Morgunblaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ
P
áskafjör í Fjarðabyggð er
árviss dagskrá skíðasvæð-
isins í Oddsskarði, í sam-
vinnu við stofnanir, ferða-
þjónustu, veitingahús og
verslanir í Fjarðabyggð. Meðal ár-
legra viðburða er sparifatadagur á
páskadag en þá mæta allir í sínu fín-
asta pússi á skíði, páskaeggjamót
sem er opið öllum börnum, risasvig-
mót, kjötsúpukveðjuhátíð, flug-
eldasýning og tírólakvöld.
Brettadagurinn verður enn stærri
og flottari í ár. Lögð verður Border
Cross-braut ásamt stökkbrettum og
hólum sem ætti að kæta marga
brettaunnendur. Á skírdag verður
sérstakt snjóbrettamót.
Mikill snjór í Oddsskarði
Philippe Gilliot, frá Frakklandi,
einn færasti troðaramaður heims,
mætir austur í Oddstað og treður
krefjandi palla og undirbýr svæðið
fyrir páskana í samvinnu við Dag-
finn Ómarsson, forstöðumann skíða-
svæðisins. Skíðaleiðum verður fjölg-
að og stefnt á að koma Svartabeltinu
og Ævintýraleiðinni svonefndu í
gagnið fyrir páska.
„Núna er mikill snjór í Oddsskarði
og við vonumst eftir góðu skíðafæri
og bongóblíðu eins og svo oft er um
páskana. Hér með er auglýst eftir
fólki sem vill njóta lífsins í góðum fé-
lagsskap í austfirsku ölpunum í
Oddsskarði um páskana,“ segir
Hildigunnur Jörundsdóttir, ferða-
og menningarmálafulltrúi Fjarða-
byggðar. „Fólk
víða að af landinu
sækir til okkar
um páskana, til
dæmis Norðlend-
ingar og fólk af
suðurfjörðunum
hér fyrir austan.
Þetta er gildur
hópur sem
stækkar með
hverju árinu,
enda er hér
margt í boði og aðstaðan eins og best
verður á kosið – gisting og annað
enda hefur mikil vinna verið lögð í
uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér
í sveitarfélaginu á undanförnum ár-
um.“
Páskahellir og Veðurguðir
Í byggð verður páskaeggjaleit
fyrir alla fjölskylduna á Mjóeyri við
Eskifjörð, Ferðafélag Fjarðamanna
verður með sína árlegu göngu í
Páskahelli á Norðfirði klukkan sex á
páskadagsmorgun. Dansleikir, fjöl-
skylduball og unglingaball verða í
Valhöll á Eskifirði með Ingó og Veð-
urguðunum auk þess sem fleiri lista-
menn leggja lið. Á Rauða torginu í
Neskaupstað verður ball með Mónó
og barstemning önnur kvöld.
sbs@mbl.is
Skíði Brekkurnar í Oddskarði eru skemmtilegar og útsýnið þar yfir Firðina er alveg ævintýralegt.
Norðfjörður Hefð er fyrir gönguferð Norðfirðinga í hellinn á páskadags-
morgun. Margvíslegir möguleikar bjóðast í Fjarðabyggðinni fögru.
Nægur snjór
og allir austur
Fjörlegt verður í Fjarðabyggð um páskana og skemmti-
legt í Oddsskarði, einu besta skíðasvæði landsins.
Gönguferð í Páskahelli.
Hildigunnur
Jörundsdóttir
Hér með er auglýst eftir
fólki sem vill njóta lífsins í
góðum félagsskap í aust-
firsku ölpunum í Odds-
skarði um páskana, segir
Hildigunnur Jörunds-
dóttir, ferða- og menn-
ingarmálafulltrúi Fjarða-
byggðar.
21. apríl Skírdagur
Kl. 17 Söngvahátíð barnanna
Stór barnakór, karlaraddir,
hljómsveit skipuð framúrskarandi
djasstónlistarmönnum ásamt
söngvaranum Agli Ólafssyni o.fl.
flytja sálma og lofsöngva frá ýmsum heimshornum.
Stjórnandi Tómas Guðni Eggertsson.
Aðgangur ókeypis.
Kl. 23 Hallgrímur Pétursson
Miðnæturtónleikar
Sálmar Hallgríms fluttir á nýstárlegan hátt.
Kirstín Erna Blöndal sópran, Gunnar
Gunnarsson orgel og Matthías Hemstock
slagverk.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
22. apríl Föstudagurinn langi
Kl 13-18 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar
Flytjendur eru hópur íslenskukennara, ungra
og gamalla, frá grunnskóla að háskóla.
Umsjón: Baldur Sigurðsson lektor.
Flytjendur tónlistar: Söngkonurnar
Magnea Tómasdóttir og Kristín Sigurðar-
dóttir syngja upphafsvers hvers sálms við
íslensk þjóðlög úr safni Smára Ólasonar.
Orgelleikarar: Björn Steinar Sólbergsson, Guðmundur
Sigurðsson, Hörður Áskelsson og Smári Ólason.
Aðgangur ókeypis.
Kl 20 Gesualdo og Schola cantorum
Schola cantorum flytur 10 Responsoriae, sex
radda mótettur um pínu og dauða Jesú, eftir
ítalska endurreisnartónskáldið Carlo
Gesualdo de Venosa.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir 2.500 kr.
Miðasala í Hallgrímskirkju s. 510 1000, opið 9-17
www.listvinafelag.is
L I S T V I N A F É L A G
HALLGRÍMSKIRKJU
DYMBILVIKA 2011
S
infóníuhljómsveit Norðurlands heldur tón-
leika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á
skírdag kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir rússnesk tónskáld og má þar nefna
Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky,
Hátíðarforleik eftir Dmitri Shostakovich og eftir Pjotr
Tchaikovsky verða flutt verkin Capriccio Italien og
1812-forleikurinn.
Stef úr þekktum lögum
Til liðs við hljómsveitina á þessum tónleikum koma
félagar úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem
er einskonar unglingalandslið í hljómsveitarleik. Stjórn-
andi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Á tónleikunum verður fluttur Forleikurinn 1812 eftir
P.I. Tchaikovsky. Verkið, sem er skrifað fyrir sinfón-
íuhljómsveit, kirkjuklukkur og 16 fallbyssur, samdi
Tchaikovsky til að minnast árásar Napóleons á Moskvu
árið 1812 og sigurs Rússa á her Napóleons. Forleik-
urinn var frumfluttur árið 1880 og inniheldur hann stef
úr mörgum þekktum lögum sem tengjast franskri og
rússneskri sögu.
82 hljóðfæraleikarar
Þennan forleik ætlar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
að flytja með tilheyrandi fallbyssuskotum á sviðinu í
Hofi. Sérlegur sprengjusérfræðingur frá björg-
unarsveitinni Súlum og slagverksleikari með stáltaugar
sjá um þann þátt tónlistarflutningsins. Auk þess sem að
framan er nefnt verða flutt nokkur önnur verk sem öll
eiga sér sögu úr Garðaríki.
Hljómsveitina skipa á þessum tónleikum 82 hljóð-
færaleikarar en það er stærsta sinfóníuhljómsveit sem
til þessa hefur komið fram í Hofi sem tekið var í notkun
síðla sumars í fyrra. Verða þessir tónleikar því sann-
arlega til að auka enn á fjölbreytileikann í verkefnavali
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands – sem víða hefur get-
ið sér gott orð.
Ómar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á sviðinu í Hofi, nýja menningarhúsinu á Akureyri.
Forleikur með fallbyssuskotum
Rússnesk verk eru á efnisskrá Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands. Skírdagstón-
leikarnir verða haldnir í menningarhúsinu
Hofi á Akureyri sem nýlega var tekið í
notkun.