Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 10. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Kaupþingsmenn handteknir 2. Dýrkeypt HM-áskrift í mars 3. Gat ekki horft á önnur börn 4. Myndband af óhappi í göngum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ný plata R.E.M., Collapse into Now, stenst ekki gæðaprófun Morgun- blaðsins. Tvær aðrar plötur eru settar undir mælikerið, plata bresku sveit- arinnar Elbow og svo kanadíska trúbadúrsins Rons Sexsmiths. »29 Ný plata R.E.M. veldur vonbrigðum  Elvar Örn Frið- riksson, söngvari Perlu, hefur verið að leika með Blús- bandi sínu við góðar undirtektir á Rósenberg að undanförnu. Tón- leikarnir í kvöld eru dýrari týpan eins og sagt er en þá syngur Jóhanna Guðrún m.a. með honum og Sigurgeir Sigmundsson tekur í gítarinn. Blús frá ýmsum tímum er á efnisskránni. Elvar og Jóhanna Guðrún á Rósenberg  Hljótt hefur ver- ið um Gilitrutt síð- ustu vikurnar en hún mætir aftur til leiks í Brúðu- heimum á sunnu- daginn kemur til að hrella Freyju bóndakonu. Bernd Ogrodnik brúðu- leikari hefur verið á leikferð um Kan- ada síðustu sex vikur og gert garðinn frægan en er nú kominn heim aftur í Brúðuheima í Borgarnesi. Gilitrutt mætir aftur í Brúðuheima Á föstudag Norðan 8-13 m/s og él, en þurrt og bjart sunnantil. Heldur hvassara við austurströndina. Frost 5 til 10 stig, en kaldara inn til landsins. Á laugardag Fremur hæg breytileg átt. Heldur mildara um landið vestanvert og stöku él, en áfram kalt og bjart fyrir austan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast við norðaustur- og austurströnd- ina. Él nyrðra, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost yfirleitt 4 til 13 stig. VEÐUR Helgi Sigurðsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Víkings, er ánægður með að fá Andra Marteinsson til starfa hjá félaginu en Andri tekur við af Leifi Garðarssyni og var ráðinn til félagsins til þriggja ára í gær. „Með nýj- um þjálfara verður alltaf ákveðin uppstokkun. Þá sitja allir við sama borð og menn verða að sanna sig upp á nýtt,“ sagði Helgi við Morgunblaðið. »2 Uppstokkun með nýjum þjálfara Tottenham frá Englandi og Schalke frá Þýskalandi bættust í gærkvöld í hóp þeirra liða sem eru komin í átta liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Tottenham tekur þátt í keppninni í fyrsta skipti en sló út hið sigursæla félag AC Milan með marka- lausu jafntefli í London. Schalke sigr- aði spænska félagið Valencia 3:1 og 4:2 samanlagt. »2 Tottenham í 8-liða úr- slitin í fyrstu tilraun ÍÞRÓTTIR Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Tveir 14 ára drengir frá Úkraínu og Búlgaríu eru á meðal þeirra um 170 skákmanna sem hófu leik á MP Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Illya Nyzhnyk frá Úkraínu varð nýlega yngsti núverandi stórmeistari heims og jafnframt sá ellefti yngsti í sög- unni til að ná þeim áfanga. Vakti hann fyrst athygli þegar hann vann B-riðil opna Moskvumótsins árið 2007 þegar hann var aðeins 10 ára gamall. Hinn er Kiprian Berbatov en árið 2008 varð hann Evrópumeistari und- ir 12 ára og hefur nú verið valinn í ólympíulið Búlgara sem þykir eitt það sterkasta í heimi. Fylgdist með tölvu tefla Þrátt fyrir ótvíræða skákhæfi- leika sína voru strákarnir hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður náði tali af þeim rétt fyrir setningu móts- ins í gær. Þeir tala einhverja ensku en eru með þjálfara sína sér til halds og trausts til þess að túlka fyrir sig það sem upp á vantar. Illya segist hafa byrjað á því að fylgjast með því hvernig skáktölvu- forrit vinna þegar hann var fimm ára gamall og í kjölfarið byrjað að tefla þegar hann var sex ára. Kipri- an á sér nokkuð hefðbundn- ari sögu en hann lærði að tefla af föður sínum þegar hann var sex ára og hóf að keppa í framhaldinu. „Gáfur, þolinmæði, sterkar taugar og góða heilsu,“ segir Kiprian þegar hann er spurður hvað þurfi til að verða góður skákmaður. Hann segist vilja ná eins langt og hann geti og komast í fremstu röð í heiminum. Ill- ya tekur undir með honum. „Ég vil verða heimsmeistari, að sjálfsögðu, en ég held að ég þurfi svona fjögur eða fimm ár til þess að ná því.“ Deila áhuga á stærðfræði Kiprian segir að utan skákarinnar hafi hann áhuga á stærðfræði og ekkert mál sé að sinna náminu sam- hliða því að tefla. Ýmislegt sé líkt með skák og stærðfræði en einnig margt sem sé ólíkt. Illya er sama sinnis með stærð- fræðiáhugann en auk hennar segist hann hafa gaman af því að spila borðtennis og tennis í frístundum sínum. Er hann eins góður í þeim íþróttum og skákinni? „Nei, ég er ekki svo góður,“ segir Illya og hlær. Ungir meistarar í Ráðhúsinu  Tvö undrabörn á MP Reykjavík- urskákmótinu Morgunblaðið/Ómar Skákmátar Þeir Illya Nyzhnyk (vinstri) og Kiprian Berbatov (hægri) hófu leik á mótinu í Ráðhúsinu í gær. Sögðust þeir báðir stefna á sigur. Um 170 keppendur frá um þrjátíu löndum tefla á mótinu og er hvort tveggja met. Margir íslenskir knattspyrnuunn- endur kannast eflaust við eftir- nafn Kiprians Berbatovs en hann er frændi búlgarska knattspyrnu- mannsins Dimitars Berbatovs sem leikur listir sínar með Man- chester United í ensku úr- valsdeildinni. Kiprian segir afa þeirra Dimitars hafa verið frænd- ur en aðspurður hvort þetta sé mikil íþróttafjölskylda segir hann að það sé aðallega mik- ið um knattspyrnumenn í henni. „Ég er þessi skrýtni sem leikur skák,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa farið og séð frænda sinn Dimitar spila í eigin persónu með Manchester United á Englandi en hins vegar hafi hann farið og séð framherjann knáa spila með búlgarska landslið- inu fyrir nokkrum árum heima í Búlgaríu. Frændi Dimitars Berbatovs ÆTTINGI BÚLGARSKS LANDSLIÐSMANNS Í KNATTSPYRNU Enska knattspyrnufélagið QPR ætlar að bjóða Heiðari Helgusyni nýjan samning að þessu keppnistímabili loknu. Neil Warnock, knattspyrnu- stjóri félagsins, staðfesti þetta í gær. Heiðar, sem er orðinn 33 ára gamall, hefur skorað 10 mörk fyrir QPR í 1. deildinni í vetur og liðið á mikla möguleika á að vinna sér sæti í úr- valsdeildinni. »1 Ætla að bjóða Heiðari nýjan samning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.