Morgunblaðið - 16.04.2011, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Vilt þú starfa hjá
sjálfstæðum banka með
ánægða viðskiptavini?
Nánari upplýsingar veitir Hildur Þórisdóttir, starfsmannastjóri
MP banka, hildur@mp.is.
Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl n.k. Umsækjendur eru
vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu MP banka,
www.mp.is/starfsumsokn eða senda umsóknir á starf@mp.is.
Viðskiptastjóri
Við erum að leita að viðskiptastjóra í útibú bankans
í Borgartúni sem mun fá það verkefni að afla nýrra
viðskiptavina og sinna langtímasambandi við þá, með
sérstaka áherslu á fyrirtæki. Starfið felst í að veita faglega
og trausta ráðgjöf til viðskiptavina og hafa eftirfylgni með
nýjum viðskiptavinum og flutningi viðskipta þeirra frá
öðrum banka eða sparisjóði.
Hæfni og þekking
• Reynsla af bankastörfum skilyrði
• Mikilvægt að viðkomandi sé talnaglöggur
og nákvæmur í vinnubrögðum
• B.Sc. próf í viðskiptafræði eða sambærilegt
• Þekking á rekstri fyrirtækja, greiningu ársreikninga
og áætlana
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til
að ná árangri í starfi
Sérfræðingur í bakvinnslu
Við erum að leita að sérfræðingi í bakvinnslu lánamála til
að sjá um daglega skráningu, yfirferð og afstemmingu
útlána, gerð greiðslumats og lánshæfismats. Viðkomandi
mun hafa umsjón með verkefnum vegna skuldavanda og
innheimtumála og verður fulltrúi bankans í vinnuhópum
vegna skuldamála.
Hæfni og þekking
• Reynsla af bakvinnslu lánamála skilyrði
• Haldgóð þekking á útlána- og vanskilamálum
• B.Sc. próf í viðskiptafræði eða sambærilegt
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð
• Góðir samskiptahæfileikar
• Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri
í starfi og taka þátt í þróun verkefna
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
Það eru spennandi tímar framundan hjá MP banka og því leitum við að öflugum einstaklingum til starfa í
útibú bankans í Borgartúni og í bakvinnslu. Við leggjum áherslu á ánægða viðskiptavini og að veita þeim
úrvals þjónustu. Ef þú vilt starfa hjá banka sem horfir til framtíðar og tekur virkan þátt í uppbyggingu á
Íslandi þá erum við að leita að þér.
Sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytiðAt vinnuátak
75-85 sumarstörf
AVS rannsóknasjóður til að auka verðmæti
sjávarfangs – allt að 25 styrkir
Í boði eru allt að 25 styrkir til fjölbreyttra,
afmarkaðra verkefna sem eiga að auka
verðmæti sjávarfangs og/eða efla starfsemi
fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Veittir verða styrkir til verkefna bæði á
höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar er að finna á vef sjóðsins
www.avs.is
Fiskistofa – allt að 7 sumarstörf
Í boði eru allt að 7 fjölbreytt störf, m.a.
tengd eftirliti, veiðum, vinnslu, verkferla- og
skýrslugerð o.fl. Störfin verða unnin bæði á
höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar er að finna á vef
Fiskistofu www.fiskistofa.is
Matvælastofnun – allt að 4 sumarstörf
Í boði eru allt að 4 sumarstörf tengd eftirliti
með fiskiskipum og aflameðferð og sem
staðsett verða á höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar er að finna á
vef Matvælastofnunar www.mast.is
Hafrannsóknastofnunin
– allt að 16 sumarstörf
Í boði eru allt að 16 sumarstörf af fjölbreyttu
tagi, m.a. við sýnasöfnun og úrvinnslu, stafræna
ljósmyndun botnþörunga, svifdýragreiningar,
jarðfræðirannsóknir o.fl. Störfin verða unnin bæði
á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar er að finna á vef
Hafrannsóknastofnunarinnar www.hafro.is
Veiðimálastofnun – allt að 6 sumarstörf
Í boði eru allt að 6 fjölbreytt störf sem varða
ýmsa þætti í starfsemi stofnunarinnar og sem
unnin verða bæði á höfuðborgarsvæðinu og
á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar er að finna á vef
Veiðimálastofnunar www.veidimal.is
Matís ohf. – allt að 25 sumarstörf
Í boði eru allt að 25 störf sem öll koma að
nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi.
Störfin verða unnin víða um land af fólki
á mismunandi fagsviðum.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Matís ohf.
www.matis.is
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur hrundið af stað atvinnuátaki í samvinnu við stofnanir ráðuneytisins;
AVS rannsóknasjóð, Fiskistofu, Matvælastofnun, Hafrannsóknastofnunina, Veiðimálastofnun og Matís ohf.
Miðað er við að Verkefnasjóður sjávarútvegsins veiti fé til stofnananna til að ráða sumarfólk til verkefna sem falla undir verkefnasvið sjóðsins, en Verkefnasjóður
sjávarútvegsins veitir styrki til rannsókna, nýsköpunar og eftirlits á sviði sjávarútvegs.
Áætlað er að verkefnin verði unnin bæði á Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggðinni og að hvert starf standi í u.þ.b. tvo mánuði.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur þannig ákveðið að bregðast við miklum skorti á sumarstörfum og skapa, í samvinnu við stofnanir sínar, 75-85 sumarstörf
um land allt sem kalla á fjölbreytilegan bakgrunn á verkefnasviði ráðuneytisins. Öll störfin henta jafnt konum sem körlum.
ÍM
Y
N
D
U
N
A
R
A
F
L
/
S
L
R