Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.08.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 24.08.1935, Blaðsíða 4
2 SIGLFIRÐINGUR Siglfirðingar. Kynnið ykkur pöntun- arstarfsemi Kaupfélags V erkamanna. Asfalt, þakpappi og filtpappi sem er ómissandi undir gólfdúka ódýrastur í Skipaverzlun Siglufjarðar. Síldveiðin. Dágóður afli hefir verið í reknet hér undanfarið og þó misjafn. Lítil herpinótasíld hefir borizt hingað og hið litla er kom.ð hefir veiðst á Húnaflóa. Er ekki vitað að nein síldveiði hafi verið að ráði austan Skaga í herpinót nú f seiuni tíð. í gær kvaðst m. s. Njáll hafa séð síld vaða hér út af firðinum, lagði á land reknet sín en tók nót sína og báta. Sama gerði og m.s. Jakob. í dag hafa ýmsir skipstjórar fullyrt, að þar hafi ufsi verið er Njáll þóttist sjá síldina, því miklar ufsavöður eru hér úti fyrir. Eltir ufsinn smasíli, er leitar til yfirborðsins. Er mikill ufsi hér innfjarðar og væri æskilegt að Ríkisverksmiðjurnar gerðu tilraun til fiskimjölsvinnslu úr ufsanum ef ein- hverjir fengist til að veiða hann. Síldarverðið er hátt og eru greidd- ar 20 kr. fyrir uppsaltaða fersk- síldartunnu venjulega kverkaða, en um 24 kr. ef hausskorið er. F*etta háa síldarverð bjargar þeim er heppnin er með og fengsælastir eru og er hver sæll er fyrir veiði- happi verður nú. En úr því sem komið er, hefir síldveiðin eins og hún er nú, lítil áhrif á afkomu almennings. Hér í Siglufirði munu nú vera saltaðar alls um 27—28 þús. tnnnur. Forráðamenn bæjarins ættu að gera allt, er í þeirra valdi stendur til þess að koma f burtu aðkomufólkinu. Bæjarbúum veitir sannarlega ekki af þvf að sitja fyrir þeirri litlu söltun og annarri vinnu, er héreftir kann að fallast til f bænum. Til minnis. Allir hafa nú ráðherrarnir „siglt“ og sumir tvisvar. Síðastur fór Ey- steinn og er haldið að hann hafi ætlað að tala við Hambro um það hvort honum mundi vera óhætt að bæta nokkrum miljónum við lánstraustið. Páll Eggert var sendur sem gæzlu- maður hins unga óreynda manns, en Páll er mörgu vanur og ekki alltaf skófrekur. Og freistingar þekkir hann flestum betur. Ekki er enn upplýst hvað þessar utanfarir kosta, það kemur sennilega aldrei í Ijós og því síður afraksturinn af utanferðunum. Fr éltir. ( Meira en helmingur allrar útfluttrar síldar er nú saltaður utan Sigluíjarðar. Áður hefir verið saltað hér allt að tveim þriðju allrar útflutningssfldar og stundum meira. Allmikil dragnótaveiði er nú stund- uð í Vestm.eyjum. Hefir nú verið seldur afli drag- nótabáta þaðan til Englands fyrir ca. 20 þús. kr. Væri eigi athugavert fyrir útgerðar- menn hér. hvort þessi veiði mundi ekki borga sig. Á morgun kl. 4-1- halda sameinað- ar hljómsveitir kaffihúsanna hljómleik á »Hótel Siglufjðrður* undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar, tónskálds. Við- íb úð 3—4 herbergi* 1 úti og inni geymsla til leigu frá 1. október. SKARPH. PÁLSSON, Hlíðarveg 25B fangsefni eru eftir mörg fræg tón- skáld. Væri þetta gott tækifæri fyrir músikalskt fóik. að ganga úr skugga um, að þessir hljóðfæraleikarar kunna skil á fleiru en jazzi og þvf, er Jón Leifs kallar vændismúsik. ErnafnKarls næg trygging fyrir því, að þarna verð- ur í boði góð músik. Grein Siglfirðings frá 3. þ. m. um það, að söltuð sé og hafi verið sfld eftir almanakstíma en ekki vðrugæð- um, hefir vakið mikla athygli um land allt. Pýzk-ísl. orðabók eftir Jón Ófeigs- son, yfirkennara er nýkomin út. Er þessi bók stórvirki og merkisviðburð- ur á bókmenntasviðinu. Bókin er þvínær 1000 siður og kostar 25 kr. i sterku sjeringsbandi. Jósep Blöndal varð sextugur s.l. mánudag. Heimsótti hann fjöldi bæjarmanna og aðkomufólks. Kátlakórinn Vísir heiðraði afmælisbarnið með heimsókn og söng. Bárust þeim hjónum fjöldi árnaöar- óska og heillaskeyta.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.