Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.01.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 12.01.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Á v a r p . Háttvirtu Siglfirðingar! Eins og yður mun kunnugt, hafa íþróttafélög bæjarins og bæjarstjórn kosið fimm manna nefnd, til þess að undirbúa og hrinda í framkvæmd byggingu heitrar sundlaugar hér. Um nauðsyn þessa fyrirtækis þarf ekki að fjölyrða, þar sem vér teljum víst, að öllum sé ljós þörfin á sundlaug, og gagnið, er af henni má verða, bæði beilsufarslega og menningarlega. Nægir að geta þess, að allir i- þróttamenn, heilsufræðingar og læknar, munu sammála um, að sund- íþróttin taki öllum öðrum íþróttum fram, bæði sem líkamlegurog andleg- ur orkugjafi og urn alla hollustu. Og enn er það ótalið, að sundið er mikilvæg slysavörn, eins og öllum er Ijóst. og margoft hefir sannazt. Bygging sundlaugar kostar, eins og allar framkvæmdir, nokkurt fé, en verður þó að teljast auðleyst mcð góðum samtö'cum. Eru þaó því vinsamleg tilmæli vor, sem ritum undir ávarp þetta, að allír bæjarbúar taki höndum saman um að leggja málinu liðsyrði og styðja fjáröflunar- viðleitni sundlaugarnefndarinnar í hvívetna, t. d. með gjöfum, samskotum eða gjafadagsverkum: einnig með því, að sækja vel skemmtanir, er haldn- ar kunna að verða fyrir málefnið. Minnist þess að margar hendur vinna létt verk. Eínkunnarorð sundlaugarnefndarinnar munu verða: Siglfirðingar! Verum samtaka! Siglufirði, 2. janúar 1935 í sundlaugarnefnd Siglufjarðarkaupstaðar: Friðrik Hjartar, G. Fanndal, H. Kristinsson, Práinn Sigurðsson. Andrés Pétursson. Vér undirritaðir erum ofanrituði? fyllilega samþykkir. og skorum á bæjarbúa að bregðast vel við þessari nauðsyn. Aage Schiöth, G. Hannesson, Gunnl. Sigurðsson, O. Hertervig, Andrés Hafliðason, Sv. Hjartarson, Hannes Jónasson, Gunnar Jóhannsson, Póroddur Guðmundsson, Jóhann F. Guðmundsson. Rauða pingið við Austurvöll. •Grein þessi er hér tekin eftir Morgunblaðinu, því hún sýnir mætavel hve ástandið hefir ver- ið hörmulegt á nýafstöðnu Alþingi, þar sem pólitískt flokksgengi og prinsipmál stjórnarflokkanna hafa allstaðar vorið látið sitja fyrir hags- munum þjóðarinnar. Og þeim mun átakanlegra er þetta, að stjórnin svívirðir þannig vilja og kröfur mikils meiri hluta kjósenda landsins. Ritstj. Manna á meðal er Alþingi það, sem nýlega hefir lokið störfum al- mennt kallað „rauða þingið við Aust- urvöll”, til aðgreiningar við hin önnur „rauðu þing", sem hér eru árlega háð, ýmist í Krónborg (sósía- listar) eða Bröttugötu (Kommúnistar og Tímamenn). „Rauðu þingin" í Krónborg og Bröttugötu hafa venjulega farið fyrir „ofan garð og neðan“ hjá almenn- ingi, því þar hafa flokksklíkurnar einar setið á ráðstefnu. Petta hafa verið valdalaus „þing“ og almenn- ingi með öllu óviðkomandi „sam- þykktir“ þeirra og gerðir. Oðru máli gegnir með „rauða þingið við Austurvöll“, sem sat á ráðstefnu frá 1. okt. til 22. des,, eða samtals 83 daga. Gerðir þess eru almenningi ekki óviðkomandi, vegna þess, að það var Alþingi ís- lendinga sem þarna átti að sitja að störfum, en stjórnarflokkarnir saurg- uðu þessa virðulegu þ j óð ar-stofn- un með því að draga hana inn í hringiðu hinnar þr"ngsýnustuflokks- klíku og settu þar með flokks- stímpilinn á löggjafarstofnun þjóð* arinnar. Og vegna þess, að rauðu flokk- arnir unnu þarna ínafni löggjafar- þings þjóðarinnar, og samþykktirn- ar verða þar af leiðandi lög, sem ná til allra landsmanna, verður ekki hjá því komizt að taka mark á gerðum þessa nýafstaðnu „rauða þings". Lögin. Lögin sem „rauða þingið við Austur- völl“ samþykkti voru 79 talsins, eða nálega ein lög á dag að jafn- aði og má það heita vel að verið. Formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson frá Hriflu, gat þess við þinglausnir, að það væri mest að þakka hinum ágæta forseta sam- einaðs þings, Jóni Baldvinssyni, að stjórnarflokkarnir hefðu getað afgreitt svona mörg (bg merk!) lög. Átti Jónas eflaust þar við forsetaofbeld- ið í byrjun þings, er Porsteinn Briem var „úrskurðaður" upp í efri deild, einungis til þess að geta haft Bæodaflokksviðrinið Magnús Torfason í neðri deild og þar með tryggt rauðliðum meirihluta í báðum deildum. Stefnumál sósíalista. Pótt sósíalistar séu fámennari stjórnarflokkurinn — hafa 10 þing- menn af 25 í stjórnarflokkunum — voru það þeir, sem mörkuðu stefn- una á þinginu. — Flest lögin, sem þingið afgreiddi eru beinlínis runnin undan rifjum sósíalista. Parf í því sambandi ekki annað, en að minna á hinar mörgu einokanir svo og „skipu- lagningar" á öllum sviðum, sem tekið er ómengað upp úr 4 ára á- ætlun sósíalista. OIl þessi stefnumál sósialista voru keyrð áfram með harðri hendi. Var handjárnunum beitt miskunnarlaust gegn þeim þingmönnum, er ætluðu að gerast svo djarfir að hafa sjálf- stæða skoðun á málunum, Kom einræðið og ofbeldið berlcga í ljós eitt sinn, snemma á þinginu, þegar einn þingmaður Framsóknarflokks- ins leyfði sér að greiða atkvæði gegn sósíalistum í einu máli. Óð þá Héðinn Valdimarsson að þing- manninum á opnum þingfundi, steytti framan í hann kreftan hnefa og hafðí í hótunum við þingmann- inn. Pegar svona ofstæki er þolað frammi fyrir öllum þingheimi, geta menn rent grun í, hvað verður um skoðanafrelsið á flokksfundunum. Enda sýndi það sig eftir þennan atburð, að þingmenn Framsóknar- flokksins fengu aldrei að greiða at- kvæði í neinu stefnumáli sósíalista,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.