Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.04.1940, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 25.04.1940, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR andstæðingar Framsóknar, þó flokkur Erlendar hafi slíðrað vopn- in núum stund, vegnaþegnskapar. En með Bergi munu báðir telja sig geta unnið. Maður mætti nú halda að Framsóknarflokkurinn mundi bera fram sérstakan lista, þar sem vitað er, að hann á mikil ítök í Kaupfélaginu og kaupfélög- in hafa verið og eru hans höfuð- vígi. Þeir myndu nú freista að ná einum sinna manna í stjórn og bera fram sérstakan lista. En svo var nú ekki. Heldur vaknaði nú hin forna ást til fyrri samherja í kosningum víða um land, komm- únistanna, og þeir létu þessa kennd ráða gjörðum sinum og at- höfnum. »Seint fyrnast fornar ástir«, sannast þar. Úrslit þessara kosninga urðu þau, að Bergur Guðmundsson hlaut 166 atkvæði, Aðalbjörn Pétursson 113ogErIend- ur 68. Kosnir voru því Bergur og Aðalbjörn. Bergur með atkvæðum jafnaðarmanna og kommúnista, en Aðalbjörn með atkvæðum komm- únista og vina sinna Framsóknar- mannanna. Varamaður var kosinn Jón Kjartansson, framsóknarmaður, með 111 atkvæðum. Gleggri sann- anir fyrir faðmlögum Framsóknar og kommúnista þarf ekki við. Verkin tala. Jón hlýtur 2 atkv. færra en A. P. Líklega hafa þessir tveirblygðastsínfyrir að vera valdir að svo nánu sambandi og hefir sennilega dottið í hug, eins og einhversstaðar segir, er talið barst að því hvort »nokkuð væri á milli þeirra«, þ. e. karls og konu, að stundum væri langt á milli þeirra en stundum »bara ekki neitt«. Það er von að þessari hugsun skyldi skjóta upp. Hryllingurinn við samneytið við kommúnista hefir komið fram í þessum at- kvæðamun. Vesalings Framsóknar- mennirnir. Skelfileg hlýtur Iíðan hinna sannfærðu, um heilindin í öllum skrifum þeirra og bægsla- gangi gegn kommúnistum að vera. Eftir allt það, sem lýst hefir sér í framkomu framsóknarmanna und- anfarna mánuði, skyldi maður halda, eða að minnsta kosti hefði haft leyfi til að halda, að þeir myndu ekki lúta svo Iágt, að hafa nokk- urt samneyti við kommúnista fram- ar. En það er öðru nær. Það er náttúrlega ekkerttiltöku- mál, þó andlega skyldir menn og |amherjar styðji hver annan til valda og mannvirðinga, því það er eðlileg afleiðing skyldleikans og hin ágætasta sönnun hans. Aðalforingjar Framsóknar hefðu átt, sóma síns vegna og virðingar fylgismanna sinna, að tala minna, ausa kommúnistanna minni sví- virðingum og telja þá ekki eins óalandi og óferjandi, í stuttu máli, heimta ekki útskúfun þeirra úr mannfélaginu eins og þeir gerðu. En þeir vissu, að það hefir aldrei verið heimtað af þeim, semflokki, að standa við orð sín og heldur aldrei verið búist við af þeim. Erfiðið var of mikið til þess að komast af fyrri brautum og fara inn á nýjar og snúa þá um leið baki við hjálparsveitum sínum. Þessvegna varð að gripa fyrsta tækifærið sem gafst til þess að sýna kommúnistunum, að ekkert væri meint með þessum látum Framsóknar gegn þeim. Þetta væru aðeins dutlungar, er ekki yrði lang- æir og mundu hverfa eins og ský fyrir sólu, er stund fyllingarinnar væri komin. Fyrir þá, sem bezt þekktu innræti Framsóknar, kom þetta ekki á óvart, því hún hefir frá upphafi vega sinna siglt undir fölsku flaggi. Aðalbjörn 113 Jón Kjartansson 111. Verkin tala! B. E. Dómi aimennings verður ekki áfrýjað. Á þessum viðburðariku tímum gerast hinir ólíklegustu atburðir, með þeim feikna hraða, að ill- mögulegt er að fylgjast með því, sem skeður. Samt mega menn ekki láta hraða og óútreiknanleik viðburðanna hertaka hugann svo, að athyglin beinist eingöngu út á orustuvelli stórþjóðanna. Að hlusta á það, hvernig litill flokkur manna með Kúsinen í broddi fylkingar, leiddi blóðbað og óhamingju yfir þjóð sína, eingöngu í þeim tilgangi að svala dálítið valda- og metorðagræðgi sinni, fyllti mann hryllingi. En það minnti mann á það, að hérna á íslandi er líka lítill flokkur, sem langar til þess að ráða og drotna yfir samborgurum sínum. Þegar við hlustuðum á það, hvernig Þjóðverjum tókst að her- taka alla hernaðarlega mikilvæga staði í Noregi, mótstöðulítið, sann- færðumst við um það, að ekki er riðið við einteyming, þar sem of- beldisstefnur bora niður spírum sínum og sýkja hugarfar andlega veikbyggðra manna. Við hlustum daglega á tilkynn- ingar hinna ýmsu hlutlausu rikja, um varúðarráðstafanir, sem þær hafa gert, til þess að tryggja líf og limi íbúa sinna. Ráðstafanir, sem eiga að koma í veg fyrir það, að þjóðin fái rýtinginn í bakið, þegar henni ríður mest á að standa saman. Þetta gerist fyrir utan okkar á- hrifasvæði. Við höfum fylgst með gangi styrjaldarinnar ogfyllst hryll- ingi og andúð á landráðum. En »maður, littu þér nær, liggur í göt- unni steinn«. Fyllumst við ekki samskonar hryllingi, þegar gerðar eru tilraun- ir til þess í íslenzkum blöðum, að fá fólk til þess að dá og vegsama þessa svikara? Við yfirvegum spurninguna og hljótum að komast að þeirri nið- urstöðu, að verið séað undirbúa jarð- veginn hér heima, til þess að taka á móti svipuðum ofbeldisverkum frá hendi þeirra manna, sem taka upp hanzkan fyrir Kúsinen-ódæðið. Kommúnistar hér hafa með fram- komu sinni og skrifum í þessu máli, lýst innræti sínu, en við því máttu þeirekki. Þeir hafa því feng- ið sinn dóm, almenningur hefir dæmt þá pólitiskum dauðadómi. Enginn Finnlendingur getur skriðið svo djúpt, að hann nái til þess, að gefa skoðanabræðrum Kúsinens atkvæði sitt. Enginn ís- lendingur getur heldur gerst svo andlega vanhaldinn, að hannfyrir- verði sig ekki fyrir það, að vera kommúnistuin fylgjandi,‘eftir játn- ingu þeirra. Kn. Rúg- mjol 0.45 kg. Verzlun Halld. Jónassonar.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.