Morgunblaðið - 10.03.2011, Side 1

Morgunblaðið - 10.03.2011, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 0. M A R S 2 0 1 1  Stofnað 1913  58. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g LAÐA Á ÁLFA AÐ GÖRÐUM VANN BUG Á SPÉ- HRÆÐSLU AFTUR HEIM Á MYNDBAND VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS EVRÓVISJÓN 28GARÐRÆKT 10  Opinberar tölur Seðlabanka Ís- lands um erlenda stöðu þjóðarbús- ins, sem birtar eru reglulega á heimasíðu bankans, geta verið vill- andi og síst til þess fallnar að skýra hina raunverulegu stöðu. Þetta sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðar- seðlabankastjóri á málstofu Seðla- bankans í vikunni. Tilefni málstof- unnar var nýútkomin skýrsla, „Hvað skuldar þjóðin,“ sem nokkrir af starfsmönnum Seðlabankans unnu. Sagði Arnór að skýrslan endurspeglaði skoðun þeirra starfsmanna sem unnu hana, frem- ur en Seðlabankans. »Viðskipti Opinberar tölur eru villandi „Það er ævintýralega mikill fiskur hérna,“ sagði Vil- hjálmur Sigurðsson, skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF. Hún er nú ein íslenskra skipa að veiðum á norsku svæði í Barentshafi. Togararnir Þór og Gnúpur eru austar, á svonefndu „gráu svæði“. „Þetta er með slíkum ólíkindum að það er ekki fyndið lengur. Maður dýfir trollinu niður í 20 mín- útur til að taka skammt í 5-6 tíma vinnslu,“ sagði Vilhjálmur. Þeir á Sigurbjörgu ÓF hafa tekið 2-3 hol á sólarhring. „Það er ótrúlegt hvað er mikið af fiski hérna. Fallegur og fínn þorskur og líka ýsa. Djúpt er fullt af ýsu og aðeins grynnra er þorskur. Það er bara haugur af fiski hérna. Ég held því fram að fiskurinn fái að borða hérna. Það er ekki allt veitt frá honum. Það er mín skoðun,“ sagði Vilhjálmur. Hann kvaðst hafa veitt þarna í mörg ár og sjá mikinn mun á fiskinum nú og fyrst þegar hann fór í Barentshafið. Vilhjálmur sagði að þarna hefði ekki verið veidd loðna í fimm ár. „Það er alveg sama hvað er mikið af skipum hérna og út um allt. Það virðist alltaf vera meira frá ári til árs. Ég hef aldrei á æv- inni lent í annarri eins veiði og núna. Maður verður að passa sig að fá ekki of mikið,“ sagði Vilhjálmur. Veðrið hefur verið slæmt. Í fyrrinótt stóð vindmæl- irinn, sem sýnir mest 33 m/s, í botni í 2-3 tíma. Inn á milli lægir í um 15 m/s. Togarinn Venus HF 519 var á svipuðum slóðum í Barentshafi og Sigurbjörg ÓF. Hann er væntanleg- ur síðdegis í dag eða í kvöld til Reykjavíkur með fullfermi. gudni@mbl.is „Ævintýralega mikill fiskur hérna“  Íslenskir togarar mokveiða í Barentshafi  Illa hefur viðrað á miðunum  Mjög hefur gengið á birgðir lambakjöts vegna hagstæðra skilyrða til út- flutnings. Ef sumarið verður gott og lands- menn duglegir að grilla getur farið svo að kótilettur seljist upp áður en nýtt kjöt kemur á markað. Birgðir af lambakjöti eru um þús- und tonnum minni en á sama tíma í fyrra. »2 Grillkjöt gæti orðið af skornum skammti Hópur kennara gekk af fundi  Á fagráðstefnu reykvískra kenn- ara á Hótel Nordica í gær stóðu margir fundarmanna upp og gengu út þegar Oddný Sturludóttir, for- maður menntaráðs Reykjavíkur, kom í ræðustól til að slíta ráðstefn- unni. Að sögn eins fundarmanna vildu þeir þannig mótmæla vinnu- brögðum í borginni við niðurskurð á sviði menntamála. Hátt í 700 kenn- arar voru á fundinum, sem er einn fjölmennasti fagvettvangur kennara á landinu. Einar Örn Gíslason Guðni Einarsson Rannsókn bresku efnhagsbrotadeildarinnar (SFO) á viðskiptum Kaupþings við bræðurna Ro- bert og Vincent Tchenguiz komst á nýtt stig með umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík og London í gær. Bræðurnir og sjö aðrir voru handteknir. Þar af voru a.m.k. fimm Íslendingar og voru tveir þeirra handteknir og yfirheyrðir hér á landi. Hin- um handteknu var öllum sleppt í gærkvöldi, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Alls tóku 135 manns, lögreglumenn og starfs- menn SFO, þátt í aðgerðunum, sem hófust snemma í gærmorgun. Embætti sérstaks sak- sóknara var Bretunum innan handar, en húsleit var gerð á tveim stöðum í Reykjavík. Rannsóknin hefur staðið frá 2009 og snýr að gríðarlegum lánveitingum til félaga tengdra Tchenguiz-bræðrunum. Lánveitingarnar jukust stórum eftir að Robert tók sæti í stjórn Exista snemma árs 2007, en Exista var einn stærsti hlut- hafi Kaupþings. »2 Viðamikil rannsókn  Handtökur og húsleitir vegna Kaupþingsmála Íslenska karlalandsliðið í handbolta styrkti verulega stöðu sína í undankeppni Evr- ópumótsins í gærkvöld með því að sigra Þjóðverja á glæsilegan hátt, 36:31, í Laug- ardalshöllinni. Björgvin Páll Gústavsson, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sig- urðsson voru allir í stórum hlutverkum. „Við þurfum að einbeita okkur að úti- leiknum á móti Þjóðverjum sem verður mjög erfitt verkefni. Útkoman í riðlinum mun líklega ekki skýrast fyrr en eftir síð- asta leik,“ sagði Guðmundur Þórður Guð- mundsson landsliðsþjálfari. Kvennalandsliðið í fótbolta veitti sterk- asta liði heims, Bandaríkjunum, harða keppni í úrslitaleik Algarve-bikarsins í Portúgal og hreppti þar silfurverðlaun eft- ir 2:4 ósigur. » Íþróttir Glæsilegur sig- ur á Þjóðverj- um í Höllinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmynd/Algarvephotopress Skoraði Katrín Ómarsdóttir gerði annað marka Íslands í úrslitaleiknum og skýtur hér á mark Bandaríkjanna. Silfurstrákar og silfurstelpur í eldlínunni í handbolta og fótbolta Öflugur Aron Pálmarsson brýst í gegnum vörn Þjóðverja í leiknum í Laugardalshöll. Í ályktun sem samþykkt var sam- hljóða á Búnaðarþingi, sem lauk í gærkvöldi, ítrekar Búnaðarþing 2011 algjöra andstöðu sína við að- ild að Evrópusambandinu og seg- ir atvinnuhagsmunum bænda- stéttarinnar betur borgið utan þess. Segir enn fremur í álykt- uninni að hagsmunir og afkoma bænda tengist ótvírætt hags- munum íslenskra neytenda og byggðum landsins. Búnaðarþing telji að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu að Ísland standi utan sambandsins. „Við teljum okkur hafa undirbúið faglega sjö samningsmarkmið eða forsendur sem við munum kynna landbúnaðarráðherra og óska eftir að látið verði reyna á þær sem fyrst, til að láta reyna á hvort það sé raunverulega eitthvað í boði, sem stundum er verið að halda fram, fyrir íslenskan landbúnað,“ segir Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands. Ítreka algjöra ESB-andstöðu  Betur borgið utan þess Haraldur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.