Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.12.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 12.12.1931, Blaðsíða 1
VI. árg. Siglufirði, Laugardaginn 12. des. 1931 51. tbl. Síldareinkasala íslands „skorin niður við trog". Lögþvinguðu fargi Ijett af einstaklingsframtaki þjóðarinnar. Allur þorri Siglfirðinga mun enn- þá minnast þess, er einn af leið- andi stjórnmálamönnum bæjarins sagði það á opinberum fundi, að alla síldarsaltendur — sem hann kallaði „Ieppa", — ætti að „skers niður við trog". Þetta var þegar verið var að hamra í gegn Einkasölu þá á síld- inni, sem bót átti að ráða á öllum göllum þessa atvinnuvegar. Og þessi illa sögðu orð rættust, að því leyti, að Einkasalan tók strax að kvelja lífið úr öllum síldveið- endum og síldarsaltendum, efnalega sjeð, og æ því meir sem lengra leið. Og á yfirstandandi ári má segja, að útvegurinn og allir að- standendur hans hnfi þegar verið komnir að hinu stóra skurðartrogi En — „á skamri stund skipast veður í lofti". Framsóknarstjórnin okkar, blessuð, sem mest hefir gumað af því, að hún hafi „bjargeð síldarútgerðinni" með því að „skipuleggja" hana> þ. e. setja Einkasöluna á stofn, verð- ur nú til þess með óvanalegri rögg- semi, að skera EinkasÖluna niður við trog, umsvifalaust og fyrirvnra- laust, að kalla má. Aðdragandi þessara merkilegu at- burða er sem hjer segir: Á þinginu í sumar tókst þingm. Sjálfstæðisflokksins, með tilstyrk nokkurra Frainsóknarþm., að koma fram breytingu á Einkasölulögunum. Samkvæmt þeim breytingum var haldinn nokkurskonar fulltrúaráðs- fundur í Rvík í h'aust, þar sem mætt- ir voru 14 þar til kjörnir fulltrúar, og hófst fundurinn mánudaginn 30. nóv. s.l. Síðan fundur þessi hófst, má segja að hver stórviðburðurinn hafi rekið annan í þessu máli. Tryggvi Pórhallsson setti fundinn, ea fundarstjóri var kosinn Erlingur Friðjónsson. Ráðherran gnt þess, að hann hefði tvívegis skorað á Pjetur Ólafsson, aðalframkvæmdarstióra Einkasölunnar, að koma á fundinn, en hann kom eígi -að heldur, og' vakti þetta mikla athygli. Annar fundur þessarar ráðstefnu var haldinn 2. desember. Var þá lögð fram og Ies'in efnahags-skýrsla, er Pjetur Ólafsson hafði samið og sent, og sem því miður ekki er hægt að birta hjer í blaðinu. í þessari skýrslu kemur það fram, að skuldir Einkasölunnar eru meira en 2 miljónir króna, en eignir, aðrar en síld, innan við hálfa miljón kr. Óseld síld er talin 109009 tunnur, og getur víst enginn maðurum það sagt, hve mikils virði hún er, ¦ eða mikið kann að fást fyrir hana. Umræður urðu miklar um. þessa skýrslu, og upplýstist undir þeim, að skýrslan væri að ýmsu leyti röng eða villandi. Kom það skýrt fram að skuldirnar væru taldar um 100 þús. kr. Iægri en þær væru í raua og veru, og ýmsar eignir væru alt of hátt metnar. Að þessum umræðum loknum flutti Sveinn Benediktsson og Haf- steinn Bergþórsson svohlj. tillögu: „Par sem ljóst er af bráðabirgða uppgjöri Síldareinkasölunnar, að fyrirtækið á ekki Iíkt því fyrirskuld- um, þegar tekjð er tillit til þess, að síldarbirgðir eru áætlaðar langtum hærra verði, en þær eru seljanlegar fyrir og stórum útgjaldaliðum slept, þá leggur fundurinn til við lands- , stjórnina, að hún þegar í stað hlut- ist til um, að Einkasalan gefi sig upp og bú hennar verði tekið til skiftameðferðar, sem gjaldþrota." Önnur tillaga kom fram frá Frið- rik Steinssyni. Var hún á þá leið, að þar serh Síldareinkasalan væri N ýkomið: Forstofulampar, Skálar Balance-lampar alt ofantalið úr ekta Meissner- postulini. Ennfremur: Ljósakrónur Borðlampar Vegglampar Nátflampar Straujárn Pressujárn Perur allar stærðir Afgreiðsla aðeins 5—7 e. m. Asgeir Bjarnason. sannaalega svo illa stæð, að síldar- útvegurinn væri dauðacæmdur ef hún hjeidi áfram, þá ályktaði fund- urinn: 1. að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um að Einkasalan yrði gerð upp. 2. Að sjá um að rekstur Einka- sölunnar í ár komi ekki niður á næsta ár. 3. að skipa þriggja manna nefnd til aðstoðar við uppgerðina og leggja fyrir næsta Alþing tillögur um framtíðarskipulag síldarútgerðar- innar. Pegar fundarstjóri hafði lesið upp þessar tillögur, flutti hann svohljóð- andi rökstudda dagskrá: „Út af framkomnum tillögum um að bú Síldareinkasöíu íslands verði tekið til skií'tameðferðar, lýsir fund- urinn yfir því, að þar sem fjárhag- ur Einkasölunnar er eingöngu í höndum núverandi útflutningsnefnd- ar til næsta nýjárs, telur fundurinn ekki ástæðu til samþyktar í þessum efnum og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá." Dagskrá þessi var sam- þykkt með 9 atkv. gegn 5.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.