Siglfirðingur - 25.04.1940, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR
3
Skattskráin.
Skrá yfir tekju- og eignaskatt í Siglufjarð-
arkaupstað fyrir árið 1939, liggur frammi al-
menningi til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta
frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 13. apríl til
sama tíma laugardaginn 27. apríl n.k.
Á sama stað og tíma liggur frammi skrá
yfir iðgjöld til Lífeyrissjóðs Islands skv. lögum
nr. 26, 1. febr. 1936.
Kærur yfir skattinum og lífeyrissjóðsgjald-
inu skulu vera komnar á bæjarskrifstofuna
fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn þann
27. apríl.
Siglufirði 11. apríl 1940
Skattanefndin.
(JjleciiLegs sumars
óskar J(appcirœtíiá ölLum uídskipic
sínum og joa kk ar vic! síúpiin ci ueirinum.
tatunum
Skíðafélag
Siglufjarðar
hélt 20 ára afmæli sitt í gær. Það
er stofnað 8. febr. 1920 og mun
því vera næst elzta skíðafélag
landsins. Það ár flutti O. Tynes
mikið af norskum skíðum tiISiglu-
fjarðar, er hann seldi með vægu
verði. Það má fullyrða, að með
komu O. Tynes hafi færst nýtt líf
í skíðaíþróttina hér. Það er því
raunveruleg afleiðing af komu
O. Tynes, að Skíðafélag Siglu-
fjarðar var stofnað.
Strax á fyrsta ári gekkst félagið
fyrir skíðamóti. Var keppt í stökk-
um og göngu (7 km.) og hipdrun-
arlausri brekku. Sigurvegari var
Jóhann Þorfinnsson, núverandi lög-
regluþjónn hér. Var stökk hans
rúmlega 13 metrar. Þátttakendur
í fyrsta skíðamóti félagsins voru
30. U. M. F. Akureyrar gekkst
fyrir skiðamóti á Akureyri 20. marz
1921 og sendi Skíðafélag Siglu-
fjarðar þá í fyrsta sinni keppend-
ur til þátttöku i móti utanbæjar.
Vann Skíðafélag Siglufjarðar stökk-
keppnina, en Ólafsfirðingar unnu
gönguna. Félagið starfaði með
svipuðpm hætti til 1926.
1931 færist nýtt fjör í félagið.
Aðallega fyrir forgöngu Guðm. sál.
Skarphéðinssonar, er fékk hingað
norskan skíðakennara, H. Torvö.
Kenndi hann aðallega stökk, enda
ágætur stökkmaður. Einnig kenndi
hann göngu. Tóku skiðamenn vel
kennslu Torvö og þó sérstaklega
stökkinu.
1932 var byrjað að byggjaskíða-
skála. Var hann þá við Siglu-
fjarðarskarð, en var síðar fluttur á
Saurbæjarás og tekið til notkun-
ar þar. 1939 var lokið við bygg-
ingu nýs skíðaskála, sem er hinn
vandaðasti að öllum frágangi.
Stendur skálinn í hæfilegri fjar-
lægð frá bænum með ágætum
skíðabrekkum á allar hliðar.
Skíðafél. hefir kepp áöllum lands-
mótum og Thulemótum, sem haldin
hafa verið. Thulebikarinn hefir það
unnið tvisvar og Skíðabikar íslands
einu sinni. Hefir það jafnan staðið
með allra fremstu og hæfustu
skíðafélögum á landinu. Félagið er
í örum vexti og nýtur almennra
vinsælda á Siglufirði. Meðlimatala
er hátt á þriðja hundrað.
Stjórn félagsins skipa: Einar
Kristjánsson formaður, Daniel Þór-
hallsson varaformaðu, Vilhj. Hjart-
arson gjaldkeri. Ó. Vilhjálmsson
ritari og Björn Ólafsson meðstj.
Siglfirðingur óskar félaginu allra
heilla á þessum tímamótum og
væntir þess, að það sem hingað
til eigi eftir að bera merki Siglu-
fjarðar hátt. — Merki íþróttarinnar
og drengskaparins.
Móvinnsla.
Síðan ófriðurinn braust út hafa
allar vörur hækkað í verði, einkum
þó nauðsynjavörur eins og t. d.
matvörur og eldsneyti.
Á fundi, er allsherjarnefnd bæj-
arstjórnar hélt á dögunum, var
samþykkt að hefja móvinnslu og
útvega til þess nauðsynlegar vélar.
Aðgengilegt tilboð liggur fyrir um
vélar frá Rvík. Voru allir nefndar-
menn á einu máli um að hrinda
þessu í framkvæmd, sem er hin
mesta nauðsyn. — Rannsóknir
þær, er dr. Sveinn Þórðarson gerði
á mólendi hér í Siglufirði s.l. sum-
ar leiddu í ljós að mólendi er
hér gott.