Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 4
4 SIGLFIÐRINGUR Kosningamolar. Kjörorð þjóðarinnar við næstu kosningar á að verða — og skal verða — þetta: „Enginn framsóknarmaðnr skal eiga sæti á næsta þingi“. — Petta þarf hver einasti kjósandi að athuga, því heiður þjóðarinnar inn- ávið og útávið er í veði ef út af ber. Eina tryggingin fyrir því, að þetta takist, er, að allir kjósi þing- mannsefni Sjálfstæðismanna. Gjör- um það öll, hver í sínu kjórdæmi, og þá mun skjótt birta yfir stjórn- málurn lands vors. Framboðin Af hálfu Sjálfstæðismanna hefir þegar frjest um þessi þingmannsefni: Suður-Pingeyjarsýsla: Björn Jóhanns- son bóndi Grenivík. Norður-Múla- sýsla: Arni Jónsson frá Múla. Suð- ur-Múlasýla: Magnús Gíslason sýslu- maður og Árni Pálsson prófessor, Vestm.evjar: Jóhann Jósefsson kaup- maður, Gullbr. og Kjósarsýsla: Olaf- ur Thors framkv.stj., Borgarfjarðar- sýsla: Pjetur Ottesen bóndi Innra- Hólmi, Mýrasýsla: Torfi Hjartarson lögfræðingur, Barðastrandasýsla: Há- kon Kristöfersson bóndi, V.-Húna- vatnssýsla: Pjetur Magnússon banka- stjóri, A.-Húnavatnssýsla: Pórarinn Jónsson bóndi Hjaltabakka, Skaga- fjarðarsýsla: Magnús Guðmundsson hæslar.m.fl.m. og Jón Sigurðsson bóndi Reynistað, Akureyri: Guð- brandur ísberg lögfræðingur. Fundarhöld til undirbúnings kosninganna eru þegar byrjuð. Lagði Pjetur Magn- ússon bankastjóri á stað um Borg- arfjörð til Norðurlandsins um síð- ustu helgi. Hefir hann þegarhaldið fundi á Akranesi. í Borgarfirði, Borð- eyri, Hvammstanga og í gær var fundur á Blöndós. A morgun verð- ur svo fundur á Sauðárkrók og á Hofsós á þriðjudaginn. — Pjetur bauð hinum flokkunum að taka þátt í leiðangri þessum, og fór Hjeðinn Valdimarsson af hálfu Jafnaðar- manna eri Framsókn hafði engan svo hugaðann, að hann treystist til að verja hana. Pó var loks Gisli, hinn margsektaði, Tíma- og Ingólfs- ritstjóri, sendur á eftir þeim, og svo átti bróðir Brynleifur, sem um tíma hefir dvalið í Skagafirði, að hafa á hendi vörnina þar. En Brynleifur hafði vit á að forða sjer frá þeim vanda og stakk af heim með Goða- foss í gær. Hjálparleiðangur. 28. apríl: Ákveðíð hefir verið að senda varðskipið Oðinn með hjálp- arleiðangurað ísröndinni 100 km. frá Angmagsalik. Formaður leiðangurs- ins er Alexander Jóhannsson, hafa þeir meðferðis Veiðibjölluna og er ráðgert að fljúga frá ísnum til Ang- magsalík og taka þar enskan flug- mann úr breska hernum, sem á að hjálpa til að fljúga þaðan innyfir jökulinn þar sem leiðangursmenn- irnir eru í hættu staddir. —- Ahren- berg flugmaður hvað ætla að leggja á stað í dag um Málmey flugleiðis til Thorshavn um Reykjavík til Græn- lands. íslenska stjórnin hefir verið beðin að framkvæma ofannefndar tilraunir þrátt fyrir komu Ahren- berg. 30. apríl: Oðinn tafðist nokkuð vegna ernðleika að korna flugvjel- inni fyrir á þilfarinu, en lagði á stað kl. 7| í morgun og er væntan- legur að ísröndinni í fyrramálið. Ahrenberg flaug frá Málmey til Bergen í gær og mun hafa lagt á stað ’ningað í dag. Mælir með sjer sjálft, enda er það einróma álit allra öl- neytenda að það sje það besta sem fáanlegt er á íslenskum markaði. Umboðsmaður á Siglufirði er Sigurjón Sigurðsson, ökumaður. Öl^erðin Egill Skallagrímsson. Reykjavík. 40 hestar, af góðri töðu eru til sölu á Akur- eyri, vírbundið og frítt um borð ef óskað er. Upplýsingar hjá ritstjóra. Ljósnotendur, sem bústaðaskifti hafa, eru á- myntir um að láta lesa á ljós- mæla sína um leið og þeir flytja. Sig. Árnason. 1, maí: Oðinn sá til lands á Grænlandi kl. 8 í morgun. Islaust og batnandi veður. Ahrenberg kom hingað kl. 8 í kvöld. 2. maí: Veiðibjallan lagði á stað í morgun inn á jökulinn en varð að snúa við aftur eftir 25 mín. flug vegna vjelbilunar. Ritstj. og ábyrgðarm. Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja. Símar: 390 og 1303. Símnefni: Mjöður. Útgerðarstöð á Siglufirði. Húspláss fyrir 3 mótorbátaútgerðir, er til leigu á Siglufirði nú þegar. Par til telst: Pláss fyrir starfsfölk, fisk, salt og beitingu, á- samt afnot af bryggju og platningui Stöðin er tilheyrandi þrotabúi Antons Jónssonar á Akur- eyri, og ber væntanlegum Ieigutökum, að semja við undirritaðann. Akureyri, 29. ápríl 163J Skiftaráðandinn í Akureyrarkaupstað.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.