Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.06.1931, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 12.06.1931, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR Leiðbeiningar, Það fyrsta, sem kjósentlumir þurfa að gera sjer ljóst, er þ ið, 'að önn'ur aðferð er við þessar kúsningaí, Jjpldur en við kosningar til bæjar- stjórnar og landskjör. Nú er ekki kosið með því að setja kross, held- ur með því að stimpla yfir hvíta blettinn framan við þá menn, sem kosnir eru. Kjörseðillinn, sem kjósandinn færhjá kjörstjórninni, lítur út eins og efra sýnishornið hjer við hliðina, áður en kosning fer fram. Þeir kjósendur sem kjósa frambjóðendur Sjálfstæð- ismanna, skulu hafa hugfast það,er hjer segir: Þegar þjer komið inn í kjörklef- ann, þá takið þjer mjóan stimpil sem liggur á borðinu, drepið hon- um ofan ^ stimpilpúðann, leggið hann svo þjett ofan á hvita blettinn framan við nafn Einars Jónas- sonar, síðan á púðenn aftur og því næst á hvíta blettinn framan við nafn Garðars Þorsteins- so n a r. — Þess ber vel að gæta, að þessir tveir hvítu blettir hverfi alveg. Takist það ekki í fyrstu til- raun, verður að leggja stimpilinn aftur ofan, á blettinn. — Áður en þjer leggið seðilinn aftur saman, er mjög áríðandi að þerra vel blettina með þerriblaðinu sem ligg- ur á borðinu, annars getur blettur- inn klest ut frá sjer og gert- atkvæð- ið ónýtt. — Hvergi má gera kross! Munið að stimpla þriðja og f i m t a blett ofanfrá! Að kosningu lokinni lítur kjör- seðillinn dt eins og neðra sýnis- hornið hjer við hliðina. Síðan gangið þjer fram úr kjörklefanum og legg- ið seðilinn ofaní kassann, sem stend- ur á borðinu hjá kjörstjórninni. Þeir kjósendur, sem einhverra or- saka vegnn'ekloj, eru einfærir um að framkvæma kosningarathöfnina svo, að þeir sjeu vissirum gera þaðrj'ett, ættu að biðja einhvern úr kjör- stjórninni um aðstoð til þess. Góðir menn o£ konur! At- hugiá vel, að kosningaraugna- blikið er örlagarík stund, eigi aðeins fyrir yður sjálf, heldur einnig og miklu fremur fyrir eftirkomendur yðar. Athugið. að það er ekki alt undir því komið, að stimpla yfir tvo hvíta bletti, en það er alt undir því komið, að stimpla yfir rjetta bletti. Stimplið yfir 3ja og 5ta blett! K j ö r s e ð i 11 við kosninilíir til Alþin.^is 12. júni" 1931, Bernharð Stefánssön Eiuar Árnason Einar Jónasson Elísabet Eiríksdóttir Garðar Þorsteinsson Guðm. Skarphjeðinsson Halldór Friðjónsson Steingrímur Aðalsteinsson Þannig lítur kjörseðillinn út áður en kosið er. — K j ö r s e ð i 11 við kosningar til Alþin^is 12. júni 1931. Bernharð Stefánsson Einar Arnason Einar Jónasson Elísabet Eiríksdóttir Garðar Þorsteinsson Guðm. Skarphjeðinsson Halldór Friðjónsson Steingrímur Aðalsteinsson Þannig lítur kjörseðillinn út þegar búið er að kjósa frambjóðendur Sjálfstæðismanna.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.