Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Sjóvátry^gingarfélag Islands hjf. tekur að sér bruna- og sjóvátryggingar. ÍSLENZKT FÉLAG. Lægstu iðgjöld. Tryggið innbú, vörur allskonar útí og inníog aðrar eigniryðar áður en það er of seint. Látið hina tíðu bruna yður að varnaði verða. V átryggið strax í dag. * Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. Umboðsroaður fyrir Siglufjörð Pormóður Eyólfsson. Frá útlöndum. Panu 18. mars tókust samningar milii Norðmanna og Rússa um kaup á síld og saltfiski. Með samningi þessum keyptu Rússar 100,000 tunnur af stórsíld á kr. 15,25 og 220,000 tn. af vorsíld á kr. 13,75 fob. Auk þess keyptu þeir 30,000 tn. af fyrra árs fram- leiðslu af stórsíld og vorsíld á kr. 12,00 og kr. 10,50 pr, tn. á 115 kg. nettó, og 10,000 tn. af íslandssild veiddri 1931, en um verð á henni er ekki getið, en mun vera um kr. 11,00 tunnan, 90 kg. Sést best á þessu hvað hægt er að selja af síld, ef framleiðslukostn- aðinum er stilt í hóf. En það virð- ist ekki vera mikill skilningur á þeim hlutum hjá þeirn sem standa að kauptöxtum í þessum bæ — og þá sérstaklega stúlkunum — né hjá löggjafarvaldinu á Islandi, meðan greiða þarf gífurlega hátt útflutnings- gjald af útfluttri síld (sem ekki er hægt að taka öðruvísi en sem hegn- ingu fyrir að framleiða þessa vöru) auk innflutningsgjaldanna. En þetta lærist sennilega ekki fyr en um seinan, eða þegar neytend- urnir eru sjálfir farnir að veiða alt sem þeir þuría af Íslandssíld hér rétt fyrir utan landssteinana. Er hætt við að síldarstúlkurnar verði þá að reikna með eitthvað lægra kaupi við söltun en þær gera nú, — en nú reikna þær sér 4—8 kr. á tímann, og finnst skömm til koma sumum hverjum. Fiskimenn í Svíþjóð krefjast þess nú, að lagður verði hár innflutnings- tollur á ísl. kryddsíld, ti! verndar veiðum þeirra við Island. Nernur tollur þessi 25 aurum á hvert kíló eða sv. kr. 23,75 á tunnu. Frum- varp til laga um þetta atriði hefir verið lagt fyrir þing Svía og verður rætt næstu daga. Verði frumvarp þetta samþykkt, sem allar líkur eru taldar á, þurfa íslendingar ekki að búast við að mikið verði um kryddsöltun í landi framvegis. Sænsku niðursuðuverksmiðjurnar eru að vísu andvígar því, að svona hár tollur verði lagður á kryddsíldina, og hafa stungið upp á 5 krónum á tunnu til samkomulags. Pó nú svo fari að • tollurinn verði ekki nema 5 kr. er það nóg til þess að við getum alls ekki keppt við sænsku framleiðsluna með því kaup- gjaldi og þeim sköttum, sem hér eru. Sjá nú allir, sem á annað borð eru ekki blindir á þessa hluti, hvert stefnir með þennan tryggasta mark- að fyrir íslenska síid. Dumping- verslun Rússa. % Niðurl. Sem dæmi um aðferðir Rússa í dumpingverz'un þeirra segir Julin frá því, að þeir hafi seli timburfarm til Enghuids fyrir 5000 sterlingspund kominn þar á höfn, en af þessum 5000 steriingspund hafi þeir orðið að greiða 4208 sterlingspund í farm- giöid og annan flutningskostnað, og hafi þannig orðið eltir aðeins 792 sterlingspund til greiðslu á öllum farminum. Pað hafi jafnvel komið fyrir líka, að Rússar hafi boðið timbur sitt fyrir svo lágt verð, að þeir hafi þurft að borga með því þegar á ákvörðunarstaðinn kom. Pað er nú öllum ljóst, hverjar af- leiðingar slíkt hefir sem þetta, enda hefir svo farið, að í löndum, eins og Svíþjóð og Finnlandi, þar sem timbur er ein aðalútflutningsvaran, hefir orðið gífurlegt atvinnuleysi í timburiðnaðinum vegna þessa rúss- neska undirboðs. Verzlunaraðferðir Rússa eru með ýmsu móti og virðast sumar gefa það til kynrna, að tilgangurinn sje sá einn, að afla sér með vörukaup- unum útlendra lána. Sem dæmi þessa segir Julin, að Sovjet hafi keypt með samþykki ensku verka- mannastjórnarinnar miklar birgðir af sykri í Englandi og hafi fengið 3ja ára gjaldfrest. Stuttu eftir að þéssi sala hafði fram farið, varð geysilegt framboð á rússneskum sykri á ensk- um markaði með svo lágu verði, að langt var fyrir neðan framleiðslu- verð enskra verksmiðja. Enginn efaðist um að þetta hefði verið sami sykurinn, sem kom aft- ur til Englands, en Sovjet hafði náð tilgangi sínum, að fá nær 3ja ára lán með þessu móti. Svipað mátti segja um zink, serp Pólverjar seldu Rússum gégn 1 árs. gjaldfresti. Zinkið var selt utanlands fyrír mnn lægra verð en það var keypt fyrir. Slík hafa viðskifti Rússa verið víða um lönd, og þótt undarlegt megi virðast hefir Íítið verið gjört til að sporna við þessum ófögnuði, að. undanteknu þó því, að Belgia hefir bannað innflutning á timbri til Antwerp; n, sem kemur frá rúss- neskum höfnum og er unnið og höggvið með þrælavinnu. En Frakk- land hefir aðeins sett þær hömlur að sérstakt leyfi þarf fyrir innflutn- ingi á rússneskum vörusendingum. Um verzlunina við' Rússa rpá segja það, að hún hafi orðið til ills eins fyrir þau lönd, sem hafa skift við þá, og hafa socialista-broddarn- ir horft á það með mestu þolin- mæði og jafnvel hjálpað til, hvort 6em það hefir verið óafvitandi eðá ekki, að fyrir viðsk. við Sovjet héfir skapast atvinnuleysi í þeirra eigin löndum hjá verkalýðnum, sem þeir látast þó bera svo mjög fyrir brjósti.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.