Morgunblaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ | 31
Tríó þeirra Laufeyjar, Einars og
Önnu kenna þau við sameig-
inlegan forföður sinn, sr. Jón úr
Reykjahlíð, og öll þrjú þau geta
því kallað sig Mývetninga. Laufey
segir eina ástæðu þess að farið
var af stað með þessa tónlistar-
dagskrá um páska hafa verið
áhuga tónlistarmanna af svæðinu
á að efla menningarlífið og um
leið laða að fleiri gesti áður en
háannatími sumarsins gengur í
garð.
„Það er gaman að fá að spila
fyrir nýja áheyrendur og við aðrar
aðstæður en við eigum að venjast
í Reykjavík. Það myndast hrein-
lega allt önnur stemning þegar
hópur tónlistarmanna heldur
svona út á land og samvinnan allt
öðruvísi.“
www.reynihlid.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hljómar Helgi og hátíðleiki verður yfir tónleikunum í Reykjahlíðar-
kirkju í Mývatnssveitinni fögru á föstudaginn langa.
Allt önnur stemning
H
vað er betra í páskafríinu
en að fara í gott ferðalag,
njóta íslenskrar náttúru
og eiga gefandi menning-
arupplifun? Einmitt
þetta er í boði á tónlistarviðburð-
inum Músík í Mývatnssveit. „Þetta
er í þrettánda sinn sem við höldum
þessa litlu tónlistarhátíð, og flytjum
fallega klassíska tónlist í anda
páskanna,“ segir Laufey Sigurð-
ardóttir fiðluleikari sem var einn af
upphafsmönnum þessarar uppá-
komu og er umsjónarmaður enn
þann dag í dag.
Flinkir listamenn
Laufey hefur ár hvert fengið til
liðs við sig einvalalið íslenskra tón-
listarmanna til að láta ljós sitt skína
á tónlistarhátíðinni og eru páskarnir
í ár engin undantekning.
„Fyrri tónleikarnir eru á skírdag
kl. 20 í félagsheimilinu Skjólbrekku.
Þar verður leikin kammertónlist og
skipa hópinn, auk mín, Einar Jó-
hannesson klarinettuleikari og Anna
Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari,
en saman myndum við tríóið Sírajón.
Með okkur syngur svo Þóra Ein-
arsdóttir sópransöngkona,“ segir
Laufey. Á tónleikum fimmtudagsins
verða flutt verk eins og Saga dátans
eftir Stravinsky, Der Hirt auf dem
Felsen eftir Schubert, íslensk og
rússnesk sönglög og aríur eftir
Händel og Mozart.
„Mývetningar mega vera stoltir af
aðstöðunni í Skjólbrekku, og maður
finnur það strax og þangað er komið
inn að margt skemmtilegt hefur
gerst í húsinu. Hljómurinn er góður
og flygillinn glæsilegur gamall Petr-
off-flygill,“ bætir Laufey við.
Seinni tónleikarnir eru á föstudag-
inn langa í Reykjahlíðarkirkju. „Eins
og vera ber veljum við til flutnings
verk sem taka mið af deginum. Þetta
eru verk sem skapa alvarlega stemn-
ingu en um leið hátíðlega eins og ís-
lensk hefð kallar á,“ segir Laufey en
tónleikar föstudagsins hefjast kl. 21.
Á efnisskrá eru m.a. tónlist eftir
Mozart og aríur úr smiðju J.S. Bach.
Margir koma ár eftir ár
Að sögn Laufeyjar hefur þessi
tónlistarviðburður náð að skapa sér
vissan sess og margir, bæði heima-
menn og fólk úr öðrum landshlutum,
sem líta á það sem ómissandi hluta af
páskum að bregða sér norður að Mý-
vatni og blanda saman menningu og
útivist með þessum hætti.
„Í Mývatnssveit býðst margskon-
ar afþreying, og menningarleg
kvöldstund þar sem hlustað er á fal-
lega tónlist er sérlega góður endir á
degi þar sem farið hefur verið í góð-
an göngutúr um náttúruna eða látið
líða úr sér í hlýjum jarðböðum,“ seg-
ir hún.
„Margir gestir velja að verja ein-
mitt föstudeginum langa í gönguferð
kringum vatnið, með heimsókn í
jarðböðin á eftir. Þá má fá sér góðan
kvöldverð á Hótel Reynihlíð áður en
haldið er af stað á tónleikana.“
ai@mbl.is
Ljúfir páskatónar við Mývatn
Sígild tónlist flutt á árlegum páskaviðburði í Mývatns-
sveit. Hægt að blanda saman útivist og menningar-
upplifun í skemmtilegri ferð.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Upplifun Menningarleg kvöldstund, segir Laufey Sigurðardóttir.
Á föstudaginn langa verður föstu-
ganga annað árið í röð frá þremur
stöðum í Laufásprestakalli við Eyja-
fjörð. Frá Grenivíkurkirkju verður lagt
upp kl. 12.30, Svalbarðskirkju kl. 11 og
kapellunni á Végeirsstöðum í Fnjóska-
dal kl. 11 og haldið í Laufás. Í þjónustu-
húsinu þar verður síðan boðið upp á
fiskisúpu og þá verða jafnframt tón-
leikar kl. 14.30 í Laufáskirkju með
söngvaskáldinu Svavari Knúti.
„Við erum í fallegri sveit sem er fyr-
ir augað og andann. Svo finnst mér
líka magnað að tengja saman útivist,
hreyfingu og helgihald,“ segir sr. Bolli
Pétur Bollason, sóknarprestur í Lauf-
ási, í samtali við Morgunblaðið. „Við
fórum af stað með þetta verkefni í
fyrra og þá voru um 100 þátttakendur
– allt fólk sem gekk með Kristi á
föstudeginum langa. Ég starta hverj-
um hópi um sig með lestri úr Píslasög-
unni og þegar komið er í áfangastað
tekur við lestur Passíusálmanna hér í
Laufáskirkju og síðan tónleikar
söngvaskáldsins góða.“
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfuðból Gömlu fallegu bæj-
arhúsin í Laufási við Eyjafjörð.
Sameinast í föstu-
göngu í Laufás
Farfuglar Borgartúni 6 105 Reykjavík Sími 552 8300 thorsmork@thorsmork.is www.thorsmork.is
Þórsmörk
Fyrirtæki - skólar - vinahópar
Er hópurinn að huga að vorferð?
Komið í Húsadal og upplifið þessa náttúruperlu í aðeins 150 km fjarlægð
frá Reykjavík. Þórsmörk er sannkallað ævintýraland náttúruunnenda með
endalausum möguleikum á gönguleiðum og útiveru þar sem jöklar, ár,
fjöll og gróður kallast á í þessu magnaða landslagi.
Fjölbreytt gisting
Í Húsadal er fjölbreytt aðstaða fyrir einstaklinga og hópa til styttri eða
lengri dvalar. Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum,
smáhýsum og skálum.
Frábær aðstaða
Í glæsilegum funda- og veitingasal eru sæti fyrir um 100 manns, hvort
sem um er að ræða fundi, ráðstefnur eða veisluhöld. Við getum boðið
upp á fulla þjónustu í mat og drykk fyrir hópa. Auk þess eru gufubað og
sturtur á staðnum og hvað er betra eftir hressandi gönguferð en að
skella sér í gufu?
Fróðleikur um gosin.
Við bjóðum upp á fyrirlestur og myndasýningu um gosin í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi og
afleiðingar þeirra. Einnig skipuleggjum við gönguferðir, kvöldvökur, leiki, grillveislur og gerum tilboð
í akstur. Hafið samband eða farið á vefsíðu okkar www.thorsmork.is til að fá frekari upplýsingar.
Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir fjöl-
breytt safn skjala sem tengjast lífi og
starfi Jóns Sigurðssonar. Sýnishorn af
þessum skjölum má sjá á sýningu í
Bókasal Þjóðmenningarhússins frá og
með næstkomandi laugardegi, 16. apríl.
Elst þeirra er gjafabréf föður hans á
hluta í jörðinni Gljúfurá í Arnarfirði sem
veitti Jóni bæði kosningarétt og kjör-
gengi til Alþingis. Þá gefur að líta skjöl
sem tengjast daglegu lífi Jóns og af-
skiptum hans af stjórnmálum. Yngstu
skjölin varða dánarbú Jóns. Þar á meðal
er erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur,
ekkju Jóns, 12. desember 1879 með
nafni hennar undir. Með erfðaskránni
var stofnaður sjóðurinn Gjöf Jóns Sig-
urðssonar.
Sýningin er sett upp í samvinnu
Þjóðskjalasafns Íslands og Þjóðmenn-
ingarhússins í tilefni af því að í ár eru
200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðs-
sonar. Fyrir er í Þjóðmenningarhúsinu
sýningin Óskabarn – æskan og Jón
Sigurðsson, þar sem fjallað er um ævi
og störf Jóns út frá sjónarhóli barna.
Sýningar í Þjóðmenningarhúsinu eru
opnar daglega frá kl. 11 til 17. Rétt er að
vekja athygli á því að sýningar verða
opnar á sama tíma alla páskahelgina,
frá og með skírdegi til og með annars
páskadags.
Skjöl Jóns í Þjóðmenningarhúsi