Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.05.1935, Page 1

Siglfirðingur - 11.05.1935, Page 1
Samfylking heimskingjanna. Pað er e'.ki oö, að minnsta kosti hetir það sjaldan borið við í Siglu- firði, að blöðin hafi agiterað fyrir leiksýningum. Nú hefir þósvo orð- ið. Síðasti „Neisti“ gerír mér þann greiða, að fara mjög „breiðum“, og í marga staði lofsamlegum orðum, um sýningu leiksins „Landafræði og ást“, sem eg hefi komið hér á Ieik- svið, og nú er verið að sýna. Lað er þó einn ljóður á „agita- tioninni". Par er svo mikið af ó- sannindum. En það verður að taka mýkri höndum á þeim vegna þess, að Neisti er Krafablað. Eg hefði nú ekki borið við að anza þessari „sensation“ kratablaðs- ins, ef „heildsalinn frá Akureyri1' hefði eigi verið nefndur í sanibandi við leikinn á mjög óviðeigandi hátt. Og eru það fyrstu ósannindin. Eg tel það skyldu mína, vegna herra Agústs Kvaran að taka þetta trarn alveg skýlaust og ákveðið: Kvaran hefir, því miður, aldrei verið beðinn að koma bingað til leiðbeininga. Hinsvegar var hann staddur hér nokkra daga fyrir páskana, og kom þá þrisvar á æfingar. Hitterannað, að hann gaf leikendum margargóð- ar leiðbeiningar, sem allir leikend- ur eru honum hjartaniega þakklátir fyrir, og á hann, að því leyti, rr.ik- inn þátt í því, sem bezt fer í leikn- um, en hitt er auðsætt, að það er eg en ekki liann, sem a/gjSrkga ber ábyrgð á leiknum og þeim göllum og mistökum, er á sýningunni eru. Eg tek þetta skýrt fram vegna þess. að eg vil alls ekki, að nokkurmað- ur, er Neista les, og leikinn sér, kenni Kvaran um, þá galla er á sýn- ingunni eru. F*á talar Neisti um að eg sé þar tjaldamálari. 1 lelknum eru nú reynd- ar engin „tjöld“, hvorki máluð né ómáluð, heldur fer leikurinn allur fram í sömu stofunni og þá stofu málaði Herbert með mestu prýði, og kann eg honum þakkir fyrir. Mér heiir verið legið á hálsi fyr- ir það, að eg sé með því að koma upp þessum leik, að selja mig á vald hinum voðalega kpmmúnisma, efla hann og vinna honum ákaflega mikið brautargengi. Eg sk: I játa það hreinskilnislega', að mér er meinilla við kommúnisma, og tel hann versta átumeinið í íslenzku þjóðlífi. En mér hefir aldrei skilizt, að eg gæti á nokkurn hátt stutt að framgangi þeirrar stefnu, þó eg kæmi upp einum leik og fengi að æfa hann og sýna í þúsi þeirra, af því að ekki var um annað hús að ræða. Leikurinn er umfangsmikill og kostar mikla fyrirhöfn og margar og vandasamar æfingar. Eg býst við að hann verði sýndur í hæsta lagi 6 sinnum og geri ráð fyrir, að inn komi bruttó 7—800 krónur. Af því fá húseigendur sína húsaleigu, en uppí hana eru þeir búnir að Ieggja í mikinn kostnað við úlbún- að leiksviðsins, t. d. á 3ja hundrað krónur í peningum og sennilega annað eins í annarri fyrirhöfn, kyndingu hússins á um 20 æfiqg- um á mesta kuldatima vetrarins o. fl. Ekki býst eg Við að flokkssjóður komma aukist mikið viö þenna gróða. Pegar svo frá er dreginn skemmtanaskattur, húsaleiga og ali- ur kostnaður og tyrirhöfn leikenda, verður lítiil ágóðahluti hvers um sig. Annars er nú óþarfi að lýsa þessum „gróða“ fyrir þeim, sem einhverntíma hafa fengizt við að koma upp erfiðri leiksýningu í smá bæ eins og hér. Pað er því dálítið skoplegt, þeg- ar kratar og aðrir eru að fjandskap- ast við mig út af þessu. Pað getur vel verið að þeíta megi kallast kneyksli og mikil stoð kommún- ismanum í iandinu. En viðskulum þá líta snöggvast á lítinn hluta þess, sem Kratarnir og fleiri, sem þyrla upp ryki um leiksýningu þessa, gera fyrir kommúnismann sjálfir. Ef það er hneyksli að koma upp ópólitískri leiksýningu í húsi komm- únista, er þá hitt ekki miklu meira hneyksli af stjórnarvöldum ríkisins að leyfa alskonar kommúnistiska á- róðursstarfsemi ogláta það viðgangast takmaikalaust og óátalið ár eftirár. Er það þá ekki hneyksli að Kratar og aðrir andstæðingar komma skuli veita þeim atvinnu, oft og einatt á undan sírium eigin flokksmönnum? Er það elcki hneyksli að sömu menn skuli Ieigja kommúnistafor- ingjum íbúðir, og sölubúðir á beztu síöðum, til þess að reka þar um- fangsmiklar gróðavænlegar verzlan- ir? Er það þá ekki hneyksli að sömu menn skuli sitja á ráðstefnu við kommúnistaforingja um það, hvernig stjórna skuíi bæjarfélaginu og ganga þar i hrossakaup og at- kvæðaverzlun við þá? Er það þá ekki hneyksli að sömu menn bjóða forhertum kommúnistum á afmælis- hátíðir sinna eigin félaga, skála þar við þá í bróðerni o. fl. Er það þá eldci hneykslí að þessirsömu menn sknli sækja veizlur að Kommum og fagnaði þeirra? Er það þá ekki hneyksli, að gráhærðir Kratar og æskulýður þeirra þeysi af sinni eig- in samkomu 1. maí og útí komm- únistahústii að dansa þar ogskemmta sér við kommúnista? Eða var það Hitler • sem þeir voru að flýja? Birtist hann þeim ekki í Bió 1. maí? Var það ekki hneykslanleg samfylk- ing?! Er það ekki hneyksli að þess« ir sömu menn skuli leyfa börnum sínum að sækja böll og aðrar skemmt- anir til Rommanna, og kannske ekki örgrant um að þeir standist ekki freistinguna og skjótist þangað sjálfir? Svona mætti lengi upptelja. Og vel á rninnzt: Skólaskemmtan- irnar! „Pabbi“ og mamma stíga ekki fæti sínum í kommúnistahúsið“, sögðu íhaldskrakkarnir" — segir Neisti. En hvað sögðu Krata-krakk- arnir? Ætli það hafi ekki ver'ð svipað? Pað er verið oft að fári.s: um það, og sjálfsagt með réttu. að „pólitíkin raegi ekki kunast inni

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.