Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.08.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 24.08.1935, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Sölubúðum er framvegis lokað á Siglufirði sem hér segir: frá 1, okt. til 30- júní frá kl- 7 síðd. til kl. 8 árd., á laugardögum þó frá kl. 4 síðd- Frá 1. júlí til 30. september frá kl. 7, síðd, til kl- 8 árd. Aðfangadag jóla og gamlárskvöld er búðum lokað kl- 4 síðd. Síðasta virkan dag fyrir gamlárskvöid og aðfangadag jóla skal búðum lokað á miðnætti. Sölubúðir eru lokaðar almenna helgidaga, sumardaginn fyrsta, 20. maí. 17. júní, 1. desember og ]. maí. Skrifstofu Siglufjarðar 23. ágúst 1935. G. Hannesson. óumflýjanlegt er og nauðsynlegt og að það sé þannig unnið, að ekki þurfi að vinna það upp aftur. Mætti t. d. nefna það, að brýn þörf og aðkallandi er að byggja upp og breikka alla Suðurgötu neð- an frá Grænasteini og suður fyrir Höfn, eða þangað, sem talið er að Siglufjarðarskarðsbraut hefjist, sern er í tölu þjóðvega. Fetta verk verður að vinnast til þess að bærinn fái forsvaranlegt samband við Skarðsbrautina, sem verður einn af vönduðustu og fjöl- förnustu þjóðvegum landsins. í sambandi við byggingu Suður- götu verður að snydduhlaða upp alla bakkana og gera þá að fagurri grasbrekku, sem verða mun einna mest prýði þessa bæjar. Petta er mikið verk og kostnað- arsamt, en þetta þarf að gerast og verður gert á næstunni hvort sem er. Hví þá ekki að hefja þetta verk i haust ef fé fæst til atvinnubóta og tíð Ieyfir. Enn mætti nefna undirbúning að malbikun eða steypu Aðalgötu. Petta verk liggur fyrir hvort sem er, og verður gert á næstunni. Pað er staðreynd, að fé verðnr að fá til að bjarga fólkinu frá voða. Pað er einnig staðreynd, að fólkið vill fá að vinna fyrir þessu fé. Og allir eru á einu máli um það, að það sem unnið verði fyrir þetta fé, verði til v a r a n 1 e g r a hagsbóta fyrir bæinn, Hér er aðeins drepið á tvennt af því fjöldamarga sem að kallar og þarf að gera; nóg eru verkefnin. IV- Ríkisverksmiðjurnar. Ein allra mesta atvinnuaukning og hagsbót fyrir verkamenn þessa bæjar eru Síldarverksmjðjur Ríkis- ins. Eins og kunnugt er, verður ekki lagt útsvar á þenna iðnrekstur hér, og bærinn hefir hart á sig lagt fjárhagslega til þess að fá þessi iðjuver til sín. Og einhvernveginn hefir það verið á meðvitund bæj- arbúa, að þeir ættu aðsitja fyrlr þeirri vinnu eingöngu, er verksmiðj- urnar hefðu yfir að ráða, og kæmi sá réttur þeirra á móti þeim fríð- indum, að fyrirtækið er hér undan- þegið útsvörum. En eins og kunnugt er, skortir mikið á,' að bæjarbúar sitji einir fyrir vinnunni. Skal eigi farið nánar út í þetta að þessu sinni. Fað er verulegt íhugunar og á- hyggjuefni, að þessi dýru mann- virki, sem kostað hafa á fjórðu miljón króna skuli þurfa að standa arðlaus £ hluta ársins eða meira. Hingað til hefir litið verið um þetia skeytt, og mörgum þótt eins og sjálfsagt, að þetta væri svona. En vitanlega er þetta geypileg fjarstæða. Síldarverksmiðjurnar eru fyrst og fremst byggðar til hagsbóta fyrir sjávarútveginn. Og það er ekki minnsti vafi á því, að sjávarútveg- urinn mætti héraf hljóta mun meiri arð en orðið er og síldarbræðslan ein veitir. Síldarverksmiðjurnar hafa yfir að ráða langstærstu geymsluhúsum á þessu landi og er annað þeirra eldtryggt að kalla má. Parna væri tilvalinn geymslu- staður síldarnóta og annarra síld- veiðitækja, Verksmiðjurnar hafa einnig yfir að ráða þeim beztu tækjum er fengizt geta til þvottar, börkunar og allrar hirðíngar veiði- tækjanna. Pað er ekki alllítill þorri útgerðarmanna, sem hefir Ié- leg húsakynni til að geyma í síld- arnætur sínar og veiðitæki; Iiggja næturnar undir skemmdum óhirtar, óþvegnar hjá mörgum allan vet- urinn. Að síldveiði lokinni væri sjálf- sagt og tilvalið, að ríkisverksmiðj- urnar hérna tæki við nótum og netum veiðiskipanna, hirti oghreins- aði, barkaði og gerði við hvort- tveggja yfir veturinn. Geymslu, viðgerð og hreinsun greiddu svo útgerðarmenn af næsta árs afla. Hestaeigendur. Komið til okkar þegar ykkur vant- ar hestakamba. Einar Jöhannsson & Co. Petta væri í raun og veru áfram- haldandi starfsemi síldarverksmiðj- anna í þágu og þarfir síldarútvegs- ins, og mundi þakksamlega þegið af útgerðarmönnum, því til yrðu fengnir kunnáttumenn á þessu sviði til þess að stjórna þessu verki. Hefir lauslega verið áætlað, að með þessu sparaði minnst 100 þús. kr. árlega í veiðarfærakaupum að- eins vegna betri hirðingar veiðar- færanna. Við þessa starfsemi skapaðist vinna fyrir fjölda bæjarbúa á þeim tíma, sem annars væri lítið um vinnu, og enda þótt verksmiðjurn- ar greiddu eigi kaup fyrir vinnu þessa fyr en næsta sumar, yrðu inneignarskírteini hennar fólkinu tryggur gjaldmiðill innanbæjar fyrir lífsnauðsynjar og í opinber gjöld. Pá má minna á það, að Dr. Pauls verksmiðjan hefir öll tæki til fiskimjölsvinnslu og mun vera Iang- fullkomnasta fiskimjölsverksmiðja hérlendis enda byggð af annarri hálfu með þá starfsemi fyrir augum. Pegar nú þess er gætt, að Siglu-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.