Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.07.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 25.07.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Karlmannanærföt frá 3.70 settið. Sokkar frá 0,85 parið Manchettskyrtur með 2 flibb- um frá 8.75 st. og aðrar vör- ur eftir þessu í Hamborg. aðalfundi með hlutfallskosningu. Að- alfund skal halda í apríl af 24 full- trúum, sem kosnir sjeu meðal salt- enda, sjómanna, ikipstjóra og stýri- manna. — Sömu menn flytja frv. um að stjórn Síldarverksmiðju rík- isins skuli skipuð 2 mönnum úr flokki útgerðarmanna, þeirra erskifta við verksmiðjuna, og 1 úr fl. sjó- manna. — Rá flytur Jón Porláks- son þingál. um að skora á ríkis- stjórnina að gæta hagsmuna Islands í Grænlandi, einkum með tillili til þeirrar deilu, sem nú stendur yfir milli Dana og Norömanna. Jónas Porbergsson og Steingr. Steinþórsson flytja frv. um nýjan tekju- og eignaskatt, fyrir utan fann sem fyrir er og nokkru lægri. Skal þessum skatti svo varið tii atvinnu- bóta. Frv. var til umræðu 23. þ. m. og mætti mikilli mótstöðu Sjálfstæð- ismanna. Sögðu þeir að ekkert bjarg- ráð væri að leggja nýjan skatt á þá atvinnuvegi, sem nú eru að slig- ast. Jafnaðarmenn gerðu og lítið úr því að gagn yrði að frumvarpinu, og hváðust mundu bera fram frum- varp, þar sem tekið yrði föstum tökum á málinu, (atvinnuleysinu). Flutningsmenn voru einir um að verja frv. sitt, og ljet Steingr. í ljósi að hann vildi gera samninga við hina flokkana um að ráða fram úr atvinnuleysismálunum. Frv. um ríkisábyrgð fyrir 200 þús. kr. láni til byggingar verkamanna- bústaða í Rvík er hraðað gegnum þingið með afbrigðum frá fundar- sköpum, enda er nú byrjað að grafa fyrir grunnum húsanna í vestur- bænum. Tillaga forsætisráðh. um skipun milliþinganefndar um kjördæma- málið hefir verið til 1. umræðu. Flutti Jón Baldv. brtill. um að nefnd- in væri skipuð 5 mönnum, 2 Sjálf- stæðismönnum, 2 Framsóknarmönn- um 1 Jafnaðarmanni. Sami maður vildi láta það vera höfuðhlutverk nefndarinnar, að finna ráð við því misrjetti sem nú ætti sjer stað, að minnihluti þjóðarinnar rjeði yfir meirihlutanum. Ekkert heyrist enn um stjórnar- myndun. N Ý K 0 MIÐ : Gummístígvjel karla, kvenna Trjeskóstígvjel, fóðruð og ófóðruð Leðurskór Fjaðraskór Klossar, norskir og danskir. Skóhlífar — Hvergi ódýrara en í Hamborg. Símar: 390 og 1303. Ölgerðin Eðill Skallagrímsson framleiðir: P I L S N E R M A L T Ö L BAYERSKTÖL B J Ó R H V í T Ö L GOSDRYKKI Biðjið um eitthvað af þess- um öltegundum þar sem þjer verslið. Símnefni: Mjöður. Peir viðskiftamenn okkar, er öska eftir að fá kjöt sent heim á iaugardögum, í sumar, eru beðnir að láta okkur vita það á föstudagskvöld, eða ekki síðar en fyrir hádegi á laugardögum. Kjötbúðin. F r j e 11 i r. Ágreiningur kom fyrir nokkru upp milli síldarsaltenda á Akureyri og foringja Kommúnista þar, um borgun fyrir síldarverkun. Hótuðu Kommúnistar að stöðva alla síldar- verkun ef ekki yrði greiddur taxti þeirra, sem er svipaður taxta „Ósk- ar“ hjer en nokkru hærri en taxti Verkakvennafjelags Siglufjarðar. En þegar fyrsta síldarskipið kom til Ak- ureyrar, var strax hafin söltun. Kom þá flokkur Kommúnista undir stjórn Steinþórs Guðmundssonar guðfræð- ings, og skipaði síldarstúlkunum að hætta, en þær og skipverjar hjeldu áfram eigi að síður. Byrjuðu þá Kommúnistar að hella síldinni úr P E R U R, allar stærðir. ✓ Asgeir Bjarnason. kössum og tunnum enn skipverjar brugðu þá við og sprautuðu vatni á óspektarseggina. svo þeir urðufrá að hverfa. Síðan hafa öll skipverið afgreidd þar án trafala. Bílslys varð nýlega á Vaðlaheiði. Sprakk vegarbrúnin og bíllinn valt útaf. 3 konur meiddust nokkuð, þar af ein alvarlega. Sýning allmikil á landbúnaðar af- urðum stendur yfir um þessar mund- ir í Kbhöfn. Meðal sýningarmuna eru 1040 kvarti) af smjöri, 814 teg, af osti og alskonar landbúnaðarvjel- ar frá 110 verksmiðjum.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.