Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 8

Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ „Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn. Drottinn heyr þú raust mína, Lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína.“ Þ að er eitthvað heillandi við fegurðina. Ofangreindur texti er tekinn úr bókinni; Út í birtuna. Hún hefur yf- ir sér látlausan yndisþokka og hún fer vel í hendi. Við sitjum þrjár saman, horfum á þessa bók og flettum henni. Um árabil sá dr. Arn- fríður Guðmundsdóttir öðru hvoru um Morgunbænir í Ríkisútvarpinu, hugvekjur um efni sem hún valdi úr Biblíunni. Bókin Út í birtuna er unnin úr því efni og kom út nýlega hjá bóka- forlaginu Sölku. Listakonan Æja, Þórey Magnúsdóttir, hefur skapað myndverk sem birtast þarna með fyrrnefndu lesefni. Sýning stendur yfir fram yfir páska á myndunum í Langholtskirkju. Ég átti mína barnatrú En hvað varð til þess að Arnfríði datt í hug að gefa hugvekjurnar út? „Ég hafði séð fallegar bækur er- lendis sem eru að vissu leyti fyr- irmyndir að þessari bók. Þegar ég var komin með dágott safn af efni og hafði kynnst Æju, sem hafði áhuga á að vinna með trúarlegt þema, lagði ég þessa hugmynd fram. Mér finnst mikilvægt að í svona bók séu það ekki bara orðin sem tala til fólks heldur líka myndefnið,“ segir Arn- fríður En út frá hverju vann Æja sína myndsköpun? „Ég sem leikmaður hef áður unnið með trúarlega list, gerði til dæmis altaristöflu í kirkjuna á Fitjum í Skorradal og hef unnið að mynd- sköpun fyrir Þorlákskirkju og Bú- staðakirkju. Þessi hugmynd Arn- fríðar höfðaði því til mín,“ svarar Æja. „Þarna fékk ég tækifæri til að vinna út frá mínum trúarhug- myndum. Ég gerði þetta þannig að ég meðtók anda efnisins og hugsaði svo út frá því um liti og form. Í myndsköpun minni í þessari bók er ýmislegt úr mínum hugarheimi sem ég bý að frá því ég var lítil. Ég átti mína barnatrú en hún vex upp með manni og þroskast eins og maður sjálfur. Þetta var skemmtilegt en krefjandi verkefni sem ég kom að aftur og aftur með hléum. Í myndlist þarf mikið að hugsa og ég fékk tæki- færi til þess því nokkur ár liðu frá því þetta kom fyrst til tals og þangað til bókin kom út. Myndirnar eru unnar úr olíu, vaxi og marmarasalla.“ Hugmynd að veruleika Dr. Arnfríður hefur gefið út fræði- bókina Meeting God on the Cross hjá Oxford University Press og einn- ig ritstýrt greinasafni ásamt Krist- ínu Ástgeirsdóttur um kvennabar- áttu og kristna trú. Bókina Út í birtuna vann hún samhliða því starfi. „Ég kom til Æju í desember 2004. Ég var þá í barneignarleyfi og datt í hug að gera hugmynd mína að þess- ari bók að veruleika. Ég hafði fengið mynd eftir Æju að gjöf þegar ég lauk doktorsprófi 1996 og hrifist af henni. Þess vegna leitaði ég til hennar. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með hve myndirnar hennar hafa tek- ið margvíslegum breytingum frá því þetta kom til tals og þangað til bókin varð að veruleika.“ Hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Góðir hlutir taka langan tíma,“ segir þær Arnfríður og Æja. Textinn og myndirnar þróuðust samhliða og þeim stöllum var vel tekið hjá bóka- forlaginu Sölku þegar bókarhug- myndin var lögð þar fyrir 2005. „Ólöf Jóna Guðmundsdóttir hann- aði útlit bókarinnar – sem búin er til og gefin út af konum. En hún er ætluð fólki af báðum kynjum og öll- um aldri. Strax vildu þær hjá Sölku hafa þetta fallega og tímalausa gjafabók sem hentar vel til að hafa uppi við og fletta í. Efni hennar á erindi við fólk, manneskjan er söm og áður fyrr. Þetta er bók sem ekki þarf að lesa frá upphafi til enda heldur er hver opna hennar sjálf- stæð,“ segir Arnfríður. Erindi og tilgangur „Ég fékk um daginn bréf frá konu sem misst hafði son sinn í mjög sorglegu slysi fyrir skömmu. Hún sagði: „Mig langar til að þakka þér fyrir bókina, ég veit ekki hvern- ig ég hefði komist í gegnum þennan erfiða tíma nema af því ég hafði hana.“ Þessi orð snertu mig mikið. Þetta eina atvik hefur fullvissað mig um að bókin á erindi og til- gang.“ gudrunsg@gmail.com Orðin og myndefnið tala til fólksins Morgunblaðið/Golli Í Háskólakapellunni Þórey Magnúsdóttir, Æja, og Arnfríður Guðmundsdóttir. „Tækifæri til að vinna út frá trúarhugmyndum,“ segir sú síðarnefnda. Dr. Arnfríður Guðmunds- dóttir guðfræðingur og listakonan Æja hafa gefið út bókina Út í birtuna. Efni- viðurinn er sóttur í Biblí- una. Efnið á erindi við fólk og manneskjan er söm og áður fyrr. Opnaður verður sveitamarkaður að bænum Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði nú um páskana. Þar verður á boðstólum ýmislegt úr matarkistu héraðsins sem og ýmiss konar handverk kvenna í héraðinu. „Þetta hefur lengi verið í bígerð en við væntum þess að markaðurinn verði aðdráttarafl fyrir fólk sem fer hér um sveitina,“ segir Brynja Brynjarsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Hraunsnefi, í samtali við Morg- unblaðið. Á Hraunsnefi, sem er skammt fyrir ofan Bifröst, er tíu herbergja sveitahótel og nokkur snotur smá- hýsi. Þá er á svæðinu leiksvæði fyrir börn. „Við verðum með margt mjög skemmtilegt úr sveitinni hér á markaðnum. Þar nefni ég til dæmis brodd úr kúnum á Glitstöðum, gúrkur frá garðyrkjubændunum á Varmalandi og egg orpin hér á bæn- um,“ segir Brynja en þau Jóhann Harðarson eiginmaður hennar búa með hænur, svín, hesta og hunda – sem alltaf er ævintýri fyrir borg- arbörn að heilsa upp á. Sveitamarkaðurinn á Hraunsnefi verður nú um páskana opinn frá há- degi og fram til klukkan 21 á kvöld- in. Eftir páska verður opið síðdegis, en svo alla daga frá hádegi og langt fram á kvöld þegar kemur fram á sumarið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarfjörður Hlið og heimreið að Hraunsnefi vekja eftirtekt. Opna sveitamarkað í Borgarfirði Broddur, gúrkur og egg. Íslenskar ullarvörur frá konum í sveitinni. Grísir Öllum krökkum finnst gaman að sjá dýrin í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.