Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
É
g stofnaði þessa blóma-
búð fyrir fjórum árum og
hef nýverið stækkað
hana, það gerðist þegar
pósthúsið hér við hliðina
flutti,“ segir blómasalinn, Sigríður
Gunnarsdóttir, gjarnan kölluð
Didda. Hún ráðslagar meðfram
samtalinu við blaðamann með
Hreini Kristóferssyni blómarækt-
anda í Hveragerði um hversu mik-
ið af páskaliljum, gulum túlípönum
og krísum hún þurfi að fá fyrir
hátíðina.
Rósir alltaf vinsælar
„Ég kaupi blóm af Hreini og svo
af blómaheildsölunum,“ segir
Didda. „Einu sinni í viku panta ég
svo innfluttar jurtir, svo sem
„meðlæti“ sem ég nota með af-
skornum blómum, greinar og þess
háttar og svo blóm sem ekki eru
ræktuð hér, flamingóblóm og orkí-
deur til dæmis,“ bætir hún við.
Hún kveður orkídeur í afhaldi
bæði sem pottablóm og einnig af-
skornar. En hvað með rósir?
„Rósir er alltaf jafn vinsælar.
Ég kaupi eingöngu íslenskar rós-
ir,“ segir Didda.
En hvernig á að fá rósir til
þess að springa almennilega út?
„Fyrst og fremst að hafa vasana
hreina. Best er að skola þá með
klórvatni eftir að hafa þvegið þá
og skola þá svo úr hreinu vatni.
Svo er nauðsynlegt að skera
reglulega neðan af rósunum. Nú
seljum við tæki sem fólk getur
notað heima til að skera af rósa-
leggjunum, það framlengir
blómgvunartíma þeirra,“ segir hún
og bætir við að gott sé að skipta
um vatn.
„Við setjum þær út í sjóðandi
vatn þegar við skerum rósirnar
fyrst og svo kalt vatn út í með
næringu. Eldri kona hér í bæ
sagði okkur hér um daginn að ef
rós hengir haus sé gott að skera
hana ofar á leggnum og setja hana
svo á bólakaf ofan í kalt vatn yfir
nótt – þá stendur rósin í viku á
eftir.“
Kalt vatn og lítið á páskaliljum
og túlípönum
En hvað með túlípana og páska-
liljur?„Gott er að hafa lítið og kalt
vatn á þeim blómum. Sumir setja
meira að segja klakavatn á þau
blóm. Ef túlípanar fá of mikið
vatn þá vaxa þeir fljótt úr sér,
þeir taka inn vatn með blöðunum
einnig,“ segir Didda.
Seljið þið mikið af greinum?
„Já, þær eru hafðar með af-
skornu blómunum. Hingað kom
eldri maður fyrir skömmu og gaf
okkur talsvert af afklipptum
greinum. Einnig fengum við grein-
ar hjá garðyrkjumanni sem hefur
verið að klippa í görðum.“
Kaupir fólk fremur afskorin
blóm en pottablóm?
„Miklu meira er keypt af af-
skornum blómum en samt er að
aukast að fólki kaupi pottablóm,
einkum tískublóm einsog orkídeur.
Hortensíur eru líka vinsælar,
þeirra tími er núna.“
Hitinn er ekki góður
Er mikilvægt að geyma af-
skorin blóm og skreytingar í
kulda?
„Já, við gerum það alltaf og ég
ráðlegg fólk að gera það, þess
vegna inni í ísskáp ef það hefur
pláss þar. Ef veðrið er þannig má
líka geyma blómin úti á svölum.
Afskorin blóm endast lengur í
kulda, sól og hiti er ekki gott um-
hverfi fyrir þau.“
Hefur mikil blómasala verið í
kringum fermingarnar núna?
„Já, það er alltaf selt mikið þá
en heldur hefur þó dregið úr
blómakaupum, það eru ekki allir
sem eiga peninga núna. Meira er
þá keypt af ódýrari blómum – túl-
ípanar eru t.d. ekki dýrir. Það er
alltaf vinsælt að koma með blóm
t.d. í matarboð. Nú fer fólk ekki
eins mikið til útlanda og áður. Í
staðinn heldur það boð, afmælis-
og matarboð. Gestir kaupa þá
gjarnan blóm til að koma með –
jafnvel eina og eina rós. – Rósin
er nú einu sinni nefnd drottning
blómanna.“
gudrunsg@gmail.com
Páskaliljur, túlípanar og rósir
Blóm eru eitt vinsælasta
skrautið um páskahátíð-
ina. Í blómabúðinni Átján
rauðum rósum við Hamra-
borg í Kópavogi eru þau í
öllum regnbogans litum –
en nú eru að koma páskar
og þá er guli liturinn eft-
irsóttur.
Morgunblaðið/Guðrún S.G.
Endingargóð Krísur eru gullfalleg blóm og dugleg. Falleg páskaskreyting.
Fallegt Undurfögur eggjaskreyting sem sómir sér vel á hátíðarborði.
Blómakona Sigríður Gunnarsdóttir, Didda, með hina ástsælu gulu túlípana.
Túlípanar Þessi fallega skreyting tekur sig vel út og vekur eftirtekt.
Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í
skák fer fram um páskana á Eiðum á
Fljótsdalshéraði. Mótið hefst nú í dag,
föstudaginn 15. apríl, þegar Björn
Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdals-
héraðs, leikur fyrsta leikinn. Tíu af
sterkustu skákmönnum landsins taka
þátt í mótinu. Íslandsmótið nú er það
sterkasta í mörg herrans ár en þrír
stórmeistarar eru með.
Mótið er það fyrsta sem haldið er á
Austurlandi í 21 ár en síðast var það
haldið á Höfn í Hornafirði árið 1990.
Það mót var sögulegt en þá sigraði
Héðinn Steingrímsson, yngstur allra,
15 ára. Það met stendur enn.
Auk Héðins tekur einn fyrrverandi
Íslandsmeistari þátt í mótinu, Henrik
Danielsen, en hann sigraði á Íslands-
mótinu í skák sem fram fór 2009 á
Bolungarvík. Í aðdraganda mótsins
fóru kennarar á Skákskóla Íslands í
heimsókn í rúman tug skóla á Austur-
landi og boðuðu fagnaðarerindið.
Meðal annarra keppenda má nefna
Þröst Þórhallsson, Stefán Krist-
jánsson, Braga Þorfinnsson og Guð-
mund Kjartansson. Teflt er alla daga á
Eiðum og hefst taflmennska kl. 14 að
síðustu umferðinni undanskilinni sem
hefst kl. 9 laugardaginn 23. apríl.
sbs@mbl.is
Þungavigtarmót í skák haldið
á Eiðum um páskahelgina
Morgunblaðið/Ómar
Skák Héðinn Steingrímsson læt-
ur til sín taka á Eiðamótinu í skák
sem haldið verður um páskana.
Vor og Páskavörur
Eigum e
innig
páskaeg
gjamót
- 5 stær
ðir
Klappastíg 44 – Sími 562 3614