Morgunblaðið - 04.04.2011, Síða 1
MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2011
íþróttir
Júdó Þormóður Jónsson öruggur Íslandsmeistari í tveimur flokkum á Íslandsmeistaramótinu.
Hann ætlar að leggja aukinn kraft í þátttöku á heimsbikarmótum næstu mánuðina. 3
Íþróttir
mbl.is
Dennis Hed-
ström, landsliðs-
markvörður í ís-
hokkí, átti
stóran þátt í því
að lið hans Vim-
merby vann sig
upp í 1. deildina í
Svíþjóð á dög-
unum. Vim-
merby þurfti að
fara í gegnum
afar erfiða úrslitakeppni. Henni
lauk með því að fimm lið, þrjú úr 2.
deild og tvö úr 1. deild, börðust um
tvö laus sæti í 1. deild að ári. „Þetta
er mjög erfið leið sem við þurftum
að fara en það hafðist. Spennan var
mikil og jafnan troðfullt enda tekur
heimavöllurinn okkar ekki nema
þúsund manns. Þetta var frábært
keppnistímabil, bæði fyrir mig og
fyrir liðið,“ sagði Dennis í samtali
við Morgunblaðið. Dennis er lyk-
ilmaður í íslenska landsliðinu en
hann á íslenska móður og sænskan
föður.
Dennis er með lausan samning að
loknu þessu tímabili en hefur áhuga
á því að leika með Vimmerby í 1.
deildinni. Félagið ætlar að bjóða
honum nýjan samning en hann hef-
ur einnig fengið fyrirspurnir frá
öðrum félögum. Dennis hóf keppn-
istímabilið í efstu deild í Ungverja-
landi en fór þaðan þegar lið hans
Alban Vola lenti í fjárhagserf-
iðleikum. 1. deildin er þriðja sterk-
asta deildin af sjö í Svíþjóð en ís-
hokkí er vinsælasta íþróttin þar í
landi og þar eru menn atvinnumenn
í bæði 1. og 2. deild. Í 1. deildinni
leikur annar lykilmaður landsliðs-
ins, Emil Alengård, en hann spilar
með Mjölby. Báðir verða þeir á
fleygiferð með íslenska landsliðinu
á HM í Króatíu í næstu viku.
kris@mbl.is
Frábært tíma-
bil hjá Dennis
Dennis
Hedström
Kolbeinn Sig-
þórsson fór
meiddur af leik-
velli í fyrri hálf-
leik þegar lið
hans AZ Alkma-
ar mætti Feye-
noord í hollensku
1. deildinni í
knattspyrnu á
laugardaginn.
Gertjan Verbeek,
þjálfari AZ, sagði í samtali við vef
félagsins, að mögulegt væri að
meiðsli Kolbeins væru það alvarleg
að hann verði frá keppni það sem
eftir er leiktíðar. Þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir náðist ekki í Kolbein í
gær til að leita fregna af meiðsl-
unum.
Fyrir leikinn á laugardag var
Kolbeinn orðaður við hugsanleg
skipti til Feyenoord í frétt hol-
lenska dagblaðsins De Telegraf.
iben@mbl.is
Kolbeinn
lengi úr leik?
Kolbeinn
Sigþórsson
Morgunblaðið/Eggert
Meistari Sævar Birgisson frá Ólafsfirði fagnar sigri í skíðagöngu á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum um helgina. »4-5
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Handknattleikskonurnar Hildur
Þorgeirsdóttir og Karen Knúts-
dóttir úr Fram ganga til liðs við
þýska efstu deildarliðið Blomberg-
Lippe í sumar. Aðeins á eftir að
ganga frá formsatriðum og skrifa
undir samningana sem eru til
tveggja ára með uppsagnarákvæði
eftir eitt ár. Hildur staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi
að fátt gæti komið í veg fyrir að
þær stöllur lékju með Blomberg-
Lippe á næsta leiktíð.
„Þetta er einfaldlega mjög
spennandi tækifæri. Við fórum út
og skoðuðum aðstæður hjá félaginu
fyrir skömmu og mér leist mjög vel
á þær allar og eins á þjálfara liðsins
og hvernig liðið æfir,“ sagði Hildur
en um fullan atvinnumannasamning
er að ræða hjá þeim báðum.
Forsvarsmenn Blomberg-Lippe
hrifust af þeim Karen og Hildi þeg-
ar Fram mætti þýska liðinu í tví-
gang í Evrópukeppni bikarhafa í
vetur og buðu þeim út í framhald-
inu til æfinga með samning í huga.
Karen gat valið úr tilboðum,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, en auk tilboðs frá Blom-
berg-Lippe báru dönsk og norsk
úrvalsdeildarlið víur sína í hana,
m.a. Tvis Holstebro og Levanger í
Noregi sem Ágúst Jóhannsson
þjálfar og Rakel Dögg Bragadóttir
landsliðskona leikur með. Eftir
vandlega skoðun hefur Karen
ákveðið að taka tilboði Blomberg-
Lippe.
Hildur staðfesti að auk tilboðs
frá Blomberg hefði henni staðið til
boða samningur hjá sænska úrvals-
deildarliðinu H 43/Lundagård sem
Þorgerður Anna Atladóttir lands-
liðskona leikur með.
„Þetta verður stórt skref að stíga
fyrir mig,“ segir Hildur sem er
ánægð með samninginn sem henni
stendur til boða hjá Blomberg-
Lippe en liðið hafnaði í 8. sæti
þýsku deildarinnar á dögunum og
leikur nú í úrslitakeppni um þýska
meistaratitilinn.
„Áður en við flytjum út eigum við
eftir að spila við Val til úrslita á Ís-
landsmótinu og stefnan er kveðja
Fram með Íslandsmeistaratitli,“
sagði Hildur Þorgeirsdóttir.
Karen og Hildur til Blomberg
Karen
Knútsdóttir
Hildur
Þorgeirsdóttir
Gátu valið úr tilboðum víða Aðeins formsatriði sem á eftir að ljúka