Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 24
É
g myndi segja að tvær minningar
varðandi páskana standi upp úr.
Sú fyrri er tengd páskadags-
morgni. Ég er af kirkjusæknu fólki
komin og við fórum alltaf til messu
klukkan átta að morgni páskadags. Mér
fannst alltaf svo mikil stemning að fara
svona saman og tengi við sólbjarta morgna
og tandurhreint loftið. Kirkjuklukkurnar
hringja og vorið að koma og við göngum öll
saman niður í bæinn og inn í þesa helgi sem
fylgir páskunum,“ segir Kristín Gunnlaugs-
dóttir myndlistarmaður.
„Svo var haldið heim í morgunkaffi, boðið
upp á páskaegg og morgunverð. Þetta var
óvenjulegt fyrir mig, að við værum öll sam-
an svona snemma að morgni.
Hitt er svo að ég fæddist á annan í pásk-
um, 15. apríl, og hefur oft gerst að afmæl-
isdaginn ber upp á páskadag. Mér fannst
eins og ég væri að ná saman í eina stóra
uppskeruhátíð að hafa allt í senn; páskaegg-
in, afmælið, hátíðleikann og svo frí í skól-
anum.“
Fjölskyldan bjó á Akureyri og segir
Kristín að páskunum hafi iðulega fylgt að
reynt var að draga hana upp í Hlíðarfjall
með skíði á fótum. „Mér fannst það hálf-
hallærislegt og hef átt erfitt með að skilja
hvað fólk þarf að plompast þetta fram og til
baka, upp og niður einhverjar brekkur. Mér
hefur alltaf leiðst, og jafnvel þótt grátleið-
inlegt að fara á skíði,“ segir Kristín. „For-
eldrar mínir voru mikið skíðafólk og drógu
mig nöldrandi upp hverja brekku.“
Þótt skíðin hafi ekki átt við Kristínu
kveðst hún alltaf hafa haft yndi af fallegu
landslagi og fjöllin hafi heillað. Kannski var
það nöldrið í skíðabrekkunum sem varð til
þess að skíðaferðirnar urðu að gönguferð-
um. „Ég gekk með pabba og mömmu upp á
flest fjöllin í nágrenninu. Í minningunni er
himinninn skír og páskablár, sólskin og
skjannabjartur snjór sem sker mann í aug-
un. Maður gekk með dökk sólgleraugu upp
á fjallið og kom alltaf sólbrenndur til baka.
Pabbi fór stundum úr að ofan og gekk
þannig upp á hæstu tinda, og það blakti
ekki hár á höfði,“ segir Kristín.
„Svo renndi ég mér á plastpoka, á rass-
inum aftur til byggða.“
Engar strangar hefðir gilda um páska-
matinn á heimili Kristínar. „Hins vegar
reyni ég að nota páskana til að kenna börn-
unum mínum um hvað þessi hátíð snýst og
um leið kynna þau fyrir fallegri páska-
tónlist. Jóhannesarpassían og Matteus-
arpassían eftir Bach hljóma á heimilinu alla
páskavikuna,“ segir Kristín sem heldur í
fleiri hefðir: „Mamma var sænsk og tók
alltaf fínar greinar úr garðinum og lét þær
blómstra inni. Ég erfði þennan sið frá
henni. Reyni að finna birkigreinar og
skreyti með fjöðrum. Þetta er fallegur siður
svo framarlega sem lúsin leggst ekki á
heimilið.“
Ein stór uppskeruhátíð
Passíur Bachs hljóma á heimilinu um páskana en skíðabrekkurnar hafa
aldrei heillað. Páskana ber oft upp á sjálfan afmælisdag Kristínar.
Hátíð „Í minningunni er himinninn skír og
páskablár, sólskin og skjannabjartur snjór
sem sker mann í augun,“ segir Kristín.
24 | MORGUNBLAÐIÐ
Minningar
um páska
Páskarnir eru hátíð þar sem fjölskyldan kemur saman og gerir sér glaðan
dag. Súkkulaðinu er torgað í miklu magni og öllu tjaldað til í mat og drykk.
Haldið er upp á fjöll með skíði um öxl og lífsins notið þessa fáu góðu frí-
daga sem fást. Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deila hér með lesendum
sínum kærustu páskaminningum.
Ó
afur Páll Gunnarsson útvarps-
maður, eða Óli Palli eins og hann
er oftast kallaður, á góðar minn-
ingar af páskum á Akranesi. „Þar
á ég mína stórfjölskyldu og við iðk-
uðum okkar hefðir sem ég hef saknað svolítið í
seinni tíð. Amma mín bjó í stærsta húsi bæj-
arins, við Vesturgötu 32, átti mörg börn og enn
fleiri barnabörn. Fyrir vikið var alltaf hálfgild-
ings fermingarveisla þegar hópurinn mætti til
ömmu á páskadagsmorgni,“ segir hann.
„Amma átti líka páskaskraut úr gleri, litla
litskrúðuga fugla af ýmsu tagi, rosalega flott
og keypt í útlöndum. Ég hef ekki séð svona hjá
neinum öðrum.“
Ólafur fékk auðvitað sitt páskaegg. „En
eggin voru miklu dýrari í gamla daga en þau
eru núna,“ man hann. „Það voru hreinlega
stórútgjöld að kaupa þokkalegt páskaegg.“
Akranesbær spilar enn stórt hlutverk á pásk-
um. Ólafur á fjögur systkini og stefna þau öll,
með mökum og börnum, til Akraness á pásk-
um. „Við höfum það fyrir venju að sameinast
hjá foreldrum okkar á páskadag eða annan
dag páska. Þá er dönsk purusteik iðulega á
borðum.“
Páskarnir eru annars ekki mikill frítími fyr-
ir útvarpsmanninn. „Ég hef undanfarin ár ver-
ið að vinna mikið í kringum páska og aðra há-
tíðisdaga,“ segir Ólafur og bætir við að reynt
sé að bjóða upp á sérstaklega vandaða út-
varpsdagskrá á páskum, t.d. tónleikaupptökur.
Þegar kemur að páskaeggjunum er Ólafur
strangtrúaður Nóa-maður. „Ég er sjúkur í
súkkulaði yfir höfuð en páskaeggið verður að
vera frá Nóa-Síríus. Hitt eru ódýrari týpur og
minna áhugaverðar,“ segir hann.
Purusteik á páskadag
Fjölskyldan kemur saman á Akra-
nesi hverja páska. Útvarpsmenn fá
ekki mikið frí á hátíðisdögum.
Morgunblaðið/Frikki
Sælkeri Óli Palli segist vera sjúkur í páska-
egg frá Nóa-Síríus.
P
áskaminningar Arnars Grants lík-
amsræktarmanns snúast meðal ann-
ars um hesta. „Ég er fæddur og upp-
alinn á Akureyri og foreldrar mínir
mikið hestafólk. Páskarnir snerust
því oft um hestamót og bæði ég og systir mín
byrjuðum þar snemma að keppa,“ segir Arnar
sem tengir páskana líka við að hann vann sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitil í hreysti á páskum
árið 2001.
„Svo var auðvitað alltaf eldaður góður mat-
ur og hefðin að hafa Royal-búðing í eftirrétt.
Búðingurinn var ekki oft á boðstólum og þess
vegna páskaréttur í mínum huga í dag.“
Arnar man eftir því að páskaeggjainnkaupin
voru mun hóflegri þá en nú. „Hjá okkur var
þetta þannig að það var bara keypt eitt egg
fyrir heimilið, kannski stærð fimm. Við gædd-
um okkur á egginu að kvöldi páskadags og það
var þá brotið og sett í skál fyrir alla fjölskyld-
una. Ég man það var alltaf mikil stemning í
kringum það að lesa málsháttinn.“
Arnar stundar það enn að sækja sér skál til
að borða eggið upp úr. „Ég reyni samt að nota
hníf til að opna skelina, og reyni að hafa eggið
sem heilast í skálinni,“ segir hann og bætir við
að botninn sé besta stykkið.
Þó svo Arnar þurfi að gæta vel að mataræð-
inu dags daglega er harkan ekki svo mikil að
hann þurfi að neita sér um súkkulaðiegg á
páskum. Hann lætur sér heldur ekki duga að
narta bara í eitt lítið egg af stærð eitt. „Ég tek
mér frí frá íþróttamataræðinu á hátíðisdögum
og sleppi mér aðeins í sælgætinu og góða
matnum. Maður er alveg búinn að vinna fyrir
því að gera vel við sig nokkra daga á ári.“
Botninn er
besti hlutinn
af egginu
Páskarnir snerust um hestamót á
yngri árum. Sleppir sér aðeins í
góða matnum á hátíðisdögum.
Morgunblaðið/Ernir
Súkkulaði Gera vel við sig, segir Arnar.