Morgunblaðið - 14.04.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.04.2011, Qupperneq 8
8 14. apríl 2011finnur.is Ekki myndu allir hafa þann kjark sem þarf til að fara úr þægilegu verkfræðingsstarfi til að elta draum um að smíða skartgripi – og það í miðri kreppu. Steinunn Vala Sigfúsdóttir leyfði hins vegar hjart- anu að ráða og hefur ekki séð eftir því eitt augnablik, en skart- gripahönnun hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og fengið mjög góðar viðtökur. „Þetta hafði brotist um í mér mjög lengi. Annars vegar hef ég alltaf haft mikla ástríðu fyrir list og sköpun en vildi líka læra eitthvað krefjandi og velja öruggu leiðina,“ segir Steinunn. „Ég ætlaði í gullsmíðanám eftir stúdentsprófið en gekk illa að kom- ast á samning svo það varð úr að ég fór í verkfræði í Háskólanum. Ég sá námið sem skynsamlegan kost og leið til að halda öllum möguleikum opnum, en hélt samt áfram að sækja samhliða nám við Myndlistaskólann í Reykjavík.“ Vatt hratt upp á sig Steinunn endaði hjá arkitekta- stofu en þegar verkefnum fór að fækka á árinu 2008 tók hún þá ákvörðun að söðla um. Hún skellti sér í diplómanám við Listaháskóla Íslands og árið 2009 seldi hún sinn fyrsta skartgrip. „Fyrsti hring- urinn varð til í febrúar það ár og um vorið hafði ég fangað áhuga verslana eins og Epals, Kraums og Mýrarinnar. Smám saman vatt þetta allt upp á sig og nú er ég bú- in að stofna fyrirtæki með nokkrar stelpur í hlutastarfi og í febrúar tók ég þátt í minni fyrstu al- þjóðlegu sýningu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.“ Það verður að teljast aðdáun- arvert hvernig Steinunn hefur látið það eftir sér að láta draumana ræt- ast. Hún kveðst skilja mjög vel að fólk sé hrætt við að taka stökkið, enda fylgi því alltaf áhætta og fyrir marga geti verið erfitt stíga svona skref þegar efnahagsástandið er slæmt. Sjálf var Steinunn með barn á leiðinni þegar hún tók stefnuna á skartgripagerðina en á móti kemur að maður hennar er með sæmilegar tekjur og fjölskyldan hafði sloppið frá verstu áhrifum kreppunnar. „Við vorum ekkert sérstaklega illa stödd fjárhagslega, en ég man samt að þegar ég fór fyrst að verða vör við verkefnaskort á teiknistof- unni hafði ég strax samband við Álafoss og sótti um að fá að prjóna peysur. Ég hugsað með mér að ef allt færi á versta veg þá gæti ég í það minnsta drýgt tekjurnar á ágætan hátt.“ Skiptir máli að hafa ástríðu En Steinunn segir það hafa verið mikið gæfuskref að leggja verk- fræðina á hilluna. Það sé allt annað að fást við það sem maður hefur ástríðu fyrir. „Ég hefði kannski aldrei orðið neitt stórfenglegur verkfræðingur. Ég get ekki sagt að ég hafi varið öllum mínum frí- stundum í lestur um verkfræðileg undur,“ segir hún hlæjandi. „Skartgripagerðin er hins vegar eitthvað sem ég gleymi mér al- gjörlega í. Fyrst um sinn var ég örugglega að vinna þrefalt lengri vinnudag en á teiknistofunni, en ég tók varla eftir því þó að ég væri að fram á nótt, ólétt við smíðaborðið að gera hringa og hálsmen.“ Steinunn segir líka miklu auð- veldara að skara fram úr og ná ár- angri þegar maður fæst við það sem maður hefur virkilega gaman af. „Þá kemst maður ekki hjá því að pæla í viðfangsefninu allar vöku- stundir, er með brennandi áhuga og nánast óþrjótandi vinnukraft. Svo líklega er það minni áhætta en fólk gjarnan telur að fylgja draum- um sínum og gera það sem maður hefur ástríðu fyrir að starfi sínu.“ Nú er svo komið að skart- gripaframleiðslan veitir Steinunni ágætar tekjur og hún kveðst líka mjög ánægð með að hafa tekist að skapa atvinnu fyrir það íslenska handverksfólk sem hún starfar með. Gripirnir hennar vöktu at- hygli á sýningunni í Kaupmanna- höfn og þónokkur útflutningur framundan. www.hringeftirhring.is ai@mbl.is Steinunn Vala Sigfúsdóttir vék úr verkfræðinni og helgar sig skartgripagerð Með ástríðu fyrir list og sköpun Morgunblaðið/Kristinn „Pæli í viðfangsefninu allar vökustundir,“ segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir skartgripahönnuður á vinnustofu sinni. Fallegir listmunir. „Skartgripagerðin er eitthvað sem ég gleymi mér algjörlega í,“ segir Steinunn, en hún lét drauminn rætast er hún hóf listmunasmíði. Skarpgripir Steinunnar Völu eru fal- legir og gerðir af meistarhöndum. Glöggir lesendur ættu að kannast við Steinunni Völu sem í fimm ár gegndi hlut- verki stigavarðar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskóla í Sjónvarp- inu. Hún segist samt varla geta kallast fræg fyrir það starf. „Ég fann reyndar stundum fyrir því, helst á meðan keppnin stóð yfir, að fólk veitti mér eftirtekt úti á götu. Svo fjaraði sú athygli fljótt út eftir því sem lengra leið frá útsendingum. Reyndar fæ ég enn, við og við, vinalegar kveðjur frá ókunnugu fólki sem ég mæti á förnum vegi, og mig grunar að það haldi að ég sé kannski fjarskyld frænka því það kemur ekki alveg fyrir sig af hverju andlitið er svona kunnuglegt,“ segir Steinunn og kveðst hafa mjög gaman af þessum kveðjum. „Ég er líka hvort eð er þannig upp alin að ég reyni að heilsa öllum sem ég mæti og þykir það góður siður.“ Fjarskyld frænka? Til leigu eða sölu atvinnuhúsnæði í Vatnagörðum Albert og Domusnova kynna: Vel staðsett atvinnuhúsnæði í Vatnagörðum 12 Domusnova fasteignasala - Turninum 12 hæð - 201 Kópavogur - Sími 527 1717 - Axel Axelsson löggiltur fasteignasali Góð bílastæði og mikið útisvæði, einnig er aðkoman afar góð. GOTT AUGLÝSINGAGILDI. Húsnæðið skiptist í 568,3 fm vinnslusal með 7-8 metra lofthæð, tvennar stórar innkeyrsludyr ásamt tveimur minni innkomudyrum. Í austur- endanum er milliloft með ca. 126,2 fm rými uppi með þremur skrifstofum, opnu rými og salerni. Auðvelt er að leigja þessa einingu út sér. Neðri hæðin, sem er 135,8 fm er í austurenda en þar er verslunarrými með steinteppum og góðum gluggum, tvær skrifstofur, kaffistofa með góðri aðstöðu, snyrting og ræstikompa. Hluti eignarinnar (484,6 fm) er í góðri langtímaleigu en heildareignin er samtals 1314,9 fm. Byggingar- möguleikar á lóðinni. Eignin var tekin í gegn fyrir 3 árum. Leiguverð er 1.000.- pr fm. Ásett verð er 173,8 millj. kr. LAUST VIÐ SAMNING EÐA EFTIR NÁNARA SAMKOMULAGI. Allar nánari upplýsingar veitir Albert Bjarni Úlfarsson í síma 821 0626 eða á albert@domusnova.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.