Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Barnaskólinn. VORPRÓFIÐ byrjar fimtúd. 7. maí. LEIKFIMI verður sýnd miðvikud. 6. mai frá kl. 9—12 árd. o£ 4 — 7 síðd. HANDAVINNA og TEIKNINGAR verða til sýnis í leik- fimishúsinu sunnud. 10 þ. m. kl. 1 — 6 síðd. UTANSKÓLABÖRN, sem aitla sjer að verða í skólanum að vetri verða prófuð mánud. 11. maí kl. 1 síðd. Siglufirði 1. maí 1631. Guðm. Skarphjeðinsson. rað er ó dý r a r a aö kaaþa bratiö í Fjelagsbakaríinu en baka heima. Heit winarbrauð kl. 9—1U og 21—J£. Pantanir afgreiddar fljótt vel. AÐEINS NOTAÐ FYRSTA FLOKKS EFNI. FJELAGSBAKARÍIÐ H.F. Orðsending til Pjeturs Bóassonar. Jeg get ekki látið hjá líða að þakka P. B. fyrir síðustu samfundi okkar, sem var á heimili hans síðastliðið haust. Jeg verð að segja að þá virt- ist P. B, vera kynningi minn, og hafa alt annað álit á mjer, en í rit- gerð sinni, er birtist í 17. tölublaði „Siglfirðings“ þ. á., um kirkjumálið. Hann byrjar á þvi að segja frá samtali okkar heima hjá Einari Jó- hannssyni, Akureyri, og sjerstaklega frá því, að 'jeg hafi sagt, að þetta útboð á kirkjunni væri ekki annað en „gabb“ eins og áður. Jeg tók það fram, að jeg hefði ekki trú á því að kirkjan yrði bygð, þar sem bæjar- fógetinn á Siglufirði hefði sagt mjer, að peninga vantaði að miklu leyti til kirkjunnar. En P. B. er auðsjá- anlega upp með sjer af því að slá um sig með orðinu „gabb“, en það orð hefir hann sjálfur fundið upp í þessu sambandi. Svo bætir P. B. við, að hann hafi sagt að kirkjan myndi kosta 140 þús. kr. og jeg hafi samsint það. En það hefir lítið gildi, þar sem P. B. bauðst til að byggja kirkjuna eftir þeim uppdrætti og lýsingu er fyrir lá, fyrir 105 þús. kr., en jeg að vinna sama verk fyr- ir 107 þús. kr. Og sýnir þetta ekk- ert annað en það að P. B. hefir slegið þarna fram órökstuddum töl- um, og svona mikið á móti eigín sannfæringu. Pá kemur sá kafli greinnrinnar um „veiðiaðferðina 14. okt.“ Par verða misgrip á sannleikanum, því eftir að P. B. segir mjer, ótilkvadd- ur, að sitt tilboð í kirkjuna sje kr. 117 þús. fanst mjer sjálfsagt að vera hreinskilinn á móti, þó svo virðist sem P. B. hafi fundist vera of langt bil á milli okkar, eftir líkum að dæma, þar sem jeg nefndi rúm 100 þúsund. — Og þá lítur út fyrir að verðfallið hafi skapast hjá P. B. Sama má segja um samtal okkar P. B. á heimili hans. Par las hann upp sundurliðaða áætlun um kirkju- bygginguna, þó jeg benti honum á að við værum keppendur um bygg- inguna. En það hafði engin áhrif, P, B. virtist vera einlægnin sjálf. Og þá tók jeg það fram, að mín áætl- un væri lægri, en nokkrir póstar svipaðir hans póstum, en meira fjekk P. B. ekki að vita. Og með þvi siðasta, sem P. B. sagði við mig, er orðrjett þetta: „Pað kemur enginn byggingameistari á Siglufirði til greina, þó þeir verði um 5 þús. kr. neðan við ykkur Ein- ar.“ „Og hversvegna?" spyr jeg. „Vegna þess“, svarar P, B. „aðeng- inn á Siglufirði er fær um að byggja kirkjuna”. Pá koma slúðursögurnar, sem jeg á að hafa borið í sóknarnefndina um P. B. Slúður hefi jeg ekki bor- í sóknarnefndina um Pjetur Bóasson, jeg þori óhræddur að skjóta því til sóknarnefndar, máli mínu lil sönn- unar. En frætt get jeg P, B. um, að i haust kom sóknarnefndarmaður Porsteinn Pjetursson til mín, sjer- staklega í þeim erindum, að fá ýmsarupplýsingar viðvíkjandi kirkju- byggingunni, og sjerstaklega hve mikið þyrfti af möl, sandi og grjóti, ef svo færi að boð Jens Eyólfssonar væri tekið, því okkur kom saman um að hans boð væri lægst, þó möl, sandi og grjóti væri bætt við. Og var ekki annað að heyra á P. P. en að sóknarnefndin mundi taka boði J. Eyjólfssonar, þó svo færi á endanum að öll boðin væru feld, og breytt til um framkvæmdir. Petta samtal við P. P, kallar P, B. liklega “slúður”. Og svo kemur rúsínan- hjá P. B. til mín, og hún hljóðar svo. Jeg held að þetta sje slúður úr Jóni, framsett til þess að rægja mig við nefndina, sem honum hefir líka tek- ist. Ef dæma skyldi eftir þessari talandi andvarpsstunu P. B., hlýtur Veitingastofan í Lækjargötu 10 verður opin kvöldin sem stjórnmálaumræðunum verður útvarpað. Par fæst: Cigarettur, Pilsner, Hvítöl og Kökur. hver sem ekki þekkir til þessa máls, að freistast til að trúa því, að jeg hafi hagað mjer eins og'P. B. segir. Og til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning, mþtmæli jeg ákveðið öll- am aðdróttunum um rógburð um Pjetur Bóasson. Jeg hef aldrei gefið sóknarnefnd Siglufjarðar neinar ráðleggingar um það hvort P. B. ætti að byggja kirkjuna, enda er áreiðanlegt að nefndin hefði ekki hlaupið • eftir mínum ráðum í því efni, og allra síst ef jeg hefði reynt að ráðleggja henni með slúðri og rógburði um Pjetur Bóasson (eins og hann sjálf- ur slær föstu). Og hver einstakur sóknarnefndarmaður hlýturað þekkja P. B. svo vel, að mjer yrði ekki trúað, þó jeg færi að segja eitthvað ljótt um Pjetur Bóasson. Að endingu vildi jeg ráðleggja Pjetri Bóassyni að leyta sjer upp- lýsinga um gildi orðsins „rógburður” Og sömuleiðis að grenslast eftir því hjá lögfraéðingi, hvað djarfmannlega hann mætti stimpla náungann, án þess að smitast sjálfur. Akureyri 12. «príl 1931. Jón Guðmundsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.