Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ | 25
KEAHÓTEL // Hafnarstræti 87-89 // 600 Akureyri // Sími: 460 2050 // Fax: 460 2070 // keahotels@keahotels.is // www.keahotels.is
Upplýsingar og pantanir í síma 460 2000 og á www.keahotels.is
NJÓTTU PÁSKANNA Á AKUREYRI
Gæði, þjónusta og þægindi einkenna hótelin, sem staðsett eru í hjarta bæjarins þar sem
veitinga- og skemmtistaðir, leikhús, kvikmyndahús og verslanir eru innan seilingar.
Í Hlíðarfjalli við Akureyri er frábær aðstaða til skíða- og snjóbrettaiðkunar og þar er sannkölluð
skíðaparadís rétt við bæjardyrnar.
Starfsfólk Keahótela býður ykkur hjartanlega velkomin og vonar að dvölin verði ánægjuleg.
KEAHÓTEL BJÓÐA FRÁBÆR GISTITILBOÐ
Á AKUREYRI UM PÁSKANA.
Hlíðarfjallið, skautahöllin, söfnin, Brynjuísinn, góða veðrið, frábæru veitingastaðirnir,
leikhúsið, pöbbarnir, kaffihúsin, búðirnar, náttúrufegurðin, hjartabrosið...
G
eir Rúnar er öllum hnút-
um kunnugur í kjötiðn-
aði, enda hefur hann
starfað við fagið í rúm
tuttugu ár. Meðal annars
starfaði hann lengi hjá verslunum
Nóatúns, þaðan sem margir kann-
ast við hann. Um áramótin tók hann
við kjötbúðinni á Grensásvegi. Geir
Rúnar veit nákvæmlega hvað það er
sem fólk sækist eftir í páskamatinn.
„Já, já, eftir að hafa staðið vaktina
svona lengi þá lærist þetta,“ segir
hann. „Páskalambið er alltaf mjög
vinsælt. Það er minna um reykt kjöt
en um jól. Svínapurusteik er einnig
vinsæl og undanfarið hefur fólk ver-
ið að sækjast í auknum mæli eftir
fylltum lambalærum. Það eru marg-
ar skemmtilegar nýjungar í fylling-
unum, t.d. ýmsir ostar og fersk
krydd. Flestir eru tilbúnir til að
prófa nýjungar um páska en fólk er
mjög íhaldssamt um jólin. Kalkún-
abringur með fyllingum eru sömu-
leiðis vinsælar. Góð nautasteik svík-
ur heldur aldrei. Heilsteiktur vöðvi
sem er hægeldaður á lágum hita í
tvo til fjóra tíma er frábær matur
sem er auðvelt að elda.“
Heitur matur alla daga
Fyrir páskana lofar Geir Rúnar
að vera með stútfullt kjötborð af
ýmsum nýjungum á þessu sviði en
jafnframt segist hann geta útbúið
nær hvað sem er fyrir viðskiptivin-
ina. „Það er mjög gott fyrir fólk að
panta kjötið fyrirfram og við gefum
góð ráð varðandi eldunina. Ég er
með matreiðslumann með mér í
búðinni og við getum séð um litlar
sem stórar veislur. Við erum einnig
með ýmsa tilbúna rétti sem ein-
ungis þarf að hita. Slíkir réttir eru í
boði alla daga vikunnar en þeir
henta vel fólki sem hefur lítinn
tíma. Sem dæmi get ég nefnt að
margir koma hingað og kaupa súpu
og færa öldruðum foreldrum sínum
sem eiga kannski ekki heim-
angengt.“
Margir leggja leið sína í sumar-
bústað um páskana. „Fólk getur
rennt við hér og við sérpökkum
kjötinu fyrir alla dagana þannig að
það geymist sem best. Við erum
með allt meðlæti líka, kartöflusalat,
waldorfsalat og allar tilbúnar sósur.
Einnig erum við með grafið lamb og
naut sem hægt er að hafa í forrétt
og sósur með því. Ekki má heldur
gleyma eftirréttunum, blaut súkku-
laðikaka hefur slegið í gegn hjá okk-
ur.“
Mörgum hefur fundist vanta per-
sónulega þjónustu kjötkaupmanns
sem vinnur kjötið eftir beiðni við-
skiptavinarins. Geir Rúnar segir að
minna svigrúm sé til að anna slíku í
stórverslunum. „Við leggjum
áherslu á fagþjónustu, að fólk geti
leitað til okkar og fengið leiðbein-
ingar.“
Geir Rúnar segist sjálfur ætla að
grilla páskalamb í matinn um
páskana, fyllt með camembertosti
og sveppum. „Ég grilla það við væg-
an hita í tvo tíma. Páskalambið er
mjög gott vegna þess að það er ný-
slátrað og hefur ekki verið fryst.
Með því ber ég fram bakaðar kart-
öflur og rjómaostasósu.“
Kjötbúðin er á Facebook og þar
birtast daglega tilboð.
elal@simnet.is
Morgunblaðið/Golli
Lyst Góður matur um páska og kjötborðið hjá Geir er úrvalsmikið.
Grillað páskalamb með
camembert og sveppum
Geir Rúnar Birgisson kjöt-
iðnaðarmaður rekur Kjöt-
búðina að Grensásvegi 48
sem áður hét Kjötkomp-
aníið og Gallerí Kjöt þar á
undan. Geir Rúnar ætlar að
þjónusta viðskiptavini
hvort sem þeir þurfa smá-
vægilegar ráðleggingar
eða ætla að halda stór-
veislu.
E
in af sterkustu páska-
minningum Einars
Kárasonar rithöfundar
er löng og erfið skips-
ferð. „Ég var beðinn að
leysa af einn túr á strand-
ferðaskipinu Esju, og við fórum
af stað út í leiðinlegt veður og
muggu norðan frá Reykjavík.
Svo þræddum við alla Vestfirði,
hvern kaupstað og kauptún og
áttum svo að fara inn á Norður-
fjörð á Ströndum,“ segir hann af
þessum páskum úti á sjó.
„Nema það var mikil norðanátt
og dimmviðri svo við þurftum að
bíða lengi úti í miðjum Húnafló-
anum og létum reka á þessu tvö
þúsund tonna skipi með tuttugu
manna áhöfn. Á endanum lægði
þó nægilega til að við gætum
siglt inn á fjörðinn og þá sáum
við lítinn bát koma á móti okkur,
enda ekki hægt að leggjast að
bryggju. Þar komu einhverjir
karlar og tóku við því sem við
vorum að flytja, sem mig minnir
að hafi aðallega verið tveir-þrír
kassar af kóki, póstpoki og svo kassi af páskaeggjum.“
Einar stundar það enn að vera á ferðinni á páskum. „Síðustu árin höfum
við hjónin farið í ferðalög til útlanda um páska. Þetta er líka upplagður tími
til að skreppa aðeins úr landi enda komið vor og þægilegur hiti víðast hvar.
Maður tímir hins vegar ekki að fara frá Íslandi þegar sumarið gengur í
garð,“ segir hann.
Páskunum 2009 var varið í Nýja-Englandi í góðu yfirlæti og síðustu
páska lá leiðin til Andalúsíu. „Við komumst reyndar að því þegar við lent-
um á flugvellinum á Spáni að fólk þarf helst að panta sér hótelherbergi
með ársfyrirvara til að eiga þar vísa gistingu á páskum. Þeir eru svo kaþ-
ólskir þarna og miklar seremóníur, göngur á stöðum eins og Sevilla og Gra-
nada. Fólk drífur víða að til að fylgjast með. En auðvitað tókst okkur að
redda gistingunni á endanum,“ segir Einar en í ár er ferðinni heitið til
Bæjaralands.
„Það verða örugglega notalegheit og grillaðir svínaskankar.“
Upplagður tími
fyrir ferðalög
Varði páskum um borð í strandferðaskipi á yngri árum
og kom páskaeggjum og pósti til skila.
Skáldið Napurt í Norðurfirði á pásk-
um um árið, segir Einar Kárason.
Morgunblaðið/Kristinn