sitt ó- vænna og tók að hopa, Pó er enn látið svo heita, að ekki hafi nema tveir ráðherranna lagt niður völd, og að formaður sambandsins hafi komið í stað þeirra beggja. En þetta er ekki rjetl. Allir hafa ráðherrarnir hröklast nauðugir — en dauðhrædd- ;r — frá störfum sinum. Sjest Petta best á því, að Sig. Kristinnsson er settur í það embættið, sem Tryggvi Pórhallsson hafði. En að Tryggvi aftur er gerður að dómsmála- og fjármálaráðherra sýnir ekki annað en það, að í þeim deildunum mun það vera, þetta, sem þjóðin alls eklci mátti vita — ekki fyrir kosningarn- ar að minsta kosti — og að honum hefir verið trúað best til að halda því leyndu. Símfregnir frá Rvík. 23. apríl: Bretland, Bandaríkin Austurríki, Pýskaland og Noregur hafa viðurkent Spánverska lýðveld- ið. — Norskur skipstjóri hefir gert tilraun með að flytja lifandi fisk á enskan markað, flutti 10 smál. af þyrslingi til Billingsgate. Tilraunin þykir merkileg og er búist víð að gerðar verði tilraunir með fleiri fisktegundir. — Einari Ástráðssyni hefir verið vikið úr Læknafjelagi Is- lands fyrir brot á samþ. fjelagsins.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.