Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 16

Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ KJÖTbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - • Nýslátrað páskalamb • Lambalæri úrbeinuð fyllt með Camerbertosti og sveppum • Grísabógur og grísahryggur með puru • Heitar og kaldar sósur • Nautalundir Wellington • Fylltar grísalundir með osti, sveppum, sólþurrkuðum tómötum • Forréttir, grafið naut eða lamb og nauta carpaccio • Eftirréttir, frönsk blaut súkkulaðikaka, sælkeradraumur, ostakökur • Fylltar bökunarkartöflur, veislugratín, rösti-kartöflur • Kartöflusalat og sætkartöflusalat og ekta kartöflumús • Tilbúnir réttir, nauta- og grísapottréttir, sænskar hakkbollur, grísasamloka, BBQ grísarif EITT GLÆSILEGASTA KJÖTBORÐ LANDSINS Alltaf fagmenn á vakt Geir Rúnar Birgisson kjötiðnaðarmaður Bjarki Gunnarsson matreiðslumeistari Við pökkum kjötinueins og þú viltfyrir ferðalagið PÁSKASTEIKINA FÆRÐU HJÁ OKKUR KJÖTbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - Við leiðbeinum þér með rétta eldun á steikinni svo veislanverði enn betri. Leitaðu ráða hjá fagmönnum Kjötbúðarinnar. W W W .K JO T B U D IN .I S Fylgist meÝ helgartilboÝunum á Facebook www.facebook.com/kjotbudin K ristinréttur og Járnsíða voru fyrstu íslensku lög- in eftir Grágás og urðu til eftir hrun þjóðveld- isins. Í þrjú hundruð ár giltu þessi lög eða þangað til kaþólskur siður var brotinn á bak aftur af lúterskum yfirvöldum á 16. öld. Um leið fækkaði helgi- dögunum, en á 18. öld komst hér á tilskipun um strangan kirkjuaga. Það var ekki fyrr en með næstu til- skipun, um 1860, sem losnaði nokkuð um hann og þótti víst sumum of langt geng- ið. Til móts við kröfur um svigrúm Með stjórnarskránni 1874 var lúterski siðurinn svo festur sem þjóðkirkja og lög frá 1901 tryggðu helgidaga kirkjunnar. Þau lög voru endurnýjuð 1926 og aftur 1997 þegar lög um helgidagafrið voru samþykkt. Samkvæmt þeim voru helgidagarnir nefndir og flokkaðir í þrennt: 1. Sunnudagar, annar í jólum, nýársdagur, skírdagur, annar í páskum, uppstigningardagur og annar í hvítasunnu. 2. Föstudagurinn langi, páska- dagur og hvítasunnudagur og jóla- dagur. 3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18 og jóladagur til kl. 6 að morgni næsta dags. Markmiðið er „að tryggja fólki frið, ró og næði á tilteknum hátíð- isdögum“, eins og í lögunum segir. Um leið er fólki gert kleift „innan vissra takmarka“ að stunda af- þreyingu sem samræmist helgi umræddra daga. Það eru fjórtán ár síðan þessi lög voru sett, en í athugasemdum með lagafrumvarpinu kemur fram að á síðari árum hafi ýmis önnur sjónarmið en trúarleg tengst helgi- dagalöggjöfinni, ekki síst vinnu- verndarsjónarmið, til „að tryggja fólki frí frá vinnu á helgidögum“. Vegna breyttra þjóðfélagshátta eiga lögin líka að koma til móts við kröfur um meira svigrúm til af- þreyingar. Þá byggja lögin á því sjónarmiði að hægt sé að fram- fylgja þeim, vegna almennrar af- stöðu til helgidaga og helgihalds. Helgidagalöggjöfin er því rökstudd svo að skipanin falli að viðhorfum almennings. Þrjár stórhátíðir á ári Fyrir kristna menn eru þrjár stórhátíðir á ári. Þær eru páskar, hvítasunna og jól. Samkvæmt lög- unum hefur hver þeirra einn skil- greindan helgidag, nema páskar, þegar bæði föstudagurinn langi og páskadagur eru haldnir heilagir. En hvers vegna bingóbann? Ýmsir spyrja hvernig standi á því að sýningar og spilastarfsemi sé bönnuð stórhátíðisdagana fjóra og hvaða tilgangi það þjóni að banna verslun og viðskipti. Hér ber að hafa í huga að bannið er bundið við opinbert rými. Því eru engir að brjóta lög sem spila bingó í heima- húsum. Þá er líka rétt að hafa í huga að undirrót spilabannsins er sú sýn að „takmarka spila- starfsemi þar sem spilað er um fjármuni með einum eða öðrum hætti“. Undan lögmálum peninga Af þessu má sjá að löggjafinn vill halda þessum fjórum dögum á ári sem mest lausum undan lög- málum peninga, en þá skýtur nokkuð skökku við að ekki þarf að loka spilakössum þessa sömu daga. Lögreglan getur veitt und- anþágu frá banni við sýningahaldi og veitingastaðir og hótel mega stunda sína starfsemi. Það má því segja að viðskipta- og sýningabannið sé lítið meira en orðin tóm. Því standi nánast bara eftir stórhátíðabann við happ- drætti og bingóspili á almanna- færi. Það hlýtur að vera tíma- spursmál hvenær það bann verður afnumið. Rökin fyrir því eru ein- faldlega of veik í samanburði við aðra starfsemi sem leyfð er. Afþreying er vítt hugtak Lög um helgidaga eiga ekki bara að þjóna kristnum sið, heldur að tryggja almenningi frið og ró þesa daga jafnframt því að veita svigrúm fyrir afþreyingu innan til- tekinna marka. Afþreying er vítt hugtak og því sjálfsagt að skoða núgildandi við- mið. Það er hins vegar ekki bara löggjafinn sem á að huga að því. Hver og einn ætti að líta í eigin barm og ígrunda helgidagalöggjöf- ina og spyrja: Hvernig ver ég frí- tíma mínum? Ætti ég kannski að taka frá fjóra daga á ári fyrir þögn og kyrrð? Kannski er það hverjum manni nauðsyn að draga sig í hlé, fá að vera óáreittur og anda að sér þögninni þó ekki sé nema fjóra daga á ári. Hugum að því. Hulda Guðmundsdóttir Höfundur er guðfræðingur og skógarbóndi í Skorradal. Morgunblaðið/Ómar Gult Páskaliljurnar í Hljómskálagarðinum eru fallegar. Gulur litur vonanna er viðeigandi á vorin og gaman er þá að fara um grasagarða með þeim sem okkur eru kærastir. Fjórir dagar í kyrrð og ró Er helgidagalöggjöfin úrelt? Lög um helgidagafrið eiga rætur í kristinrétti frá 1275, sem fjallaði um kaþólska kristni sem þá var siður á Íslandi. Þeim sið tilheyra mun fleiri helgidagar en lúterskum Hulda Guðmundsdóttir Um komandi helgi, á pálmasunnu- dag, kl. 14 verða opnaðar tvær sýn- ingar á Skriðuklaustri sem standa um páskana og fram í maí. Annars vegar er það sýning Katrínar Jó- hannesdóttur, textílkennara við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Hún sýnir í stáss- stofu Gunnarshúss vefnað, hekl, orkeringu og ýmsar hannyrðir sem hún hefur unnið síðustu árin. Sýn- ingin nefnist Hannyrðasýningin Harðangur og Skriðuklaustur. Hin sýningin sem opnuð verður á pálmasunnudag í Gallerí Klaustri er á myndverkum sem Sigrún Björg- vinsdóttir á Egilsstöðum hefur unn- ið úr þæfðri ull. Sýninguna nefnir hún Ort í ull og á henni má meðal annars sjá verk sem eru innblásin af eldsumbrotum á Suðurlandi á síð- asta ári. Opið verður á Skriðuklaustri á pálmasunnudag frá kl. 12-17. Fram- undan er síðan páskaopnun. Lokað verður á skírdag en opið kl. 12-17 á föstudaginn langa, laugardaginn í páskahelginni og bæði á páskadag og annan í páskum. Á föstudaginn langa verður í þriðja sinn staðið fyr- ir píslargöngu í samvinnu við prest- ana á Héraði. Gengið verður frá Val- þjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur og hefst gangan kl. 11. Morgunblaðið/Ómar Skriðuklaustur Fjölbreytt dagskrá, bæði um páska sem í annan tíma. Harðangur og handverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.