Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR S k r á yfír aðalniðLirjöfmin útsvara í S'glufjarðarkaupstað fyrir 1932, liggur frammi — almenningi til sýnis — í sölubúð Kaupfjelags Siglúrðinga dagana 30. apríi til 14. maí, að báðum dögum meðtöldum. Kærur yfir niðurjöfnuninni skulu komnar til formanns niðurjöfnunarnefndar, Friðbjörns Níelssonar, Vetrarbraut 9, fyrir kl. 12 að kvöldi 14. maí n. k. Siglufirði, 29. apríl 1932. Niðurjöf nunarnefndin. telja upp með nöfnum og auðkenn- um alla þá frumvarpa-vanskapninga sem fyrir þinginu eru í þetta sinn, en alt of mörgum þeirra er þrent sam eiginlegt: Pau stela tíma þingsins frá öðrum þarfari störfum; Jnar’ið um þau kostar ríkissjóð siórfje, og fyrir þeim velflestum á það að liggja, áð sofna. Ekkert hefir þó á það skort, að stjórnin hafi ekki aflað sjer aðstoð- ar með ærnum kostnaði af ríkisfje, til að undirbúa ýms mál, og semja ýms frumvörp sem hún hefir lagt fyrir alþingi. Nefndir hafa verið skipaðar, ýmist af þinginu eða aí stjórninni, til þess að endurskoða og umsteypa ýmsar greinar löggjafar- innar og þessar nefndir hafa haft bæði tíma og fje til umráða í rík- mannlegum mæli Svokölluð Þóstmálanefnd starfaði drjúga stund að tilhlutun núverandi stjórnar. Hún gaf út stórar bækur á kostnað ríkissjóðs. Hún kostaði ríkissjóð ærið fje í verkalaunum nefndarmanna. Frumvörp hennar kostuðu þingið mikinn tíma og mikið erfiði og heilabrot, en ekki eittein- asta fann náð fyriraugum þess. Allt hið mikla og dýra starf þessarar nefndar var gersamlega unnið fyrir gýg. Bændastjórnin fann hjá sjer hvöt til þess, að snúa löggjöf landbúnað- arins í betra horf. Hún skipaði millibingonetnd i landbtínaðarmálam til að undirbúa þetta. Nefnd þessi starfaði lengi og vel, — fyrir nefnd- armenn sjálfa. Formaður hennar, Jörundur bóndi í Skálholti, skamt- aði sjálfum sjerseytján þúsund krón- ur fyrir starf sitt í nefndinni, og meðnefndarmönnum sínum, öðrurn 14 hinum 11 þúsundir. En eftir- tekjan er öllu rýrari. Lítið eða ekk- ert af frv. nefndarinnar fann náð fyrir augum þingsins. Ábúðarlög- in og annað sem mestu máli skifti í landbúnaðarlöggjöfinni er enn ó- breytt að kalla, en það kostaði þing- ið mikinn tíma og ærna fyrirhöfn, að pæla í gegnum sorphaug nefnd- arinnar í leit eftir einhverju nýti* legu, án þess að finna það, og að moka honum að síðustu út úrþing. inu. Rúm blaðsins leyfir ekki að telja fleira af þessu tæi þótt af nógu sje að takj, en þó ekki sje fleira talið, þá ætti þó þetta að nægja til þess að sýna það, aðmjög mikill hluti af starfstíma þingsins og starfskröftum þingmanna gengur í þessa Klepps- vinnu. Lögum er hrófað upp þetta árið, þeim breyít næsta ár, þeirri breytingu ær svo breytt þriðju árið, og fjórða árið eru svo lögin öll og allar breytingarnar numið úr gildi og ný lög sett um sama efnil! Af- leiðingin af þessu öllu er svo sú, að ekki einungis gengur langmestur tími þingsins í einkisnýtt starf, eins og hjer hefir verið bent á, heldur og það sem verra er: allur þorri manna í landinu veit ekki lengur undir hvaða lögum þeir búa, hvað þeim er leyft og hvað bannað. Petta er stjórn, þingi og þjóðinni til vansæmdar. Jóti Jóhannesson. Utsvörin 1932. Lokið er nú við að jafna niður útsvörum fyrir árið 1932, og er út- svarsskráin lögð fram í dag. Jafnað var niður 135,300 krónum samtals á 746 gjaldendur. — Hjer fara á eftir útsvör þeirra, sem hafa 200 kr. eða hærra. 15,000. Sören Goos, verksmiðju- eigandi. 14,500 ísland, síldarl. og fóður- mjölsverksmiðja. 7,000. Kveldúlfur, h.f. 5,000. Olíuversl. íslands, Shell h.f. 4,000. Hinrik Thorarensen. 3.500. Ásg. Pétursson h.f. Ragn- arsbræður. 2.500. Fiskimjöl h.f., Oli O. Tynes 2,000. Halld. Guðniundsson. 1,800. Versl. Halld. Jónassonar. 1,600. Aage Schiöth, Sig. Kristjánss 1.500. Jón Hjaltalín, Edvin Jac- obsen, Einar Malmkvist. 1,400. Óskar Ottesen. 1,300. Guðm. Hannesson. 1,200. ísbjörn h.f. Ólafur Pélurs- son, Sv. Hjartarson. Fermingarkort falleg og ódýr, nýkomin. Friðb. Níelsson. 1,100. Ryelsverzlun. 1,000. G. Skarphjeðinss., Skipa- verzlunin, Porm. Eyólfsson. 900. Bjarni Porsteinsson. 8J0. Kaupfjelagið, Versl. Guðbj. Björnssonar. 750. Bjarni Kjartansson. 700. Olav Henriksen. 650. Pjetur Björnsson, Stgr. Ein- arsson. 600. Oíi Hertervig, Kjötbúðjn, Versl. Sören Olsen & Co. 550. Andrjes Hafliðason. 500. Fjclagsbakaríið, íshúsfjelag Siglufjarðar, Páll Friðfinnsson. 450. Egill Stefánsson, Friðl. Jóhannsson. 400. Anton Jónss. & Co h.f., Ásgeir Jónasson, Kr. Björnsson, Páll Guðm. Sv. Jóhannsson, Jón Valfells. 350. Alf. Jónsson, Otto Jörgensen 300. Andrjes Pjetursson, Ásg. Jónasson, G. T. Hallgrímsson, Guðm. Jóakimsson, Hannes Jón- asson, Páll Einarsson. 275 Björn Guðmundsmn. 250. Magnús.Blöndal, Sig. Fann- dal, Jóh. F. Guðm., Cornelius Ped- ersen, Snorri Stefánsson, V ílhj. Hjartarson. 225 Guðm. P. Guðmundsson, Tryggvi Kristinsson. 200. G. Blomkvist, SophusBIönd- al, Einar Kristjánsson, Guðm. Björns- son, Helgi Hafliðason, Kjartan Stefánsson, Pork. Klementz, Lúðvík Grimsson, Pjetur Bóasson, Skafti Stefánsson, Sveinn Jónsson, Pórður Guðmundsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.