Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 22

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ Sími 570 2700 | sveit@sveit.is | www.sveit.is Upplifðu páskana og vorið upp í sveit með fjölskyldunni Gisting, matur og afþreying um allt land Kíktu á sveit.is Vorgleði Upp í sveit Á lftagerðisbróðirinn Óskar Pétursson tekur á móti góðum gestum á söng- skemmtun í menningar- húsinu Hofi á Akureyri laugardagskvöldið fyrir páska. Hann segir að óbeislaður húmor og léttleiki verði í fyrirrúmi þótt eitt og eitt vasaklútalag detti inn á milli. Gestir Óskars verða Harpa Björk Birgisdóttir, Lára Sóley Jóhanns- dóttir, Hjalti Jónsson, Ragnar Bjarnason og Sigrún Hjálmtýsdótt- ir. „Gunnar vinur minn Þórðarson útsetur öll lögin og stjórnar úrvals- hljómsveit sem leikur undir. Ég treysti Gunnari auðvitað full- komlega, við höfum verið í tölvu- sambandi undanfarna daga og laga- valið er að taka á sig skýra mynd. Ég veit að Diddú og Raggi eru búin að ákveða hvaða lög þau ætla að syngja, en sjálfur er ég enn að velta hlutunum fyrir mér. Það eru nokk- ur lög sem hafa fylgt mér í gegnum tíðina og einhver þeirra verða auð- vitað fyrir valinu, en þetta skýrist sem sagt allt saman á næstu dögum. Dúettarnir eru þó klárir og sömu sögu er að segja um sprengiaríurnar.“ Óskar var meðal þeirra fyrstu sem héldu tónleika í Hofi. Þá fékk hann meðal annars til liðs við sig bræður sína og Ragnar Bjarnason. „Það er nú svo mikið að gera hjá bræðrum mínum, þannig að ég var ekkert að ónáða þá í þetta skiptið,“ segir Óskar. „Raggi sló í gegn í Hofi síðast, þess vegna var ekki hægt annað en að biðja hann að koma aft- ur norður.“ Tilhlökkun og kvíði „Einhver kynni að segja að ég væri orðinn sæmilega sjóaður í þess- um bransa. En þér að segja er ég alltaf kvíðinn, óttast að enginn komi á tónleikana. Þessar áhyggjur hafa fylgt mér í gegnum tíðina. Ég fæ stundum kvíðaköst og þori hreinlega ekki að kanna stöðuna hjá miða- sölufólkinu. Maður er alltaf að æfa sig í huganum og hugsa um ýmislegt sem þarf að vera klappað og klárt. Auðvitað eru allar þessar áhyggjur algjörlega óþarfar, tónlistarfólkið sem er með mér kann sannarlega sitt fag og sömu sögu er að segja um starfsfólk Hofs. En svona er þetta bara, ég einfaldlega ræð ekkert við þetta.“ Og Óskar lofar áhorfendum ekki aðeins góðri tónlist, heldur einnig óbeisluðum húmor á milli laga. „Já hvað heldurðu, markmiðið er fyrst og fremst að allir eigi skemmti- lega og notalega kvöldstund, bæði tónlistarfólkið og áhorfendurnir. Einhverra hluta vegna hefur þróun- in verið sú að ég segi gjarnan sögur á milli laga. Þegar ég syng í einka- samkvæmum minna formenn skemmtinefnda mig til dæmis stund- um á að segja endilega eitthvað skemmtilegt, helst tvíræða brandara. Svo er Raggi fjandi fyndinn, auk þess sem hann hefur lofað mér að vera með nýja brandara á milli laga. En tónlistin verður að sjálfsögðu í fyrirrúmi.“ Ef kjarkurinn leyfir Fyrir nokkrum árum útsetti Gunnar Þórðarson Nessun Dorma eftir Puccini fyrir Óskar. „En þegar á reyndi lagði ég ekki í að syngja hana. Rann á rassinn með allt saman, þrátt fyrir að æfingar hefðu gengið vel. En núna stendur til að gera aðra atlögu að þessari mikilfenglegu aríu. Vonandi brestur mig ekki kjarkinn að þessu sinni. Svo hefur Raggi talað um að gaman væri að rappa svolítið í lokin. Ég er ekki viss um að ég leggi í svoleiðis lagað, en við verðum bara að sjá til og vona það besta. En svona í alvöru, þá væri óskandi að arían Nessun Dorma hljómaði í Hofi á laugardags- kvöldið. Ég hreinlega verð að brjóta ísinn, hljómsveitin er tilbúin og með því að gera þetta opinbert verður varla aftur snúið.“ Óskar býst við að sjálfur tónleika- dagurinn verði með hefðbundnu sniði. „Það verður æfing strax um morguninn og svo taka við hljóð- prufur. Ég reyni að mæta vel hvíld- ur og sömuleiðis finnst mér nauð- synlegt að taka kríublund skömmu fyrir sjálfa tónleikana. Svo telur Gunni Þórðar í taktinn á réttum tíma og þá verður ekki aftur snúið. Heitasta óskin er auðvitað sú að áhorfendur haldi til síns heima að loknum tónleikum glaðir í bragði. Þá er tilganginum náð. Ánægður gestur er mitt páskaegg,“ segir Óskar Pét- ursson frá Álftagerði. karlesp@simnet.is Vonandi syng ég Nessun Dorma Óskar Pétursson undirbýr tónleika í Hofi á Akureyri. Fær sér kríublund skömmu fyrir tónleika. Raggi Bjarna vill rappa með í lokin. Skapti Hallgrímsson Álftagerði „Markmiðið er fyrst og fremst að allir eigi skemmtilega kvöldstund,“ segir Óskar Pétursson. Heitasta óskin er auðvit- að sú að áhorfendur haldi til síns heima að loknum tónleikum glaðir í bragði. Þá er tilgang- inum náð. Ánægður gestur er mitt páskaegg. Á skírdag kl. 17 verður í kirkjunni svonefnd Söngvahátíð barnanna. Þar munu stór barnakór, karlaraddir, hljómsveit skipuð framúrskarandi djasstónlistarmönnum ásamt söngvaranum Agli Ólafssyni og fleirum flytja sálma og lofsöngva frá ýmsum heimshornum. Stjórn- andi er Tómas Guðni Eggertsson en kórarnir eru úr Seljakirkju, Langholtskirkju, Hafnarfjarðarkirkju og Holtaskóla í Keflavík. Á skírdagskvöld kl. 23 verða í kirkjunni miðnæt- urtónleikar þar sem Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar verða fluttir á nýstárlegan hátt af Kirstínu Ernu Blöndal sópransöngkonu, Gunnari Gunnarssyni org- elleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. Á föstudaginn langa verða Passíusálmarnir lesnir í kirkjunni frá kl. 13-18. Flytjendur eru hópur íslensku- kennara, ungra og gamalla, frá grunnskóla að háskóla: þau Vilborg Dagbjartsdóttir, Margrét Ólöf Ívarsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Baldur Sigurðsson, Þórður Helgason, Svanhildur Kaaber, Þorleifur Hauksson, Ingibjörg Einarsdóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Björk Einisdóttir, Sigurður Konráðsson, Ragnar Ingi Að- alsteinsson, Kristján Jóhann Jónsson og Hrönn Berg- þórsdóttir. Um kvöldið kl. 20 verða svo tónleikar Schola cantor- um, sem flytur sex radda mótettur um pínu og dauða Jesú, eftir ítalska endurreisnartónskáldið Carlo Gesu- aldo de Venosa. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og upplesari Halldór Hauksson. Tónskáldið túlkaði krossfestinguna á afar áhrifamik- inn hátt og eru mótettur hans hátt skrifaðar meðal unnenda kórtónlistar. Söngvar og sálmar í kirkjunni Gleði Blikið skín úr augum barna sem syngja lofsöngva frá ýmsum heimshornum í Hallgrímskirkju á skírdag. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir fjórum viðburðum á skírdag og föstudag- inn langa. Fjöldi sækir Hallgrímskirkju um páska, ekki síst fólk sem hefur áhuga á boðskap sálmaskáldsins Hallgríms Pét- urssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.