Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 22
Nýleg könnun banda-rísku bílavefsíðunnarTrueCar.com hefurvakið töluverða at- hygli. Könnunin, sem skoðaði kaup á átta milljónum bíla á árinu 2010 komst að þeirri niðurstöðu að bandarískar konur velja bíla einkum út frá verði, eyðslu og notagildi, en karlmenn séu lík- legri til að láta útlit, kraft og stærð ráða valinu á nýjum bíl. Í uppáhaldi hjá körlum eru þá framleiðendur eins og Ferrari, Maserati, Porche og GMC á með- an konurnar hafa hugann við framleiðendur á borð við Mini, KIA, Honda og Nissan. Ekki sérstök kynjaskipting Haraldur Þ. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Toyota í Kópavogi, segir flest benda til þess að á Ís- landi hafi kynin mun líkari smekk þegar kemur að bílakaupum. „Ef þú tekur íslenskan karl og konu, í svipuðu starfi og með svipuð laun og áhugamál þá er það raunin að þau velja oft svip- aða bíla. Lítill munur virðist vera á milli karla og kvenna t.d. þegar kemur að sölu á stórum bílum eins og Land Cruiser 150, eða litlum eins og Yaris,“ segir hann. „Það er heldur ekki að sjá að sér- stök kynjaskipting sé á heim- ilunum um hver sér um bílavalið, og konurnar eiga jafnmikinn þátt í ákvarðanatöku og karlar. Þetta er óneitanlega breyting frá því sem var þegar ég byrjaði sjálfur störf í þessum geira fyrir tæpum þremur áratugum.“ Haraldur gefur lítið fyrir kenn- ingar um að konur fælist stóra bíla, þar sem það geti verið erfitt að komast upp í þá og vanda- samara að leggja í stæði. „Konan mín ók t.d. á Land Cruiser og þótti sérlega þægilegt að leggja honum m.a. vegna þess hvað hún gat séð vel út úr bíln- um. Stærri bílarnir eru líka iðu- lega með gangbrettum svo það er jafnvel auðveldara að komast um borð en í upp í margar minni teg- undir.“ Það er helst að greina megi skýrari kynjaskiptingu þeg- ar komið er út í stóra og breytta bíla fyrir sannkallaða bíladellu- menn. „Karlarnir eru meira áber- andi í kaupum t.d. á Hilux- pallbílum enda ertu þá kominn með bíl sem hægt er að breyta mikið, setja hann t.d. á stærri dekk, hús, ljóskastara og margt fleira skemmtilegt,“ segir Har- aldur og bætir við hlæjandi að hann aki einmitt um á einum slík- um.“ Bílar fyrir ólík æviskeið Haraldur segir ekki einu sinni hægt að greina að karlar og kon-  Minni munur á bílavali kvenna og karla á Íslandi en í Bandaríkjunum  Karlarnir líkle Vilja kynin ólíka bílar22 14. apríl 2011 Næstkomandi laugardag, 16. apríl, halda Brimborg og Íslenski Mustang- klúbburinn veglega sýningu í hús- næði Brimborgar á Bíldshöfða 6 þar sem þemað verður goðsögnin Ford Mustang Boss 302. Opið er frá kl. 10 til 16 og eru allir velkomnir. Hátt í þrjátíu bílar verða til sýnis á inni- og útisvæði og eru margir bílanna bæði sjaldgæfir og verðmætir gripir. Myndmálið áberandi Litadýrð, áberandi myndmál og kraftabílar voru ráðandi árið 1969 þegar Boss 302 bíllinn kom fyrst á markað. Villtir litir eins og skærgult, kalipsókóralrautt og Acapulcoblátt voru algengir á amerískum kraftabíl- um en Mustang stóð upp úr með svörtum Boss-merkingum á hlið- unum og fór ekki framhjá neinum. Ford náði mikill athygli með Boss 302-bílnum þrátt fyrir að bíllinn væri fyrst og fremst framleiddur til að full- nægja kröfum til kappaksturs. Af fyrstu árgerðinni voru framleiddir 1934 bílar og urðu þeir víðfrægir vegna góðs árangurs í kappakstri og eins vegna þess sjónarspils sem fylgdi þessum bílum hvert sem þeir fóru. Yfir 800 bílar á Íslandi Á Íslandi koma stanslaust nýir Mustang-bílar fram á sjónarsviðið og djúp efnahagslægð hefur ekki einu sinni áhrif á hörðustu aðdáendur Ford Mustang. Á Íslandi eru yfir 800 Ford Mustang-bílar og á meðal þeirra má finna afar sjaldgæfa gripi eins og Saleen-, Shelby-, Boss- og Mach-gerðirnar. Afmælissýning Mustang í Brimborg Goðsögnin í kastljósinu Mustang hefur alltaf átt fjölda aðdáenda á Íslandi og verður sýningin um helgina því án vafa fjölsótt og raunar mæta bílaáhugamenn alltaf vel á svona atburði. Haraldur segir bílakaupendur skiptast í tvo hópa: Annars vegar er hóp- urinn sem lítur fyrst og fremst á bílinn sem tæki til að komast frá punkti A til punkts B á sem hagkvæmastan máta og metur bílinn út frá nota- gildi. Hins vegar séu hinir sem velja sér bíl til að endurspegla persónu- leika sinn og ímynd, en hafa kannski minni áhyggjur af verði og rekstr- arkostnaði. Að sögn Haraldar virðast fleiri vera að færast yfir í notagildishópinn. „Í dag eru margir sem velta mjög mikið fyrir sér atriðum eins og elds- neytisnotkun og endursöluverði. Þetta eru algjör umskipti frá árinu 2007 þegar hagkvæmni bílsins var aftarlega í forgangsröð. Núna eru neytendur orðnir mun passasamari.“ Salan virðist vera farin að ná sér aftur á strik eftir dýfu undanfarin ár. Þannig seldust í mars 55 nýir bílar, og segir Haraldur að t.d. hafi mikið selst af Land Cruiser-jeppum og þá hafi nýr Lexus CT 200-tvinnbíll fengið góðar viðtökur. Notagildi eða ímynd Volkswagen Polo sigraði í síðustu Sparaksturskeppni Atlantsolíu og fór 100 km á aðeins 2,93 lítrum. Þessi nafnbót er skemmtileg viðbót í safnið hjá Polo sem einnig var valinn Alheimsbíll ársins 2010 og Bíll ársins 2010 í Evrópu. Nýttu þér hagstætt verð og sparaðu á verðlaunabílnum Polo! Das Auto. Sparar sig vel á Íslandi Sigurvegari Nýr Polo kostar aðeins 2.290.000 kr. *Polo Trendline 1.2 MPI, 70 hestöfl, beinskiptur. www.volkswagen.is OPIÐ 10-18 OG 12-16 Á LAUGARD. - Komdu og reynsluaktu sparneytnasta bíl landsins Frábært verð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.