Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 1
V. árg. Siglufirði, Laugardaginn 30, apríl 1932 10. tbl. Ú T S A L A. Aðeins 4 daga! Byrjar í dag kl. 3. Allar vörur verslunar rninnar verða seldar með 15—25 prc. afslætti gegn staðgreiðslu. Aðeins 4 daga. Versl. Margrétar Jónsdóttur. Kleppsvinnan F a Alþingi. Alþingi situr enn á rökstólum. Pað hefir nú setið að störfum í 2$ mánuð og virðist ian’gt í þinglausn- ir. Mun margur mæla að þina þetta sje langt og skillítið, því fá eru þau lög og skiftir þó meiru hitt, hve þau eru þýðingarlítil, sem þing- ið hefir afgreitt. Er hörmung til þess að vita, hve herfilega að marg- ir af þingmönnum misbrúka aðstöðu sína til þess að eyða tíma þingsins og starfskröftum annara, sjer hæfi- leikameiri þingmanna, við að ríi'a niður þau einkisverðu lagahrófatild- ur er þeir leggja fyrir þingið. Pað tekur sinn tíma venjulega að koma þeim vanskapningum í gröíina; — þá gröf sem þeim langfiestum verð- ur sameiginleg, — geymslusti.ð feldra og óútræddra frurnvarpa í skjalasafni alþingis. Núverandi stjórn og þó alveg sjerstaklega núverandi dómsmálaráð- herra, hefir gengið fram fyrir skjöldú í þessari iðju. Hefir hún ýmist sjáif flutt, eða látið flytja þing eftir þing, fjölda frumvarpa, lítils eða einkis- verðra og sem fyrirfram var vitað um mörg hver, að þau áttu ekkert fylgi í vændum í þinginu. Er því verra til þess að vita, þar sem öllum mætti vera það Ijóst, að það er stjórnar- innar skylda fyrst og fremst, og tvö- föld skylda hennar nú á krepputím- um, að hafa vakandi auga á því, að störf þingsins verði þjóðinni að gagni og fje ríkisins sje ekki varið í ónýt störf þess, eða í frumvarpa- smíði sem augljóst er að engu gagni verði. Jeg skal hjer minna á nokkur af slíkum frumvörpum, sem kostað hafa ríkið all-laglegan skilding og þingið mikinn tíma. Verður þó fátt eitt talið. “Öinmufrumvarptð“ er nú að mig minnir í 5. eða 6. sinn fyrir þing- inu. Amma hefir altaf fengið væra og hæga hvíld í hver þinglok, en í hverja þingbyrjun hefir dómsmála- ráðh. vakið gamla skinnið upp, dustað af henni mestu moldina og karað náfroðuna af vitum hennar, kastað á hana sinhverjum nýjum 1 ‘pp og sýnt þinginu hana sem nýjan draug. Hún er nú orðin sá hús- draugur alþingis, sem skamtað er hinn vissi niálsverður úr ríkisfjár- h'rslunni, e'ns og mórunum og skottunum hjer áður fyrme r. Pingmenn og þjóðin er hætt að vera myrkfælin viðOmmu, endaer hún nú orðin gagnólík í útliti því sem hún var upphafiega. En sem Alþingisdraugur, hefir hún kastað skugga á frægð Pórólfs frá Baldurs- heimi. Fimtardómsfrv. dómsmálaráðherr- ans hefir farið áþekka krossgöngu gegnum þingið og „Amma“ gamla. Pað er líka orðið svo bieytt í með- ferð þingsins á þessari krossgöngu sinní, að það er nú varla þekkjan- legt fyrir það sama og upphaflega frumvarpið. Nái það nú að verða að lögum, sem ekkí má teljast ólík- legt, er það svo lítilfjörleg breyting á löggjöfinni um þelta efni, að broslegt má kallast að margra þinga starf skuli hafa þurft til slíkra, því nær einskisverðra smámuna. Parer um lítið annað að ræða en nafn- breytingu á hæstarjetti og skiftir nafnið sannarlega minnstu máli. Og sennilegt tel jeg, ef fimtardómsnafn- ið verður nú ofaná, aðþegarönnur skipan verður á Alþingi, þá verði þ ið e't't af fyrstu verkum þess, að endurskýra hæstarjett á ný. Pingið ætti nú að taka þá röggá sig, að s:;mþ. jafnhliða fimtardóms- frv. lög, sem legðu hegningu við, að þingmenn bæru fram vanhugsuð og einkis nýt frumvörp, sem litlar eða engar líkur væru fyrir að næðu fylgi í þinginu. Ætti það svo áð verða fyrsta verk hæstarjettar eftir þeita þing, að dæma Jónas Jónsson og nokkra fleiri af núverandi þing- mönnum til hegningar eftir þeim lögum. ■ : Ingvar Pálmason hefir löngum verið rómaður fyrir frumvarpasæg þann er hann flytti, og var í skopi oft nefndur „útungunarhæna stjórn- arinnar". Ingvar gerist nú gamlaður, og fer svo flestum hænum er þær eldast, að þær gerast óstöðugri við uppeldisstarftð. Svo fer Ingvari ein.n- ig, þótt ekki hafi hann gefið það alveg frá sjer. En stjórnin hefir fengið tvær hænur í stað einnar, og báðar ungar, þarsemeru þeir Berg- ur Jónsson og þó sjerstaklega Vil- mundur Jónsson, svo ldakstarfinu er borgið. Jafnaðarmenn í þinginu hafa síst verið eftirbátar annara í því, að unga út vansköpuðum frum- vörpum, en nú gerigur Vilmundur fram fjrir skjöldu í liði þeirra í þeim efnum, og sýnir góðan vilja en lítinn mátt í flutningi margra þeirra, en gagngerða vanþekkingu og tilfinnanlegan hæfileikaskort í tilbúningi þeirra allra. Rúm Siglfirðings leyfir ekki að

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.