Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 23

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23 Á laugardaginn fyrir páska, 23. apríl kl. 14, mun tón- listarmaðurinn Sig- tryggur Baldursson í gervi Bogomil Font flytja í Bláa lóninu nokkrar suðrænar ka- lypso-vísur með íslenskum textum ásamt Davíð Þór Jónssyni sem leik- ur á harmonikku og bongótrommur! Menningar- og sögutengd göngu- ferð verður í boði annan í páskum og hefst gangan kl. 13.00. Gangan er í boði Bláa lónsins og Grindavík- urbæjar. Gangan hefst kl. 13 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki um þrjár klukkustundir. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Þátttaka er án endurgjalds. Gengið verður meðal annars um mosagróið Illahraun, framhjá Rauð- hól, farið með Skipstíg, fornri þjóð- leið, haldið austur með norð- urhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið um jarðauðlindagarðinn í Svartsengi yf- ir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði að Lækningalind og endað í Bláa lón- inu. Göngugarpar fá tvo fyrir einn í Bláa lónið þar sem tilvalið er að end- urnýja kraftana eftir góða göngu. Ferðin og fræðslan er sniðin þannig að börn jafnt sem fullorðnir hafi gagn og gaman af. Góður skófatn- aður er æskilegur og gott að taka með sér smá nesti. Allir þátttak- endur eru á eigin ábyrgð. Vatnsleikfimi verður einnig í boði annan í páskum fyrir baðgesti Bláa lónsins. Hún hefst kl. 15 og 16.30 og er í boði Hreyfingar. Fjölbreytt dagskrá í Bláa lóninu Morgunblaðið/Eggert Baðgestir Margir munu sjálfsagt bregða sér í Bláa lónið um páskana þar sem verður sitthvað um að vera. Bogomil Font, vatnsleikfimi og menningar- og sögutengd gönguferð er meðal þess sem bíður gesta Bláa lónsins um páskana. Um þessar mundir stendur yfir í Minjasafninu á Akureyri sýning á ljós- myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá 1928-1958. Er sýningin áhugaverð fyr- ir til dæmis fólk sem er á ferðinni nyrðra um páskana. Á sýningunni á Akureyri eru lands- lagsmyndir, myndir unnar fyrir heims- sýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með fyrstu forsetum lýðveldisins. Vigfús Sigurgeirsson nam ljós- myndun á Akureyri hjá Hallgrími Ein- arssyni 1920 til 1923 og rak ljós- myndastofu þar í bæ frá 1923 til 1936. Líklega er hann þekktastur fyrir störf sín sem opinber ljósmyndari forseta- embættisins til margra ára. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Bók hans, Ísland í mynd- um, var fyrsta ljósmyndabók Íslend- ings og hann varð einnig fyrstur Ís- lendinga til að gefa út bók með myndum í lit. Sýningin í Minjasafninu á Akureyri stendur fram yfir páska eða til 26. apríl. Vigfús Sigurgeirsson Forseti Sveinn Björnsson forseti meðal fólksins á Akureyri. Myndir Vigfúsar á sýningu á Akureyri um páskana Ómissandi ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 3 8 Hrein íslensk náttúruafurð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.