Morgunblaðið - 16.04.2011, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 5
Veiðiheimili
Ráðskona/ráðsmaður óskast
Við leitum að starfsmanni til að taka að sér
rekstur á stóru og góðu veiðiheimili á
Norðurlandi í sumar. Reynsla í matargerð
nauðsynleg. Fagmennska í fyrirrúmi.
Umsóknum með upplýsingum um aldur, nám
og fyrri störf skal skilað fyrir 21. apríl nk.
Sendist til: htholm@talnet.is
Rekstrarstjóri
Starfs og ábyrgðarsvið:
Dagleg stjórnun ferðaþjónustunnar
Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri
Umsjón með markaðs- og kynningarmálum
Er tengiliður við ferðamáladeild Hólaskóla
Önnur rekstrartengd verkefni
Menntun-og hæfniskröfur:
Menntun og reynsla á sviði ferðamála, stjórnunar og
rekstrar
Góð tungumála- og tölvukunnátta
Frumkvæði, skipulagshæfni og metnaður til að ná árangri
í starfi.
Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
Um er að ræða 100% stöðu til framtíðar. Umsóknar-
frestur er til 27. apríl næstkomandi. Æskilegt er að við-
komandi geti hafið störf sem fyrst
Matreiðslumaður
Starfs og ábyrgðarsvið:
Dagleg stjórnun og rekstur mötuneytis og veitingasölu
veitingahússins Undir Byrðunni
Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri eldhúss og veitingasölu í
samstarfi við rekstrarstjóra
Vinnur einstök verkefni í samstarfi við ferðamáladeild
háskólans
Menntun-og hæfniskröfur:
Matreiðslumenntun og/eða reynsla á sviði matreiðslu og
rekstrar
Þekking og reynsla í stjórnun æskileg
Frumkvæði og skipulagshæfni og metnaður til að ná
árangri í starfi.
Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
Um er að ræða 100% stöðu allt árið. Umsóknarfrestur er
til 27. apríl næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf eigi síðar en 1. júlí.
Ferðaþjónustan á Hólum í Hjaltadal auglýsir lausar
stöðu rekstrarstjóra og stöðu matreiðslumanns
Ferðaþjónustan á Hólum er tveggja ára fyrirtæki, í eigu Háskólans á Hólum. Ferðaþjónustan veitir fjölþætta
þjónustu þeim fjölmörgu ferðamönnum, heimamönnum, og nemendum sem koma heim að Hólum. Á Hólum
er leikskóli og grunnskóli og fjölskylduvænt umhverfi og samfélag. Þetta er einstakt tækifæri til þátttöku í enn
frekari uppbyggingu og eflingu ferðaþjónustu á Hólum í Hjaltadal í nánu samstarfi við fagfólk ferðamáladeildar
Háskólans á Hólum.
Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg B. Ólafsdóttir eða Guðmundur B. Eyþórsson í síma 455-6300. Vinsamlegast sendið um-
sóknir ásamt ferilskrá og staðfestingu á prófgráðum til Ferðaþjónustunnar á Hólum, 551 Sauðárkrókur b.t. Sigurbjargar eða
á netfangið sigurbjorg@holar.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Skinney - Þinganes óskar eftir að
ráða í tvö störf í viðhaldsdeild
Rafvirki
Rafvirki sinnir almennri þjónustu í fiskvinnslu, fiskimjöls-
verksmiðju og bátum félagsins. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi reynslu af uppsetningu og viðhaldi á búnaði
og vinnslulínum tengdum sjávarútvegi. Reynsla af
uppsetningu og viðhaldi á rafbúnaði í skipum og þekking
á PLC forritun og skjámyndakerfum er einnig æskileg
en ekki krafa. Leitað er eftir iðnmenntuðum rafvirkja/
rafeindavirkja sem hefur metnað.
Upplýsingar veita:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Brynhildur Halldórsdóttir
brynhildur@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 1. maí nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www. hagvangur.is
Viðhald
Viðgerðarmaður á vélaverkstæði mun aðallega sinna
viðhaldi á lyfturum félagsins. Einnig mun hann sinna öðru
tilfallandi viðhaldi undir stjórn verkstjóra vélaverkstæðis.
Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður hafi iðnmenntun,
vélsmíði eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi, en
hennar er þó ekki krafist.
Félagið rekur viðhaldsdeild og eru starfsmenn alls um 15. Viðhaldsdeild sinnir
viðhaldi skipa, fiskvinnslu, fiskimjölsverksmiðju, fasteigna og lóða. Viðhaldsdeild
félagsins heyrir beint undir tæknistjóra.
Skinney – Þinganes hf rekur margþætta starfsemi á Höfn í Hornafirði. Félagið rekur fiskiðjuver
og fiskimjölsverksmiðju auk þess að gera út 7 fiskiskip. Fiskvinnslan samanstendur af frystingu
uppsjávarfisks, humarvinnslu og saltfiskverkun auk hefðbundinnar bolfiskvinnslu. Velta félagsins
er um sjö milljarðar króna. Starfsmenn félagsins eru um 200.
Sunnulækjarskóli
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi
vantar umsjónarkennara á yngsta og
miðstig fyrir næsta skólaár. Einnig
vantar sérkennara við Setrið, sérdeild
Suðurlands sem starfrækt er við
skólann.
Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega
og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklings-
miðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð
nemenda og góða samvinnu allra sem að
skólastarfinu koma.
Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi,
góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í
mannlegum samskiptum. Reynsla af
teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru
mikilvægir eiginleikar.
Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í
síma 480 5400 eða birgir@sunnulaek.is og
á vef skólans.
Umsóknarfrestur er til 2. maí nk.
Umsókn með upplýsingum um menntun,
starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist
Birgi Edwald, skólastjóra,
birgir@sunnulaek.is eða
Sunnulækjarskóli,
Norðurhólum 1, 800 Selfossi.
Nuddarar
Vegna mikilla anna óskar Blue Lagoon Spa í
Hreyfingu Glæsibæ eftir því að ráða strax til
starfa reynda nuddara.
Um er að ræða fullt starf og hlutastarf.
Umsóknir sendist á hreyfing@hreyfing.is fyrir
20. apríl.
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma
569 1390 eða á maja@mbl.is
- nýr auglýsingamiðill