Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29
stað heldur skrapp fólk út til að at-
hafna sig. En þessa umræddu
páskahátíð var varla nema fyrir
hraustmenni að fara út til að gera
þarfir sínar. Sumir ferðafélaganna
notuðust við kopp,“ segir Einar og
hlær. „Gaslaust var og kalt innan-
dyra og langt að ganga með allt
dótið upp í bústaðinn í ófærðinni.“
Páskahret og 20 stiga hiti
Ekki segja þau neinar sérstakar
„serimóníur“ samfara páskahaldinu
í sumarbústaðnum, nema hvað
gjarnan er gripið í spil. „Krakk-
arnir spila mikið,“ segir Auður.
Hún segir oft hafa komið páskahret
meðan á dvölinni í sumarbústaðn-
um hafi staðið. „Við höfum þá
kannski farið af stað í besta veðri
en áður en hefur varað hefur verið
komið kul og jafnvel snjór. Svo hafa
líka komið hlýindatímabil, ég man
að einu sinni kom 20 stiga hiti. En
það er svo sem sama hvernig viðr-
ar, allt er þetta skemmtilegt,“ segir
hún. Þau segjast stundum taka sér
páskagöngur í nágrenni bústað-
arins, meira er þó um gönguferðir
yfir sumartímann. Talsvert er um
bústaði í kringum þau og góðir ná-
grannar sem þau koma stundum til
eða fá heimsókn í sinn bústað.
En hvaða mat skyldu þau hafa á
páskunum? „Lambakjöt,“ svarar
Auður að bragði. Helst reyna þau
að grilla kjötið. „Stundum höfum
við hangikjöt,“ bætir hún við. Eftir
matinn leggjum við okkur gjarnan
og lítum í bók. Sjónvarp hafa þau
líka en Auður segist lítið horfa á
það. „Mér finnst meira gaman að
lesa, hlusta og prjóna,“ segir hún
og grípur aftur til prjónadótsins
eftir að hafa tekið saman eftir kaffi-
drykkjuna og sett óhrein matarílát
í uppþvottavélina. „Það er mikill
munur að hafa góða eldavél, að
maður tali nú ekki um upp-
þvottavélina,“ segir hún glaðlega.
Og svo er kominn tími til heim-
ferðar. Kominn strekkingsvindur
svo fáninn berst um í hviðunum. En
það skaðar ekki, inni í sum-
arbústaðnum þeirra Auðar og Ein-
ars er hlýtt og gott og gaman að
vera.
gudrunsg@gmail.com
Afslöppun Gott er að fá sér kaffisopa í notalegheitum sveitasælunnar.
Einar Líður alltaf vel í sveitinni.
Gestir Það er alltaf gott að fá börn og barnabörn í heimsókn í bústaðinn.
F
A
B
R
IK
A
N
OSTAVEISLA FRÁ MS
Gullostur
Hvítmygluostur.Hvítmyglanereinnig
inni í ostinum. Áhugaverður ostur
með mildu bragði sem gott er að
njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi
ostur er einn af flaggskipunum í
ostafjölskylduni frá MS.
Heilbakaður Gullostur
með timjan og hvítlauk
Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í
ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum
af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir.
Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann
og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn
fram með grilluðu hvítlauksbrauði.
Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það
má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða
með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja
í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum
og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum
trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar
ostasamlokur eða ostasnittur.
Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og
uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is
Ostabakki
- antipasti
Grillaðar paprikur, sól- eða ofn-
þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin,
hráskinka og þurrkaðar pylsur.
Gullostur, gráðaostur með ferskri
peru, blár Kastali.
Steyptur villisveppaostur skorinn
út í litla hringi. Maribóostur með
kúmeni. Kryddað apríkósumauk.
Baguette-brauð.
Uppskriftina að kryddaða apríkósu-
maukinu má finna á vefnum www.ostur.is