Morgunblaðið - 16.04.2011, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Norway Seafoods AS stærsta fyrirtæki í vinnslu
á ferskum og frystum bolfiski í Noregi óskar eftir
vélstjóra til starfa í Hammerfest.
VÉLSTJÓRI MEÐ KÆLIVÉLA-
KUNNÁTTU ÓSKAST TIL STARFA TIL
NORWAY SEAFOODS HAMMERFEST
Starfið: Yfirumsjón með kælivélum og kælibúnaði
fyrirtækisins.
Hæfni: Réttindi til að vinna að viðhaldi á
ammoníkaskerfum.
Tungumál: Norska eða enska.
Laun: Mjög góð laun í boði fyrir réttan mann.
Áhugasamir sendi inn umsókn þar sem fram koma
nauðsynlegar upplýsingar um reynslu og fyrri störf.
Umsókn sendist á Börk Árnason framleiðslustjóra:
Borkur.Arnason@akersea.no
Nánari upplýsingar veitir Börkur í síma:
+47 970 82 327
Norway Seafoods Hammerfest er ein af stærstu framleiðslu-
einingum móðurfélagsins Aker Seafoods og er staðsett i
Hammerfest – nyrsta bæ heims. Í Hammerfest búa um 10.000
manns og hjá Norway Seafoods Hammerfest starfa 130
manns í glæsilegri fiskvinnslu.
Verksmiðjan er BRC samþykkt og vinnur úr 10.000 tonnum
af þorski árlega. Boðið er upp á frítt heilsufæði; salatbar,
súpu og heimabakað brauð og hafa starfsmenn einnig frían
aðgang að netkaffi, sólarbekk, líkamsrækt og nuddi.
Starf lögfræðings
Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar óskar
eftir að ráða lögfræðing til starfa á skrifstofu sviðsins í
eitt ár.
Á starfssviði Framkvæmda- og eignasviðs eru verkleg-
ar framkvæmdir Reykjavíkurborgar og samskipti vegna
þeirra. Sviðið ber m.a. ábyrgð á byggingu, rekstri og
viðhaldi mannvirkja í eigu borgarinnar, ráðstöfun bygg-
ingarréttar, ýmsa samningagerð um framkvæmdir,
mannvirki og lóðir. Undir sviðið heyrir eignasjóður, en í
honum eru allar eignir borgarinnar, fasteignir, lönd og
búnaður.
Á skrifstofu Framkvæmda- og eignasviðs starfa 3 lög-
fræðingar. Skrifstofan er stoðeining fyrir yfirstjórn
sviðsins og fagskrifstofur þess, m.a. að því er varðar
ýmsa samningagerð og lögfræðileg álit. Auk almennrar
stjórnsýslu annast skrifstofan kaup og sölu fasteigna
og fasteignatengdra réttinda, þ.m.t. sala byggingarrétt-
ar, gerð lóðarleigusamninga o.fl.
Starfssvið
• Umsýsla og ráðgjöf vegna úthlutunar lóða og sölu
byggingarréttar.
• Ýmis skjalagerð vegna lóðamála, m.a. vegna nýrra
lóðarleigusamninga og endurnýjunar eldri samninga.
• Kaup og sala fasteigna, þ.m.t. lönd og lóðir.
• Samskipti við sýslumanninn í Reykjavík, Þjóðskrá
Íslands (fasteignaskrá), skipulags- og byggingaryfirvöld
o.fl.
• Lögfræðilegar umsagnir og álit.
• Önnur lögfræðistörf og skjalagerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Lögfræðimenntun.
• Framhaldsmenntun og hdl.-réttindi er kostur.
• Tölvuþekking og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi
sem stjórntæki.
• Mikil færni í mannlegum samskiptum og metnaður til
að ná árangri.
• Skipulagshæfni og frumkvæði.
• Kostur að hafa þekkingu á starfsemi Reykjavíkur-
borgar og stofnana hennar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ágúst Jónsson,
skrifstofustjóri Framkvæmda- og eignasviðs
(agust.jonsson@reykjavik.is) og Hólmsteinn Jónas-
son, starfsmannastjóri í síma 411 1111.
Umsóknarfrestur er til 2. maí nk.
Sótt er um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar
www.reykjavik.is undir „Atvinna“ og „Lögfræðingur
óskast til starfa hjá Framkvæmda- og eignasviði“.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heima-
síðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 411 1111 færð þú allar
upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Framkvæmda- og eignasvið
Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru á sjötta hundrað, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. verkfræðingar,
tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, iðnfræðingar, rafvirkjar, vélvirkjar og rafsuðumenn,
auk ófaglærðra starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.
Vélvirkjar
Hagsýni - Liðsheild - Heilindi
Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingum
sem hafa áhuga á margþættum og krefjandi verkefnum.
Um framtíðarstörf er að ræða.
Verksvið
Verkefnin eru fjölbreytt og felast m.a. í viðhaldi, bilanaleit,
endurnýjun og endurbótum á tæknibúnaði Norðuráls,
með aukinni áherslu á fyrirbyggjandi viðhald.
Hæfniskröfur
› Sveinspróf í vélvirkjun
› Sterk öryggisvitund
› Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við
sambærileg störf er kostur
› Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
› Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
› Lipurð í mannlegum samskiptum
› Almenn tölvukunnátta er æskileg
Hvað veitum við?
› Góður aðbúnaður hjá metnaðarfullu fyrirtæki
í stöðugri sókn
› Kraftmikill og góður hópur samstarfsfólks
› Starfsþjálfun og símenntun
› Atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun að hluta
árangurstengd
Sumarafleysingar
Við getum einnig bætt við nokkrum starfsmönnum
í sumarafleysingar á verkstæði okkar. Sömu hæfniskröfur
gilda og fyrir framtíðarstörfin nema ekki er nauðsynlegt
að umsækjendur hafi lokið sveinsprófi – þeir þurfa þó
að vera vel á veg komnir með sveinspróf.
Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl n.k.
Leggja skal inn umsókn á www.nordural.is.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Ásmundur Jónsson, asmundur@nordural.is.
Sími 430 1000.
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna
til starfa hjá Norðuráli.
Norðurál Grundartanga óskar að ráða vélvirkja í dagvinnu
- nýr auglýsingamiðill
Blaðinu er dreift í 85.000
eintökum á öll heimili
á höfuðborgarsvæðinu
Sendu pöntun á
finnur@mbl.is
eða hafðu samband
í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í blaðinu og á mbl.is
Nýtt og betra
smáauglýsingablað
alla fimmtudaga