Siglfirðingur


Siglfirðingur - 03.10.1931, Síða 1

Siglfirðingur - 03.10.1931, Síða 1
Framsókn og ,Da£ur\ Tálknaþytur Ingimars. í 41. tölubl. „Siglfirðings" er grein sem heitir „Dýpra og dýpra“. Er þargerð að umtalsefni grein í „Degi“ trá 27. ágúst, um viðtökur nýju stjórnarinnar og hrakin ýms ómak- leg ummæli þar um. Pessi grein „ Siglfirði ngs “ hefir reynst að bera nafn með rentu, því eins djúpt eins og „Dagur“ þá virtist sokkinn niður i forað spill- ingar og ósanninda, þá hefir þó raunin orðið sú, að nú hefir blað- inu tekist að komast enn lengra í þessum uppáhalds “dygðurn" Fram- sóknarflokksins. Það sem átt er við með þessu, er grein í 46. tbl. „Dags“, sem á að vera einskonar svar til „Sigl- firðings", en er að mestu marklaus vaðall aðallega fyrir utan það efni sem í upphafi var um rætt. Til þess að hægt sje að átta sig á, að þetta sje svona í raun og veru, verður að fara nokkuð fram í tím- ann og taka málið föstum tökum, útúrdúra og hleypidómalaust. Þegar nýja ríkisstjórnin vartilkynt í þinginu, rjett fyrir þinglok, sagð'i Jón Porláksson alþ.m. að Sjálfstæð- isflokkurinn skoðaði stjórnina sem minnihlutastjórn, er stárfaði aðeins til bráðabirgða. Pessi ummæli voru svo umsnúin og afbökuð í „Degi“ 27. ágúst, og það borið á Jón f*or- láksson, að hann væri ekki betri í reikningi en svo, að 23 væri minni hlutinn af 42. (Þar átti „Dagur“ við þingmennina). — Pelta leiðrjetti svo „Siglf." í 41 tbl. og sagði að það væri heimska og ill- girni úr „Degi“ að halda því fram, að Jón f\ hefði, með ummælum sínum, átt við skipun þingsins, því auðvítað hefði hann átt við kosn- ingaúrslitin. Og frá því sjónarmiði sjeð, að Framsókn fjekk ekki nema þriðja hvern kjósanda landsins, væri rjett að kalla stjórnina minni- hlutastjórn. Þetta er svo augljóst að allir sjá það, jatnvel þótt „Dagur“ reyni að mjálma á móti. í upphafi greinar „Dags“ 27. ág. er farið mörgum orðum um „sigur“ Framsóknar við siðustu kosningar, og traust það, er Framsókn hefði fengið hjá þjóðinni við kosningarn- ar. LJm þetta sagði „Siglf.“ að EF „Dagur„ vildi kalla kosningarnar atkvæðagreiðslu um traust eða van- traust þjóðarinnar á Framsóknar- stjórninni, PÁ hefði þjóðin samþ. vantraustið með tveim þriðju atkv. Um þetta segir „Dagur" nú, og ber „Siglf.“ fyrir: „Fessvegna hafði nú- verandi stjórn engan rjett til að setj- ast að völdum". Og ennfremur: Petta er aðal uppistaðan í grein „Siglfirðings". — Pessi ummæli Dags eru algjörlega ósötiti. „Siglf.“ hefir aldrei sagt að stjórnin hafi ekki haft rjett til að setjast að völdum. En hitt sagði „Siglf.“, að eins og þingmeirihlutinn er tilkominn, ætti Framsókn og froðusmiðir hennar að hafa vit á að tala sem sjaldnast um það mál. En að kosningarnar hafi verið traustsyfirlýsing þjóðar- innar til „Framsóknar“, það eru lielber ásantiiudi, hvað svo sem „Dagur“ veður forina djúpt um það mál. 1 þessari sömu grein „Dags“, 27. ágúst, er komist svo að orði um Einar Árnason, fyrv. fjárm.ráðh. „að hann hafi setið sjálfum sjer og bændastjettinni til sóma í ráðherra- dómi“. — Pessu mótmælti „Siglf.“ og benti meðal annars á það til sönnunar, að Einar, sem fjármrh., hefði ekki fylgst betur með en það, að s ama daginn sem 12 miljón kr. lánið var tekið í Englandi í fyrra, mótmælti hann því opinber- lega að svo væri. Utaf þessu er „Dagur" hinn æfasti og segir að fyr hafi ráðherrar notið aðstoðar við lántökur, og vitnar til lánsins frá 1921. En hjer sem fyr er „Dag- ur“ á kafi í ósannindum. „Siglf.“ nefndi ekki með einu orði að Einar hefði þurft aðstoð við lántökuna, því siður að honam væri láð þó SKÍÐAMENN! Kl. 8 árd. í fyrramáli (sunnud. 4. okt.) er skor- að á alla skíðafjelagsmeðlimi að mæta með reku á Nautaskálahólum til að byggja þar upp loftköst fyrir veturi.in og laga skiðabrautirnar. GUÐM. SKARPHJEÐINSSON. svo hefði verið. En það er áreiðan- lega einsdæmi að sjálfur fjmhr. neitar opinberlega því sem er að gerast í hans verkahring, og sýnir það best og sannar, hve störfin fóru langt fyrir ofan garð og neðan hjá þessum „hægláta bónda“. Og það taldi „Siglf.“ sönnun fyrir óhæfni Einars sem ráðherra, en ekki hitt, að hann væri „hæglátur bóndi” eins og „Dagur“ segir i þessum ó- sannindavef sínum að „Siglf." hafi sagt. Annars er besta sönnunin fyrir hæfileikum Einars sem ráð- herra, að hans eigin flokksmenn gátu ekki notað hann lengur. Síðari greinina byrjar „Dagur" svona: „Ihaldsflokkurinn hefir að- alfylgi sitt í kaupstöðum landsins. í sveitunum fer fylgi hans síhnign- andi, sem sjá má af síðustu kosn- ingum“. Og svo heldur blaðið á- fram að byggja skýjaborgir um fram- gang „Framsóknar" og hnignun í- haldsins. Um Siglufjörð segir blað- ið: í engum kaupstað landsins er íhaldið eins smáskítlegt og van- máttugt sem þar; hvergi er Ihaldið í öðrum eins vesaldómi og á Siglu- firði. — Um þetta er það eitt að segja að þó svo hafí reynst nú síð- ustu árin, að Framsókn hafi aukist fylgi hlutfallslega meir en Sjálfstæð- ismönnum, þá hefir til þess verið notaðar svo óheiðarlegar aðferðir, að Sjálfstæðism. mundu heldur vilja falla með hreinan skjöld en vinna á þann hátt. Og sá tími er áreið- anlega ekki langt undan, að þjóðin metur drengskap og hreinskilni Sjálfstæðismanna meira en fláttskap og undirferli Framsóknar. Og þá munsljákka gorgeirinn í þeim Fram- sóknardindlum, sem nú um tíma hafa kýlt vömb sína á því að hæl-

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.