Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.01.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 12.01.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 T i 1 k y n n i n g . Pað tilkynnist heiðruðum almenningi að verzlunin er nú flutt í hina nýju sölubúð á horninu á Aðalgötu og Vetrarbraut. Virðingarfyllst. Skipaverzlun Siglufjarðar Hérmeð tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum vorum, að verðið á hráolíu lækkar frá og með 1. jan. 1935 um einn eyri kílóið og verður jafnframt gefinn 10 prc. afsláttur af verðinu við staðgreiðslu, enda sjáum vér oss ekki fært frá þessum tíma að veita gjaldfrest á þessari vöru. r Olíuverzlun Islands H.f. H.f. Shell á íslandi. T i 1 k y n n i n g . Peir, sem ennþá ekki hafa gert skil skulda sinna við okkur eru beðnir að gjöra það fyrir 20. þ. m. Eftir þann tíma verða skuldir þær, sem ekki hefir verið samið um, innheimtar með lögsókn. Siglufirði, 11. janúar 1935 Einar Jóhannsson & Co. nema tryggt væri að handjárnin væru í lagi. Tíu skattalög. Þingið samþykkti 10 skattalög. Oll hin eldri skattalög, er gilt hafa aðeins frá ári til árs, voru fram- lengd. En auk þess samþykkti þingið mörg ný skattalög. Stjórnin áætlar sjálf hinar nýju álögur um kr. 1,800,000,00 og má ganga út frá. að ekki sé of hátt áætlað. Er því fullvíst, að hinir nýju skattar muni nematalsvert á þriðju miljón króna. Pessi baggi á nú að bætast ofan á hina þrautpíndu skattþegna og á rústir atvinnuveganna! Hlutdrægnin. Fjárlögin, sem rauða fylkingin samþykkti eiga ekki sinn líka í þing- sögunni. Pau eru útgjaldahæstu fjárlögin. sem sézt hafa á Alþingi. Munu gjöldin vera um 4—5 miljón- um kr. hærri en útgjöld hæstu fjárlaga áður, þegar allt er með tal- ið og ekkert undan dregið. Hlutdrægnin í fjárveitingum var svo gengdarlaus, að ekkert svipað hefir áður þekkzt. Hefir áður verið minnzt á þetta hér í blaðinu. T.d. voru tillögur vegamálastjóra, lands- símastjóra og vitamálastjóra um skiftingu fjárframlaga til verklegra framkvæmda að engu hafðar. Kjör- dæmi stjórnarandstæðinga voru ná- lega þurrkuð út af fjárlögum. Flokks- hagsmunir réðu þar öllu. Sem dæmi má nefna. að Norður-ísa- fjarðarsýsla fær ekki einn einasta eyri til vegagerða, síma eða lend- ingabóta, þótt hana vanhagi mjög um alltjþetta, en Suður-Múlasýsla. kjördæmi fjármálaráðherra fær um 55 þás. til þessara framkvæmda! Svona er þetta á öllum sviðum. a'lt miðað við þrengstu flokkshags* muni. Sparið eldsneyti! Varizt súg! Forðizt ryk! Téttið gluggana! með STORMVAXI sem fæst í verzlun Péturs Björnssonar. Embættafjölgun. En þessi eindæma og ósvífna hlutdrægni í úthlutun fjár úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna, nægði þó engan veginn stjórnarflokkunum. Stjórnin þurfti að koma sínum mönnum í feit embætti og stöður. Til þessa notaði hún tvær leiðir. Onnur var sú, að stofna ný embætti og stöður. Hefir fróðum mönnum talizt, að á þessu eina þingi hafi verið stofnuð ný embætti og störf handa talsvert á annað hundrað manns. Sýnishorn af þessu fekkst síðasta dag þingsins — beina- messudaginn sem svo er alment nefndur, sem kosið var í 40—50 stöður. Hin leiðin var sá, að sparka mönnum (andstæðingum) úr stöð- uin. Átti á þann hátt að reka um 220 embættis- og starfsmenn, 65 ára og eldri, þó þannig, að stjórn- inni var leyft að halda mönnum áfram í embættum, ef þeir þættu nægilega ernir til „líkams ogsálar", þ. e. hefðu hina réttu trú. Stjórnar- andstæðingar á þingi gátu afstýrt því, að þessi lög næðu til þeirra, er hefðu hin opinbera störf aðeins sem aukastörf. Ná lögin því ekki til hreppstj. eða annara starfsmanna, sem svipað er ástatt um. Samt sem áður er álitlegur hópur eftir handa stjórninni að vinsa úr, og mun skammt að bíða framkvæmda, á þessu sviði, því málaliðið sækir fast á. Petta brölt stjórnarinnar, fjölgun embætta og brottrekstur úr embætt* um og stöðum, kemur til að kosta þjóðina of fjár. Er hörmulegt til þess að vita, að. eytt skuli verá hundruðum þúsunda úr ríkissjóði til nýrra embætta og bitlinga, þegar atvinnuvegir þjóðarinnar eru í rúst- um, sokknir í kaf í skuldafenið og menn sjá engin ráð til þess að fá þá til að bera sig. Ritstjóri og ábyrgfJann.: Sig. Björgólftson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.