Morgunblaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að myndast einstök stemn-
ing á þessari hátíð og bæj-
arbúar taka gestunum
opnum örmum. Einn tón-
listarmaðurinn orðaði það
þannig við mig að sér þætti eins og
hann gæti bankað upp á hvar sem er
og komið í kaffi. Ég held að á fáum
tónlistarviðburðum mæti bæði afinn,
amman og barnabarnið á sama stað
og allir skemmta sér vel. Þegar
kannski Villi Valli harmonikkuleikari
spilar með hljómsveit sinni er eldri
kynslóðin í essinu sínu og unga fólkið
smitast af fjörinu. Þegar síðan yngri
og örari hljómsveit stígur á svið
hlusta afinn og amman af áhuga með
barnabörnunum. Hver hljómsveit
fær ekki nema 20 mínútur á sviði svo
jafnvel ef fólk fílar ekki alveg það
sem er verið að spila þá þarf ekki að
bíða lengi eftir einhverju nýju.“
Full skemma af gestum
Þannig lýsir Jón Þór Þorleifsson
sérkennum ísfirsku tónlistarhátíð-
arinnar Aldrei fór ég suður sem nú
er haldin 8. páskana í röð. Jón Þór,
sem titlaður er rokkstjóri hátíð-
arinnar, segir að tekist hafi að koma
þessum viðburði rækilega á kortið.
„Reyndar veit enginn hversu margir
sækja Ísafjörð heim í tilefni hátíð-
arinnar, því við seljum ekki inn á tón-
leikana. Hins vegar er svo komið að
búið er að fylla allt gistirými á Ísa-
firði og margir sem gista á Bolung-
arvík, Þingeyri og í öðrum nágranna-
bæjum,“ segir Jón Þór sem áætlar
að ekki færri en 1.500 til 2.000 manns
séu á hverjum tíma í skemmunni
Morgunblaðið/Eggert
Mugistuð Að vanda verður Ísfirðingurinn Mugison á staðnum enda einn
af upphafsmönnum og helsta aðaldriffjöður hátíðarinnar vinsælu.
Morgunblaðið/Ernir
Hljóðblöndun Hljóðmenn að störfum á Ísafjarðarhátíð síðasta árs sem dró að sér mikinn fjölda gesta.
Tónn Klarinettuleikari Baunanna á
í sveiflu hátíðinni í fyrra.
Söngkona Tónlistarfólkið er af
báðum kynjum og á öllum aldri.
Smellur Halldór Gylfason leikari
er góður söngvari og sviðsvanur.
Hér myndast
einstök stemning
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suð-
ur haldin í áttunda sinn. Ókeypis á
tónlistardagskrána og bæjarbúar
taka gestum opnum örmum.
Páskaglaðningur American Express®
Skráðu þig á americanexpress.is
og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu
frá 15. til og með 30. apríl!