Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 6

Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ O rðið fasta er til í mörgum ná- grannatungumálum okkar og á sér því fornar rætur, væntanlega í gotnesku, þar sem það merkir að halda eitthvað (t.d. boðorð) eða virða fyrir sér (t.d. atburði). Þaðan hefur það runnið inn í mörg tungumál, m.a. ensku, þýsku og Norðurlandamálin,“ segir séra Gunnar Kristjánsson sem er prófastur Kjal- arnesprófastdæmis. Hann hefur í áratugi þjónað sem sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós en þjóðinni er hann ef til vill best þekktur sem fyrirlestari meðal annars í út- varpi þar sem hann hefur tjáð sig um marg- vísleg guðfræðileg efni með svo grein- argóðum hætti að mál verða auðskilin - leikum jafnt sem lærðum. Hugsa dýpra um eigið líf „Fasta vísar til aðhalds í mat og drykk, oftast byggist sú ákvörðun á frjálsum vilja einstaklingsins til sjálfsstyrkingar og ein- beitingar, yfirleitt í trúarlegum tilgangi. Enda eru föstur vel þekktar í öllum trúar- brögðum langt aftur í aldir. Helstu leiðtogar trúarbragðanna föstuðu í aðdraganda mikilla atburða, Jesús fastaði, einnig Móse og Elía og það gerðu Búdda og Múhameð. Í trúar- brögðum er víða gert ráð fyrir föstum, til dæmis á ákveðnum tímabilum, til undirbún- ings stórhátíða eða af öðru tilefni, í Gamla testamentinu eru mörg ákvæði um föstur. Tilgangurinn er yfirleitt einhvers konar und- irbúningur vegna þess að fastan hefur áhrif á líkamsstarfsemina og andlegt ástand. Ýms- ar tímabundnar breytingar gerast í heil- anum sem menn hafa sýnt áhuga á og rann- sakað á undanförnum árum og áratugum.“ Hvað hafa þær rannsóknir leitt í ljós? „Þegar við föstum, það er að segja borð- um minna en okkur er eðlilegt og neytum jafnvel engrar fastrar fæðu tímabundið, að- eins vökva, þá verða breytingar í efnaskipt- um líkamans. Við slíkar breytingar skynja menn ákveðna vellíðan þrátt fyrir hung- urtilfinningu. Ein ástæðan fyrir því er að boðefnið serótónin – sem er stundum kallað gleðihormónið – verður áhrifameira í heila- starfseminni og því fylgir jákvæð tilfinning. Fólki líður vel og skynjar frið í líkama og sál. Ýmsar áhugaverðar rannsóknir eru í gangi um þetta efni.“ Hvað er að segja um föstur nútímans? „Föstur í einhverri mynd eru mjög al- gengar, einkum í aðdraganda páskanna. Mörg klaustur á meginlandinu bjóða nú upp á viku föstu fyrir almenning þar sem ákveð- ið mataræði liggur til grundvallar. Fólk upp- lifir föstuna og finnur jákvæðar hliðar henn- ar undir leiðsögn fagmanna. Klaustrin búa að hefð og miklum þekkingarforða um föst- ur og mataræði sem þeim tengist. Vinsældir svona föstuvikna fara vaxandi.“ Eru Kyrrðardagar í Skálholti af þessu tagi? „Þeir líkjast þessu áreiðanlega að ein- hverju leyti. Í föstuvikum í klaustrunum er áherslan á mataræði og jafnframt ýmsu sem tengist lífsstíl, í klausturklefanum er aðeins rúmflet, stóll, skápur og kannski lítið borð. Þátttakendur taka ákvörðun um að pakka niður símanum og öll tölvusamskipti detta út. Boðið er upp á fræðsludagskrár, útivist og eitt og annað, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Allt miðar þetta að hinum eig- inlega tilgangi föstunnar: að losna undan áreiti hversdagsins en komast í staðinn nær sjálfum sér. Fastan opnar leiðina til þess að hugsa dýpra um eigið líf, tilgang og merk- ingu lífsins, hugleiðingar um píslarsögu Jesú og upprisuna eru tilvalin efni í þeim til- gangi.“ Höfðu mótast í meinlæti Hvað með föstu t.d. á Íslandi í þjóðkirkjunni? „Föstur í mat og drykk lögðust af við sið- bótina um miðja sextándu öld. Breytinguna má orða þannig að þjóðin hafi haldið föstu án þess að fasta. Við siðbótina verður áherslan á hugleiðingar um píslarsöguna. Marteinn Lúther og Katarína von Bóra kona hans höfðu mótast í klaustrum, m.a. við föstur og jafnvel meinlæti. Þegar þau yf- irgáfu klaustrin, gengu í hjónaband og stofnuðu heimili lögðu þau niður föstur í mat og drykk, Lúther hafnaði allri lögmáls- hyggju og öllum fyrirskipunum um lífsstíl. Hann taldi að maðurinn ætti að vera al- gjörlega frjáls í slíkum efnum, auk þess var hann ekki hlynntur föstum að því er virðist og hafði ekki góða reynslu af þeim. Í stað- inn lagði hann grunn að nýju inntaki föst- unnar, hann taldi að kristnir menn hefðu gott af að hugleiða píslarsögu Krists alla lönguföstu, frá öskudegi fram að páskadegi og raunar allt árið að meira eða minna leyti. Lútherska fastan beinist því ekki að mat og drykk heldur að hugleiðingum og umhugsun um píslarsögu Jesú Krists,“ segir Gunnar og heldur áfram: Föstutíminn blómaskeið listanna „Á lútherskum svæðum meginlandsins varð föstutíminn blómaskeið listanna. Þá urðu til passíur og önnur ódauðleg tónverk t.d. eftir Bach, Händel, Telemann og fleiri þekkt tónskáld barokktímans. Og bók- menntir um sama efni blómstruðu einnig, um þjáningar og dauða Jesú, þar eru Pass- íusálmar Hallgríms Péturssonar gott dæmi. Þetta er meginbreytingin sem gerist með siðbót Lúthers. Hann lagði áherslu á þján- ingu og dauða Jesú; þannig var trúarmenn- ing á hans tímum, hún festist í sessi og setti svip sinn á trúariðkun Íslendinga. Fasta í mataræði dettur að mestu út á Íslandi, ekki get ég þó fullyrt að hún hafi alveg horfið, svo margt úr kaþólskum sið virðist hafa lif- að hér öldum saman. Í frumkristninni var svona löng fasta ekki til. Þá bendir allt til að fastan hafi aðeins verið nokkrir dagar, svo sem vika fyrir páska og tilgangurinn hafi verið undirbúningur undir páskana, og yfirbragðið hafi verið gleði páskanna.“ „Þá verið ekki döpur í bragði“ Hvað með merkingar orða eins og að fasta fyrir aðgerðir eða fasta til að grenna sig? „Merking orðsins hefur þá einfaldlega hnikast til og vísar þá eingöngu til þess að neyta engrar fæðu, eða að minnsta kosti engrar fastrar fæðu. Ég reikna með að orðið að fasta tengist nú mat að mestu leyti en hinn þátturinn, hugleiðing um píslarsöguna, eigi í vök að verjast.“ Hefur kirkjan gert í því að innleiða á ný hugleiðingu um píslarsöguna? „Ég get ekki sagt að svo sé. Að vísu voru föstumessur fyrir nokkrum áratugum á mið- vikudagskvöldum í mörgum kirkjum lands- ins, einkum þó í þéttbýli, frá öskudegi fram í dymbilviku. Ég reikna ekki með að sá siður sé með öllu aflagður enda er fjölbreytt helgi- hald og tónlistarlíf víða í þéttbýlinu á föstu. Það er engu að síður full ástæða til að end- urvekja föstuna hér á landi, en þá ekki að- eins með því að lesa Passíusálmana eins og víða hefur verið gert og er áhugavert heldur einnig með nýsköpun trúarhugsunarinnar og endurvekja hinn forna tilgang, þar sem fast- an var undirbúningur undir páskana. Þannig fengi hún annað yfirbragð sem full rök eru fyrir. Hver tími hlýtur að móta sína trúarmenningu, barokktíminn mótaði sína, við eigum að finna okkar stíl. Það væri verð- ugt verkefni fyrir söfnuðina að endurvekja föstuna með nýjum áherslum og þá í anda páskanna og orða Jesú í Fjallræðunni: Þeg- ar þér fastið þá verið ekki döpur í bragði.“ Meira en orðið tómt Hefur þú sjálfur fastað? „Ég get varla sagt það, engu að síður hef ég prófað að fasta og það er í sjálfu sér góð reynsla. Ég hef dvalið í klaustrum og þá tekið þátt í helgihaldi og kynnst þessari um- ræðu og reynslu annarra.“ Komst þú í upphafið ástand? „Það er fullmikið sagt en samt þarf ekki mikið til svo að maður finni að fasta er meira en orðið tómt og einhver ástæða er fyrir því að hún hefur alla tíð verði afar út- breidd, einnig á okkar tímum.“ gudrunsg@gmail.com Fastandi skynjum við frið í sálinni Aðhald „Föstur í mat og drykk lögðust af við siðbótina um miðja sextándu öld. Breytinguna má orða þannig að þjóðin hafi haldið föstu án þess að fasta," segir sr. Gunnar Kristjánsson. Að fasta er hugtak sem flestir sem komnir eru til vits og ára þekkja. Við þekkjum líka merkinguna að vera fastandi, það er að hafa ekki neytt matar né drykkjar í nokkurn tíma. En hver skyldi vera frum- hugsun orðsins fasta? Um þetta var dr. Gunnar Kristjánsson pró- fastur spurður. Það væri verðugt verkefni fyrir söfnuðina að endurvekja föst- una með nýjum áherslum og þá í anda páskanna og orða Jesú í Fjallræðunni: Þegar þér fastið þá verið ekki döpur í bragði.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.