Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.06.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 12.06.1931, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR á fleiri sviðum. Hún ætti að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar um refsingu pólitískra afbrotamanna. í dag er svo ástatt, að þjóðin á að dæma 17 þingme»n Framsókn- arflokksins fyrir vanrækslu þeirra á skyldum sínum við hana eða beina þátttöku í þeim störfum, sem skaðvænleg hafa reynst þjóðinni í heild að dómi meirihlutans. I dag á þjóðin aðsannayfirburði sínayfir aðrar þjóðir með því að refsa ekki, hefna ekki — ekki í venjulegum skilningi þeirra orða. I dag eiga ísl. kjósendur að taka þá ákvörðun, að eina refsingin — eina hegningin, sem þeim er samboðið að láta af- brotamönnunum í tje, er sú, að víkja þeim frá störfum og setja aðra í þeirra stað. I dag eiga ísl. kjós- endur, þegar leir standa við kjör- borðið, að segja þetta við sjálfa sig um þingmenn Framsóknar: Við ásökum ykkur ekki lengur! Við fyrirgefum óhappaverkin! Við vit- um að þið voruð undir áhrifum þeirra sem ykkur eru verri! Við látum okkur því nægja að víkja ykkur frá störfum, og setja aðra menn á varðstöðvarnar. Verum öll samtaka um þessa á- kyörðun. Verum samtaka um að senda nýja menn á þing. Kosningamolar. Rikisskuldirnar Pegar Framsókn tók við völdum 1927, voru ríkisskuldirnar 11,3 milj. kr. Höfðu þær á þrem árum lækk- að um meira en 6 miljónir. — Nú þegar Framsókn er að hröklast frá völdunum, eru skuldirnar yfir 40 miljónir. ¦ Sje þessu skift niður á landsmenn koma 400 kr. niður á hvert mannsbarn alt frá hvítvoðungn- um í vöggu til karlægs gamalmenn- is. Með 6 prc. vöxtum verða vext- irnir einir 24 króna nefskattur. Hver 10 manna fjölskylda verður því auk allra sinna eigin gjalda, að rog- ast með 4000 kr. ríkisskuld og greiða 240 kr. í vexti af henni á ári hverju um ófyrirsjáanlega lang- an tíma. Ef Sjálfstæðismenn hefðu farið með völd undanfarin ár, er óhætt að fullyrða að skuldirnar hefðu nú ekki verið yfir J00 kr. á mann og vextirnir ekki yfir 6 kr. Sjest hjer sem víðar hvílíkur mun- ur er á því, hver fer með fjárráðin. — Petta þurfa kjósendur að muna við kjörborðið í dag. Kommúnistar i vanda. Kommúnistar bæjarins eru í stök- ustu vandræðum með það, hverja þeir eigi að kjósa. — Eins og von- legt er vilja þeir helst að atkvæði sín komi að einhverjum notum, en fari ekki algjörlega til ónýtis. En hverja eiga þeir að kjósa? Ekki geta þeir fengið af sjer að kjósa „Kratana" eftir alt sem á undan er gengið í sambúð þeirra, og er þeim það ekki láandi. Pá eru aðal and- stöðuflokkarnirtveir, Sjálfstæðismenn og Framsókn. Og hvoruga vilja þeir styðja af fúsu geði. En af tvennu illu er þó Framsókn svo miklu verri í þeirra augum en „I- haldið", að þeir geta ekki til þess hugsað, að frambjóðendur Fram- sóknar nái kosningu. Að kjósa sína eigin frambjóðendur er vitanlega ekki til neins annars, en að styðja Framsókn. Petta finna Kommún- istar mjög vel, og hafa þeir <þess vegna, að því er sagt er, komistað þeirri niðurstöðu, að eina leiðin til þess að þeir geti gert þjóðinni. gagn með atkvæði sínu, sje sú, að kjósa frambjóðendur Sjálfstæðis- manna. Atthagagrýla. „Kratarnir" sem svo eru kallaðir, hjerna í bænum, eru í hinu nýja kosningablaði sínu að slá á átt- hagastrengi kjósendanna með því að halda G. Skarphjeðinssyni fram af i>vi hann er Siglfirðingur. Petta er svo barnaleg framkoma, aðfurðu gegnir. Pað vita n.l. allir sem nokk- uð þekkja til flokkaskiftingar kjör- dæmisins, að Guðm. Skarhjeðinsson getur ekki komist á þing að þessu sinni. Pað vita líka allir, að nú er kosið um það eitt, hvort Framsókn á að halda áfram að fara með völdin í landinu, eða leggja þau niður, en ekki um hreppapóli- tík eða hjeraðsmál. Pó Guðm. Skarphjeðinsson fengi öll atkvæði Siglfirðinga, kæmist hann ek'.ti að, vegna þess að hann hefir ekkert fylgi annarstaðar í kjördæminu. Eini flokkurinn, sem nokkra von getur haft um það. að fá fleiri atkvæði en Framsókn, er Sjálfstæðisflokkur- inn. Pess vegna eiga allir þeir kjós- endur, sem vilja vinna að því há- leita takmarki. að losa landið und- an ógnarstjórninni miklu, að kjósa fulltrúa Sjálfstæðismanna. Kjósendur mega ekki blekkja sjálfa sig á því að kjósa G. Sk. af því að hann er Siglfirðingur, vegna þess að engin von er að SIGLFIRÐINGUR kemur út á laugardögum. Kóstar inn- anlands 4 kr. árgang«r, minnst 52 tbl. 10 au. blaðið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- taxti: 1 kr. tentimeter dálksbreiddar. Afsláttur ef mikið sr auglýst. Útgefandi: Sjálfstæðismannafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum.: Friðb. Níelsson Pó.sthólf 118. Sími 13. TILKYNNING Síðasti gjalddagi á skuldum Rafveitunnar er 1. júlí n. k. Eftir þann tíma verða allir skuldendur Rafveitunnar teknir úr sambandi án frekari fyrir- vara. Siglufirði 11. júní 1931 Sig. Árnason. koma manni á þing án aðstoðar kjósenda Eyjafjarðarsýslu, fyr en Siglufjörður er orðinn kjördæmi út af fyrir sig. Pessi átthagagrýla Jafnaðarmanna er því ekkert annað en blekking, sem kjósendur verða að varast. Kjörorð allra föðurlandsvina við kosningarnar í dag á að vera, og verður að vera, þetta: Burt með ógnarstjórnina! Burt með Fram- sóknarþingmennina! — En í okk- ar kjördæmi tekst þetta þvi aðeins, að kjósendur bæjarins s a m e i n i sig um fulltrúaefni Sjálfstæðismanna. Fáheyrð ósvifni. Fyrir nokkrum dögum kom ein af konum þeim, sem vegna heilsu- brests og elli hefir orðið að þyggja hjálp bæjarfjelagsins, inn í sölubúð Sig Fanndals, sem eins og kunn- ugt er, hefir einskonar einkaleyfi á allri þurfamannaverslun b»jarins. Segir Fanndal þá meðal annars við konuna (að því er hún segir sjálf): „Mjer þykir líklegt að þú kjósir hann Guðm. Skarphjeðinsson! Hann á það skilið af þjer! . Hann hefir sagt að ekkert sje að þjer annað en leti, þú getir vel unnið fyrir þjer". — Hvar skyldu takmörk ó- svífninnar vera hjá þeim róttækustu meðal Kommúnista. þegar hinn sauðfrómi Fanndal gengur svona langt?

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.