Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Sushi gerir matarboðið svo
miklu skemmtilegra
Samkvæmt viðmiðum frá Lýðheilsustöð er
mælt með því að borða fisk að lámarki
2-3 sinnum í viku, því ekki að breyta til og
hafa sushi sem einn af frábæru hollustu
kostum vikunnar.
Sushi er japönsk matarhefð sem hefur átt
miklum vinsældum að fagna hér á landi
að undanförnu. Sushi er hollur matur og
fitusnauður og ekki verra að sushi er einnig
litríkt og gælir því jafn vel við augað sem
og bragðlaukana. Við sem störfum í Sushi-
búðinni í Glæsibæ leggjum okkar kapp á
það að vera með gæða hráefni og mikið
af fallegum munum til sushigerðar og
framsetningar á sushi.
Sjón er sögu ríkari
Sushibúðin Glæsibæ • 571 2277
J
afnvel fyrir þrautþjálfaðan
leikara er það þrekvirki að
lesa Passíusálma Hallgríms
Péturssonar upp í heild
sinni. Sigurður Skúlason
komst að því sjálfur þegar hann
gerði fyrst atlögu að sálmunum
fyrir tveimur árum. „Ég hafði fót-
brotnað þá um veturinn og af þeim
sökum dottið út úr ýmsum verk-
efnum svo röddin var ekki á sínum
eðlilega stað. Þegar leið á lesturinn
fór ég að finna fyrir æfing-
arleysinu,“ segir hann, en lestur
sálmanna tekur allt að fimm tíma.
Lesturinn síðustu páska gekk bet-
ur fyrir sig enda Sigurður þá í
betra formi. „Eftir sem áður tekur
lesturinn á, bæði andlega og lík-
amlega.“
Á föstudaginn langa mun Sig-
urður í þriðja sinn halda til Hall-
grímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarð-
arsveit og lesa Passíusálmana.
Á stað með góðum anda
En hvernig kom það til að Sig-
urður ákvað að takast á hendur
þetta mikla verkefni?
„Ég hafði nokkrum sinnum áður
verið beðinn að lesa sálmana ásamt
öðrum flytjendum. Það kveikti síð-
an áhugann á að sækja námskeið
um Passíusálmana hjá Endur-
menntunarstofnun Háskólans. Þar
fann ég eitthvað sem höfðaði sterkt
til mín og löngunin kviknaði að fást
við þessa stóru áskorun – að flytja
þá í heild sinni.“
Sigurður hóf leitina að góðum
stað fyrir lesturinn og eftir nokkr-
ar vangaveltur fór hugmyndin að
flytja þá í Saurbæ að verða æ
áleitnari. „Eftir á að hyggja hefði
mér átt að detta strax í hug að lesa
sálmana í Saurbæ. Það liggur auð-
vitað beint við að flytja þá á þeim
stað þar sem Hallgrímur bjó og
starfaði um árabil, þar sem hann
samdi sálmana, og þar sem andi
hans er sínálægur.“
Kirkjan í Saurbæ er hæfilega
Hreifst af einlægum trúarhita Hallgríms
Sigurður Skúlason segir
vandaverk að lesa Pass-
íusálmana upp í heild sinni.
Efni í ævistarf að ná góðu
valdi á flutningi sálmanna.
Einlægni „Tvímælalaust var Hallgrímur frábært skáld og í Passíusálmunum nær hann ótrúlegum hæðum. Út-
koman er nánast óviðjafnanleg tegund af skáldskap,“ segir Sigurður.
Boðið verður upp á veglega dag-
skrá í Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd í Dymbilviku. Auk flutn-
ings Sigurðar á
Passíusálmunum verða haldnir
þrennir tónleikar á skírdag þar
sem fram koma Marta Guðrún
Halldórsdóttir söngkona, Örn
Magnússon organisti, Kór Saur-
bæjarprestakalls, Ísak Harð-
arson ljóðskáld, Gunnar Kvaran
sellóleikari og Haukur Guð-
laugsson organisti.
Lestur Sigurðar hefst kl. 13.30
á föstudaginn langa. Tekin verða
stutt hlé eftir 9., 17., 24., 33. og
44. sálm og mun Örn Magn-
ússon þá flytja orgelspuna. Ráð-
gert er að lestrinum ljúki um kl.
19.
Hátíðarmessa hefst kl. 11 á
páskadag og verður þar frum-
flutt tónverkið Hjartað fagnar
eftir Báru Grímsdóttur.
Vönduð dagskrá
Páskaferð Ferðafélags Íslands er að
þessu sinni vestur á Snæfellsnes.
Þátttakendur koma á eigin vegum að
Lýsuhóli í Staðarsveit þar sem gist
verður í ferðinni. Allur kostnaður við
ferðina, gisting, sameiginlegur mat-
ur, rútuferðir á svæðinu er gerður
upp á staðnum og deilt niður á þátt-
takendur.
Miðað er við að fólk verði komið
um hádegi á skírdag á Lýsuhól en
þann dag verður gengið um svo-
nefnda Klettagötu. Farið verður um
allar helstu nærliggjandi slóðir í
skemmtilegum gönguferðum sem
eru á færi allra sem eru í sæmilegri
þjálfun. Þá verður að hætti menning-
ar Ferðafélags Íslands farið yfir
menningu svæðisins, svo sem sögu
Björns Breiðvíkings, Fróðárundra
og Máhlíðingamála.
„Utanvert Snæfellsnes er magnað
göngusvæði og sagan er við hvert
fótmál á þessum slóðum,“ segir
Eygló Egilsdóttir fararstjóri. „Við
munum í þessari ferð ganga um fjöll-
in fyrir ofan Fróðárhreppinn gamla
þar sem sést vel yfir Breiðafjörðinn
og út á Faxaflóann. Göngum þar á
Korra og Stafnafell. Þá verður geng-
ið á Böðvarskúlu við Helgrindur en
af henni sést inn um allar eyjar og
allt til Drangajökuls í góðu skyggni.
Þetta eru slóðir sem ég þekki vel
enda uppalin á svæðinu og það verð-
ur gaman að ganga með fólki þarna
um.“
sbs@mbl.is
Magnað göngusvæði og
sagan við hvert fótmál
Breiðavík Horft af Jökulhálsi um
þær slóðir þar sem Ferðafélags-
fólk fer um páskana.