Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.03.1946, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 01.03.1946, Qupperneq 2
2 S I G L F 111 Ð I N G U R ÞAKKAÐ FYRIR 1 síðasta tölublaði Neista birtist grein undir fyrirsögninni „Ungur maður byrjar blaðamennskustarf.“ Grein þessi er nafnlaus og veit ég því ekki með vissu, hverjum ég á að þakka þær leiðbeiningar, og föðurlegu ráðleggingar um sann- leiksást og vandaðan málflutning, sem birtast í greininni. En ekki þarf glöggan athuganda til þess að sjá, að hvorugtvegga er, að höfundurinn hefur óver.ju ríkar föðurlegar tilfinningar og eins hitt, að hann virðist þekkja, kannske af eigin reynd, afleiðingar rangra til- vitnanna, blekkinga og ósanninda. 1 umhyggju sinni fyrir velferð minni og framtíð sem blaðamanns, hefur hann auðsjáanlega áhyggjur út af því, að ég fari vísvitandi með rangt mál, og þó að það sé að vísu misskilningur hjá greinar- höfundi, þá er það einkennilegt, þegar um svona umvöndunargrein- ar er að ræða, að boðberi sann- leikans skuli ekki geta stillt sig um að skýra sjálfur rangt frá, svo ég læri nú það af greinarhöfundi að segja ekki: „ljúga.“ „Það er hægt að sniðganga sann- leikann með tölum,“ en það er líka hægt að raska réttu máli með því, að segja aðeins hálfan sannleikann. Það er rétt hjá greinarhöfundi, að það var skemmtum um kvöldið í „Nýja Bíó,“ en á þeim tíma (frá kl. 4—7), seih æskulýðsfund- urinn átti að fara fram, stóö húsið autt. Greinarhöfundur vill láta skína í það, að A.Schiöth.vegnauppruna síns, eins og hanr. orðar það, sé ekki vel fær í íslenzku máli, og vill greinarhöfundur þessvegna fyrir- gefa honum. Sannleikurinn er sá, að greinarhöfundur mun ekki þurfa að taka neitt vægum tökum á þeirri íslenzku, sem Schiöth lætur fara frá sér, þótt greinarhöfundi í Neista hafi sviðið stundum sárt sú íslenzka, þegar hann og Schiöth hafa lent í blaðadeilum. Mér finnst það mjög óviðeigandi af greinar- höfundi að vera að dylgja um það, að Schiöth sé eitthvað lakari íslenzkumaður en hánn sjálfur, sér staklega þegar hann hefir ekki haldbetri rök en þau, að Schiöth standi ver að vigi. Eg vil fullyrða að þótt Schiöth standx kannske ver að vígi en greinarhöfundur, þá mun Schiöth standa honurn fylli- ' lega jafnfætis í ritmáli og mun betur í flutningi íslenzks máls, þar sem allir aðalforingar kratanna hér á Siglufirði eru meira og minna - hljóðvilltir og greinarhöfundur líka. Einnig sendir Jóhann Möller mér nokkrar línur í þesu sama blaði, og þótt sumt í þeirri grem sé RAÐLEGGINGAR nokkuð þvöglukennt, held ég að mér að síðustu hafi tekizt að skilja hvað hann á við. Hann ber sér á brjóst og segist skuli nefna „stað, stund og votta,“ að einhverju samtáli. Jú, stað og stund nefnir hann, en vottana kemur hann ekki með, ætlar kanski að geyma það, þar til seinna meir, „eða hvað!?“ Þegar rökin þrjóta hjá þeim, ungkommúnistum, — en það er æði oft — grípa þeir alltaf til þeirrar aðfer-ðar að hrópa ókvæðisorðum og brígslyrðum að andstæðingum sínum. Allir kannast við söguna af þjófnum, sem kallaði, „grípið þjóf- inn,“ til þess að leiða athyglina frá sér og sek^ sinni, að öðrum. Það er svipað, sem á sér stað, þegar Stein- grímur Arnar kemur fram í dálk- um „Mjölnis“ og kallar nazisti, nazisti. Það er einnig það, sem á sér stað, þegar E.M.A. kemur fram og tjáir lesendum sínum að ungir Sjálfstæðismenn séu „að lifa um. sig inn í hrörleikann.“ Þar er verið að bera á aðra, það sem fyrir er hjá sögumönnum sjálfum. Fyrir stuttu birtust yfirlýsingar frá tveim ungum mönnum hér í bæ, í grein, er ég skrifaði í Sigl- firðing. Verkuðu þessar yfirlýsingar heldur ónotalega á forustubrodda Æ.F.S. Formaður ÆFS kemur sjálfur fram á sjónarsviðið og birtir tvær yfirlýsingar, sem eiga að afsanna það, sem fram kom í yfirlýsingum þeim, er hér birtust. Önnur yfirlýsing hans er frá Sveinbirni Z„ þar sem hann vottar það, að hann hafi hlerað á tal tveggja' unglinga, sem hann segir hafa verið þá, Sigurð Ellefsen og Jónatan Aðalsteinsson. Vil ég alveg láta lesendurna gera upp um það, hvort þeir trúa heldur því, sem Jónatan segir sjálfur, að Sig- urður hafi sagt við sig, eða ein- hverjum og einhverjum, sem seg- ist hafa heyrt á tal þeirra. Þá birtist yfirlýsing frá Gunnari Jóhannssyni, og er kjarni hennar sá, að S. E. hafi aldrei sagt það, sem í vottorði Þ. B. stendur, við hann (Þorstein). Sem sé, það á að votta það, að „þessi hafi aldrei sagt þetta við þennan!“ Hljóta allir að sjá, hve heimskulegt slíkt ýfirklór er. Með svona látalátum geta þeir, Þó það skipti kannske ekki máli, þá er þó gaman að geta þess að eftir öll vandlætingaskrif postul ans í Neista, getur hann, Jóhann, ekki einu sinni farið með rétt mál í svo smávægilegu atviki eins og því, þegar hann er að segja les- endum Neista iivað ég sé gamall, segir hann mig 16 ára, sem ekki er rétt, frekar en annað hjá hon- um. Hefur Jóhann sjálfsagt getið sér þessa til, þvert ofan í boðorð postulans í Neista, „ekki má geta sér til.“ Stefán Friðbjarnar. ungkommúnistarnir, ekki hulið nekt sína. Það skín í gegn um þann auma málaflutning, sem þeir nota til að dylja sina aumu framkomu gagnvart æskunni í bænum. í umræddri grein EMA, segir hann að þeir, sem undirrituðu vott- orð þau, er birtust áður hér í blað- inu, hafi gert það í hugsunarleysi. Siglfirðingur kom út 15. þ. m., en vottorðin voru undirskrifuð þ. 3. og 4. og þá skírt tekið fram við þá Þ. B. og J. A„ að ef þeim snér- ist hugur um að leyfa að birta vott orðin, skyldu þeir bara afturkalla þau, en það var ekki gert. Þeir voru báðir jafn fúsir að birta vott- orð sín þann 15., er blaðið kom út og ellefu dögum fyrr, er þeir undir rituðu þau. Sjá því allir, að þarna er bara venjuleg kommúnistalýgi hjá EMA., og hversu lúalegra að- ferða hann grípur til í því skini að klóra yfir blekkingarbrellur ÆFS broddanna. Formaður ÆFS setur sig á háan hest og segir, að það verði tekið vægt á yfirsjón Þorsteins. Er draumurinn um austrænt alræði það ríkur í honum, að hann álíti sig geta tekið vægt eða sterkt á gjörðum manna. Að hann geti hegnt þeim, sem ljá sannleikanum fylgi sitt, ef sá sannleikur kemur 1 bága við gjörðir hans eða hans flokks. Einar hyggst að gæða lesendum sínum á gömlu plötunni um aftur- hald Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn er frjálslyndur framfaraflokkur. Stefna hans er frjálslynd umbótastefna, byggð á atvinnufrelsi, verzlunarfrelsi og viðurkenningu eignaréttarins. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stétta, flokkur allra landsmanna. I Reykjavík hefur Sjálfstæðis- flokkurinn haft meirihlutaaðstöðu í fjölda ára. Á þeim árum, sem Sjálfstæðismenn hafa stjórnað Reykjavík, hefur þróunin orðið ör. Nú stendur glæst borg, þar sem UNGKOMMÚNISTA SVARAÐ áður stóð smðþorp. Nú er svo kom ið, að almenningur á hvergi við betri kjör að búa, en einmitt í Reykjavík, og er fólksstraumur- inn, sem liggur til Reykjavíkur næg sönnun fyrir því. En kommúnistar, þeir höfðu á sínum tíma yfirráðin á Bskifirði, og endaði sá stjórnarferill þeirra eins og mönnum er kunnugt með því, að þeir settu bæja'rfélagið á hausinn. Alls staðar er talandi tákn þeirrar óstjórnar, sem leiðir með valda- töku kommúnista. Margoft hefir komið í ljós, að forýstusauðir þeirra hugsa meira um eigin hag, en hag bæjar- eða þjóðfélags síns. Þeir þykjast vera fulltrúar al- þýðunnar, en eru fyrst og fremst fulltrúar sinnar, óseðjandi eigin- girni. Eg þykist nú hafa • svaHað í flestu grein EMA., í 10. tbl. Mjöln- is og mun að sinni ekki fara lengra út í grein hans, en vil aðeins benda honum á það, að jafnvel þótt f jöldi þeirra, ,sem ég sagði, að hefðu gengið í Heimdall, bæri ekki alveg saman við Morgunblaðið, og þó að nokkur nöfn hafa tvíritast í dálk- um Morgunblaðsins, breytir það í engu þeirri staðreynd, að straumur æskunnar liggur undir merki Sjálf stæðisstefnunnar. Eg vil svo enda á orðum hins sigursæla leiðtoga Sjálfstæðisæskunnar í Reykjavík, Jóhanns Hafstein. „Alda hinna ungu, sem nú hefur risið mun brotna yfir Sósíalista- flokkinn, og í útsoginu verða falln- ir fulltrúar hans. Stefán Friðbj. Sparksleðar úr stálrörum GRÆNMETI- Hvítkál Gulrætur Laukur Orangeade Grape Fruit Lim Spuash Cítrónusafi Vorzlun Egils Stefánssonar

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.