Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.12.1940, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 17.12.1940, Qupperneq 2
2 SIGLFIRÐINGUR Stj órnar sam vinnan i. í 15. tbl. Einherja er heilmikill útúrsnúningur að nafni »Dómur reynslunnar«. Allir vita, við hvers- konar tækifæri gripið er til útúr- snúnings og rangfærslur viðhafð- ar, en það er þegar óvandaðir menn finna til vanmáttar og þreng- inga. En dómur Einherja á annara reynslu, eins og greinin hefði átt að heita, er svo augljós og léleg- ur skáldskapur, að manni gæti komið til hugar, að til væru þeir, sem ekki 'gætu lært af reynslunni, heldur gerðu sér einungis fráleitar hugmyndir, sem ekki stæðu í neinu sambandi við það sem hefir gerzt og reynslan er af. T. d. það lög- mál Einherja, að safna beri pen- ingum á stríðsárum. Hefir kannske ekki reynsla, bæði okkar og ann- ara þjóða, kennt okkur, að lang ótryggasta verðmætið á stríðstím- um eru einmitt peningar. Verð- mæti, sem geta orðið einskis virði við bankahrun í ófriðarlandi, sem er mjög algengt. En einmitt af því, að allir sem skyn bera á þessa hluti, vita að eignir (vörur og fasteignir) eru margfalt tryggari en peningar á þessum tímum, er það skylda Framsóknarflokksins að vera á ann- ari skoðun. II. Hvað viðkemur þeirri staðhæf- ingu, að helmingur þingflokks Sjálfstæðismanna hafí neitað að bjarga þjóðinni, í því dæmi, sem eg tók i fyrri grein minni, þá er þar um einn útúrsnúninginn að ræða. Einherji hlýtur að vita það, fyrst hann á annað borð ræðst í að skrifa um þessi mál, að ef afskipti Sjálfstæðisflokksins af stjórn lands- ins hefðu ekki hafist einmitt á þessum tíma, þá var þess ekki langt að bíða, að stjórnmálaspill- ingin og úrræðaleysið í forustu Framsóknarfl. yrði opinbert. Svo opinbert, að fiokkurinn stæði stríp- aður með allar sínar axaskaftaorður á brjóstinu, fyrir framan þjóðina, henni til viðvörqnar og jafnframt til leiðbeiningar um það, hvernig ekki ætti að stjórna landinu. Þjóð- ina hefði tekið það sárt, að flokkur sá, sem að vísu minni hluti hennar hafði trúað fyrir stjórn landsins, skyldi treysta sér vanmáttugum í annað eins stórræði. Henni hefði sárnað hve hrapallegar ókindur gætu þrifist í þjóðarlífinu, og mik- ill hluti hennar myndi vera lengi að ná sér eftir slíkt áfall. En allir verða eitthvað að líða fyrir það, sem þeir hafa rangt gert. Þess vegna vildi minnihluti Sjálfstæisfl. i þjóðstjórnarmálinu ekki hlífa þjóðinni við réttlátri refsingu. Þjóð- in var eins og lúsugur krakki, sem þurfti að kemba duglega þótt hon- um finndist það sárt, en þá var hann líka Iaus við óþverrann. Ef Sjálfstæðisfl. hefði ekki aðstoðað Framsóknarfl. við stjórnarmyndun- ina, þá værum við lausir við Fram- sóknarflokkinn. Meirihluti Sjálfstæðisfl. í þessu máli áleit aftur að vanmáttur Fram- sóknarfl. væri kominn nógu skírt í ljós, eins og næstu kosningar munu bera með sér. Einasta tækifæri Framsóknarfl. — sem er og svipað þeim aðferð- um, sem flokknum er eiginlegt að beita — var að fá einhverja aðra með, til þess að geta skellt skuld- inni á þá. Enda sjást þess glögg dæmi í 15. tbl. Einherja, þar sem Jakob Möller er atyrtur fyrir óstjórn og það, sem Einherji lýgur á hannog leggur honum jafnframt út til lasts, en það er, að hann feti nákvæm- lega sama veg og Eysteinn Jóns- son fyrv. fjármálaráðh. Það er ekki nýtt á nálinni, þó að slettist svona dropi og dropi yfir á forustumenn Framsóknar, þegar þeir í ákafa sínum eru að ausa skit á:keppinautasina. Hvern- ig var til dæmis, þegar Eysteinn Jónsson í einu kastinu rak Jakob Möller frá, sem eftirlitsmann banka og sparisjóða, fyrir óreiðu og sukk í starfinu. Auglýsingar voru birtar á áberandi stöðum í Framsóknar- blöðúnum, þar sem þess var getið, að Jabob Möller hafi verið vikið frá embætti sínu fyrir áðurgreinda eiginleika. Nokkru seinna felur Ey- steinn honum á hendur yfirstjórn á fjármálum landsins. Kannske kassinn hafi verið tómur svo það hafi verið óhætt. Útlitið framundan var iskyggilegt, einkum í atvinnu- og fjármálum. Þessi tvö stórmál var vitað, að yrðu fyrir mestum truflunum og erfiðleikum í ófriðí. Tekjur ríkisins mundu stórlækka vegna þess, að lestagjöld og vitagjöld erlendra skipa, sem undanfarin ár hefir ver- ið mjög stór liður á fjálögunum, mundu Ieggjast niður með öllu, tolltekjur var sýnilegt að myndu minnka stórlega og yfirleitt var ekki útlit fyrir, að hægt væri að semja hallalaus fjárlög, án mjög hækkaðra skatta. Atvinnumálin horfðu einnig til vandræða, þar sem sýnilegt var, að framleiðslan yrði að leggjast að miklu leyti niður vegna innilokaðra markaða. Útlitið við stjórnarmyndunina var meira að segja svo svart, að Fram- sóknarfl. samþykkti 20 prc. niður- skurðarheimild á opinberum fram- kvæmdum. Þessi tvö vandamál tók Sjálf- stæðisflokkurinn að sér, ekki vegna þess að þau væru eftirsóknarverð, heldur vegna hins, að aðrir höfðu ekki á að skipa færum mönnum til þeirra starfa, mönnum, sem meta meir þjóðarhagsmuni en jötu- Blárósótta steintauið komið aftur Veiöarfæraverzl. Siglufjarðar Eldavélar og kolaofnar nýkomið. Verslun Egils Stefánssonar Ljóð og Laust mál eftir ANDRÉS BJÖRNSSON er komin. Áskrifendur vitji hennar til mín sem fyrst. Sigmundur Sigtryggsson. Herbergi óskast. Afgr. visar á. Kápuefni Ullarkjólaefni Undirföt mikið úrval. Aðalbúðin. Útvega með stuttum fyrirvara SK F kúlulegur. Björn Dónsson. Beztu jólagjafirnar handa kvenþjöðinni eru Ilmv ötnin sem fást í Lyfjabúðinni. pólitík. Þjóðin getur nú virt ástand- ið í þessum málum fyrir sér. Aldrei hefir verið minna atvinnuleysi og aldrei betri fjárhagsleg afkomarík- issjóðs. Þó það verði að viður- kennast, að tímarnir hafi breytzt til batnaðar, er ríkjandi ástand í þessum málum mest að þakka góðri forustu og stjórn. C. Sætar MÖNDLUR fást í Lyfjabúðinni. Lindarpennar. Göður lindarpenni er góð 3ÓLAG3ÖF. Kristinn gullsmiður. Fallegar 5ÓLAG J AFIR: Undirföt Silkisokkar Hanzkar Treflar Konfektkassar Leikföng o. fl. Verzlun Halld. 5ónassonar. Ódýrt jólasúkkulaði; Lilla kr. 2.75 stk. Fjallkonan — 2.00 — ísi — 1.60 — Bella — 1.40 — Geislinn. Bollapör, Diskar djúpir og grunnir nýkomið. Geislinn. Jólagjaýirnar verður bezt, eins og að undanförnu, að kaupa hjá mér. Kristinn gullsmiður. REMINGTON eru beztu skotin. Fást í Lyfjabúðinni.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.