Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Gleðilega páska
www.lyfja.is
Hjá okkur er opið alla páskana,
einnig föstudaginn langa og páskadag.
Lyfja Lágmúla kl. 7–01
Lyfja Smáratorgi kl. 8 –24
15.04.2011
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Elín Albertsdóttir elal@simnet.is
Guðrún S. Guðlaugsdóttir
gudrunsg@gmail.com
Karl Eskil Pálsson
karlesp@simnet.is
Auglýsingar
Katrín Theodórsdóttir
kata@mbl.is
Forsíðumyndin er af páskaung-
um í Mosfellsbæ. Ljósmyndari
Sigurgeir Sigurðsson.
Prentun
Landsprent ehf.
LifunPáskar
10
Tilhlökkun, segir
Þuríður sem syngur á
Siglufirði um páskana.
26
Mugison fer aldrei
suður en fær fólkið
þess í stað vestur.
12
Páskaliljur og túlípanar
í Átján rauðum rósum
í Kópavogi.
28
Margir eiga sér sæludaga
í sveitinni um páska og
fara í sumarhúsið sitt.
4
Páskarnir flytja þjóðinni mikilvægan boðskap, segir sr.
Guðrún Karlsdóttir Grafarvogsprestur.
Páskarnir eru besti tími árs og eru landanum
kærkomið frí. Eftir langan vetur er dagana loks
farið að lengja og nú er orðið bjart vel fram á
kvöld. Á gönguferðum úti í náttúrunni má
skynja að vorið liggur í loftinu og sumstaðar
eru grænar gróðurnálar farnar að skjóta sér
upp úr sverði sinugróðurs. Raunar er þetta
meira en vorboði; keimur af sumri er réttorðari
lýsing.
Margir nota páskana til þess að bregða sér
eitthvað út úr bænum; fara í sumarbústað,
heimsækja vini og ættingja, upp til fjalla og svo
mætti áfram telja. Þá hafa nokkrir staðir úti á
landi skorað mjög hátt sem vinsælir viðkomu-
staðir fólks sem bregður undir sig betri fæt-
inum um páskana. Má þar til dæmis nefna
skíðasvæðin á Akureyri og Oddsskarðið fyrir
austan sem þar í sveit er farið að kalla aust-
firsku alpana.
Lífið sigrar alltaf
Fyrst og síðast eru páskarnir þó trúarleg há-
tíð. Á föstudaginn langa var Jesús Kristur
krossfestur á Golgata. Á Hausaskeljastað, eins
og Davíð Stefánsson orti. Var lagður í gröf sína,
reis svo upp og sannaði með því að lífið sigrar
alltaf dauðann og að hið góða hefur alltaf und-
irtökin.
„Atburðir páskahátíðarinnar segja okkur
margt um fyrirgefningu og sátt og það er boð-
skapur sem alltaf er mikilvægur og okkur veitir
ekki af að minna okkur reglulega á. Atburðirnir
segja okkur að Guð er fyrirgefandi Guð sem vill
sátt við mannfólkið og hvetur okkur til lífs í sátt
og samlyndi,“ segir sr. Guðrún Karlsdóttir,
prestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík, í samtali
við Páskablað Morgunblaðsins.
Skip við sjóndeildarhring
Og nú víkur veturinn og hvarvetna sjáum við
hin ytri tákn um betri tíð. Meira að segja hátíð-
leiki páskanna og gleðin yfir birtu daganna leið-
ir til þess að svartagallsfréttirnar, sem eru svo
áberandi í blöðum og ljósvaka, víkja fyrir öðru
um stundarsakir. Satt að segja er þetta sem
við sjáum skip út við sjóndeildarhring hlaðið
vistum til fólksins sem hefur þraukað langan
vetur á köldu landi. Gulur litur páskanna, sem
táknar vonina, er áberandi og hefur vísast aldr-
ei haft meira gildi – og þýðingu – en einmitt nú.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Páskabörn Páskagleðin er áberandi og vonin er ríkjandi - nú þegar veturinn víkur og hvarvetna sjást hin ytri tákn um betri tíð.
Veturinn víkur og vonin sigrar allt