Morgunblaðið - 16.04.2011, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar
Starf byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar er laust til umsóknar
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Byggingarfulltrúi starfar innan Skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Sviðið skiptist í
borgarskipulag og embætti byggingarfulltrúa.
Hlutverk nýs byggingarfulltrúa verður að leiða
stefnumótun og framtíðaruppbyggingu embættisins.
Byggingarfulltrúi sér um að lögum um mannvirki nr.
160/2010, öðrum lögum og reglugerðum varðandi
byggingarmál í borginni sé framfylgt. Hann ber m.a.
ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi,
staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku,
skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um
mannvirki til borgarbúa. Alls heyra 19 starfsmenn
undir byggingarfulltrúa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi í arkitektúr eða
verkfræði.
• Löggilding sem hönnuður.
• Þekking á byggingarreglugerð og reynsla af stjórnun.
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og skipu-
lagshæfni.
• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er
æskileg.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og
þjónustulund.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku,
ensku og einu norrænu tungumáli.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar er næsti yfirmaður
byggingarfulltrúa. Um laun og starfskjör fer
samkvæmt reglum um réttindi og skyldur
stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun
kjaranefndar Reykjavíkurborgar.
Umsóknir skal færa inn á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf,
fyrir 2. maí nk.
Upplýsingar um starfið veitir Ólöf Örvarsdóttir,
skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, í síma 411 3015,
olof.orvarsdottir@reykjavik.is.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
ÍSAFJARÐARBÆR
Leikskólar Ísafjarðarbæjar
auglýsa eftir leikskólakennurum
Ísafjarðarbær er bær í sókn sem hefur upp á margt að
bjóða. Má þar nefna. öfluga grunnskóla og leikskóla,
menntaskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, öflugt
tónlistar- og menningarlíf , eitt besta skíðasvæði landsins
og endalausa möguleika í að njóta einstakrar náttúrfegurðar
svæðisins. Í Ísafjarðarbæ eru fimm leikskólar, í fjórum
byggðakjörnum, á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
Leikskólarnir eru fjölbreyttir og hafa innleitt hinar ýmsu
stefnur, s.s. Hjallastefnu, Reggio Emilio og Heilsustefnu.
Stærð skólanna er frá einni og upp í fjórar deildir. Mikil
áhersla er lögð á gott samstarf milli skólanna en þó sjálf-
stæði og fjölbreytni.
• Okkur vantar leikskólakennara til starfa á þessum leik-
skólum sveitarfélagsins.
• Kröfur eru gerðar um leikskólakennaramenntun.
• Allar nánari upplýsingar veita leikskólastjórar og/eða
leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar
Leikskólinn Sólborg Ísafirði: auglýsir eftir tveimur deildar-
stjórum í 100 % starf frá 02.08.2011. Önnur staðan er tíma-
bundin ráðning í eitt ár v. launalaus leyfis.
Leikskólastjóri er: Helga Björk Jóhannsdóttir, s: 450 8285,
netfang: solborg@isafjordur.is Sólborg er fjögurra deilda
leikskóli og eru einkunnarorð skólans eru: virðing - gleði -
sköpun.
Leikskólinn Eyrarskjól Ísafirði: óskar eftir leikskólakennur-
um til starfa. Leikskólastjóri er: Nanný Arna Guðmundsdótt-
ir, s: 450 8280, netfang: eyrarskjol@isafjordur.is Eyrarskjól
er þriggja deilda leikskóli og vinnur eftir Hjallastefnunni.
Leikskólinn Laufás Þingeyri: óskar eftir leikskólakennurum
til starfa. Leikskólastjóri er: Elsa María Thompson, s: 450
8270, netfang: laufas@isafjordur.is Laufás er einnar deildar
heilsuleikskóli.
Leikskólinn Grænigarður Flateyri: óskar eftir leikskóla-
kennurum til starfa. Leikskólastjóri er: Barbara Ferster, s:
450 8260, netfang: graenigardur1@isafjordur.is Leikskólinn
er einnar deildar leikskóli og vinnur eftir Hjallastefnunni.
Leikskólinn Tjarnarbær Suðureyri: óskar eftir leikskóla-
kennurum til starfa. Leikskólastjóri er: Katrín Lilja Ævars-
dóttir, s: 450 8290, netfang: tjarnarbaer@isafjordur.is Tjarn-
arbær er tveggja deilda leikskóli og vinnur eftir kenningum
John Dewey og einkunnarorð skólans eru virðing - gleði -
sköpun.
Leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar er: Sigurlína Jónasdóttir,
s: 450 8000, netfang: leikskolafulltrui@isafjordur.is
Umsóknarfrestur er til 6. maí 2011.
8. H% 8. 3 I2'
* ,+JJ
!.!.
!
"#! #! $
% &&&
!
! $ '! (
% )
# * +,
!
/
! I2'
2
2'
! 4! .3
$
!.
.3
2
.3
!
.13
-
! #! 3
2# 2 0'
<
'
%
2'
B#
%
!
#
4
!
.#
G
!
/!#
<
2'
!
! 2' !' .
'
3
3
<# 3
!
/'
! 0 '
'
!
!
H$
2'
1!!
! ! Stykkishólmur
Laus störf
Næsta skólaár vantar okkur kennara til starfa
við Grunnskólann í Stykkishólmi.
Meðal kennslugreina eru textílmennt, íþróttir
og almenn kennsla á mið- og unglingastigi.
Einnig er laus staða umsjónarmanns með
lengdri viðveru fyrir nemendur 1.–4. bekkjar.
Frekari upplýsingar um störfin gefur Gunnar
Svanlaugsson, skólastjóri, í síma 864 8864,
netfang: gunnar@stykk.is
Grunnskólinn í Stykkishólmi.
óskar eftir að ráða nema í bakaraiðn og/eða
aðstoðarmann bakara. Svar berist á netfangið:
bjornsbakari@bjornsbakari.is eða í síma
699 8076 – Sigurður.