Morgunblaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
Ef þú kaupir Homeblest
kexpakka, 300g, gætir þú
unnið glæsilegan vinning.
4 x 55.000 kr. úttektir
17 x 18.000 kr. úttektir
frá Intersport eða Markinu.
DETTUR ÞÚ
Í LUKKUPOTTINN?
Útivistarleikur
Homeblest
Er gullskífa
í pakkanum
þínum?
Vinnur
þú?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Þó að heldur kuldalegt hafi verið um að litast á
Laugaveginum í gær var mannlífið fjölbreytt og
margir á ferli, jafnt erlendir ferðamenn, sem
komnir eru til landsins að eyða páskafríinu hér,
sem borgarbúar í verslunar- og gönguferðum.
Frá kaffihúsinu Frú Berglaugu á horni Lauga-
vegar og Bergstaðastrætis bárust ljúfir harm-
onikkutónar og fyrir utan gluggann var ferða-
maður að koma skikki á bakpokann sinn.
Morgunblaðið/Golli
Ljúfir tónar á Laugaveginum
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra segir að hans áherslur liggi
ekki í því að hafa uppi stóryrði í sam-
skiptum sínum við Breta og Hol-
lendinga. Fjármálaráðherra Hol-
lands, Jan Kees de Jager, skrifaði
hollenska þinginu bréf fyrir skömmu
þar sem vonbrigðum var lýst með
úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar
um Icesave 9. apríl síðastliðinn.
Meðal annars fólust í bréfinu hótanir
um að viðskiptaþvingunum kynni að
verða beitt gagnvart Íslandi. Inntur
eftir því hvort mark sé takandi á
slíkum hótunum, segir Steingrímur
að Íslendingar vilji helst ekki eiga
samskipti á þessum nótum: „Ég segi
í fullri hreinskilni að stóryrði og ann-
að í þeim dúr á ekki við núna. Póli-
tíkin er viðkvæm í Hollandi og ég
hef auðvitað skilning á því. Þó að
harkaleg ummæli falli í hollenska
þinginu á köflum, þýðir það ekki að
stjórnvöld þar í landi muni elta það.
Ég get bara sagt að okkar fundur
með Hollendingum í dag var mjög
málefnalegur og góður.“ En Stein-
grímur átti fund með fulltrúa hol-
lenska fjármálaráðuneytisins í
Washington í gær, í tengslum við
vorfund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Einnig hitti hann fulltrúa Frakk-
lands hjá AGS.
Fjármálaráðherra, auk efnahags-
ráðherrans Árna Páls Árnasonar og
aðstoðarseðlabankastjórans Arnórs
Sighvatssonar, fundaði með fulltrú-
um Moody’s í gær. Moody’s gaf til
kynna 23. febrúar síðastliðinn að Ís-
land kynni að verða fellt í ruslflokk,
yrðu Icesave-lögin ekki samþykkt í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Fundurinn gekk ágætlega. Við
fórum rækilega yfir málin og dæld-
um í þá öllum okkar upplýsingum.
Við vildum sannfæra þá um að við
sæjum ekki efnahagsleg rök fyrir
því að fella Ísland í ruslflokk, núna
þegar hagkerfið er að rétta úr kútn-
um, og í öllu falli að ef þeir væru í
slíkum hugleiðingum, hvort þeir
væru ekki tilbúnir að anda rólega og
sjá hvernig ynnist úr málum,“ sagði
Steingrímur. „Auðvitað er þetta fólk
misvel inni í málunum, en við reynd-
um að útskýra hver staðan væri og
að þrotabú Landsbankans myndi
fljótlega hefja útgreiðslur. Við
reyndum að skýra fyrir þeim stöð-
una á öllu því sem þeir hafa haft
áhyggjur af.“
Útskýrðu sjónarmið Íslendinga
Fjármálaráðherra, efnahagsráðherra og aðstoðarseðlabankastjóri ræddu við lánshæfisfyrirtæki á
vorfundi AGS Fjármálaráðherra segir ekki efnahagsleg rök fyrir því að setja lánshæfi Íslands í rusl
Steingrímur J.
Sigfússon
Árni Páll
Árnason
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Baldvin NC, einn togara DFFU,
dótturfyrirtækis Samherja í Þýska-
landi, landaði 200 tonnum af ferskum
fiski á Dalvík skömmu eftir miðnætti
í gær. Klukkan fjögur að morgni í
gær hófst síðan vinnsla og stóð hún
enn yfir þegar Morgunblaðið náði
tali af Þorsteini Má Baldvinssyni,
forstjóra Samherja. „Eftir því sem
ég best veit er þetta í fyrsta sinn í tvo
áratugi sem skip skráð innan ESB
landar ferskum fiski til vinnslu á Ís-
landi,“ segir hann. Að sögn Þorsteins
var mestmegnis um að ræða þorsk
sem var veiddur undan ströndum
Noregs. „Við vildum gera þessa til-
raun og mér sýnist stefna í að hún
muni heppnast vel. Þetta er náttúr-
lega löng sigling með aflann, ríflega
þrír sólarhringar,“ segir hann.
Vantaði fisk á Dalvík
Þorsteinn Már sagðist í gær
reikna með því að hluti þess afla sem
landað var í Dalvík yrði keyrður suð-
ur til Keflavíkur um kvöldið og flogið
til Evrópu um nóttina: „Ég reikna
ekki með öðru en að þetta verði síðan
komið í verslanir á þriðjudag.“
Að öllu jöfnu hefði afli Baldvins
NC verið flakaður og frystur um
borð, að sögn Þorsteins. „En núna
eru páskarnir að ganga í garð, þá er
mikill fiskneyslutími í Evrópu. Okk-
ur vantaði líka fisk inn á Dalvík, það
er hin ástæðan. Við viljum standa við
þá afhendingarsamninga sem við
höfum gert. En ég ítreka að þetta er
tilraun, að sjálfsögðu getum við land-
að þessu til vinnslu í Noregi eða
Þýskalandi.“
Þorsteinn Már segir aðspurður að
ekki sé um svokallað kvótahopp að
ræða. „Við erum að veiða í norskri
landhelgi á þýsku skipi með þýskri
áhöfn. Þetta bókast fyrst sem inn-
flutningur og síðan útflutningur,“
segir Þorsteinn, en hann segir virð-
isaukningu aflans eftir vinnsluna á
Dalvík um 100%; það eykur afgang
af viðskiptum Íslands við útlönd.
Skip skráð innan ESB land-
ar ferskum fiski á Dalvík
Vinnsla hófst á
Dalvík aðfaranótt
pálmasunnudags
Baldvin Togarinn við bryggju á
Dalvík í gær er löndun fór fram.
Pilturinn sem
lést í bílslysi í
Vestur-Land-
eyjum sl. föstu-
dag hét Ólafur
Oddur Marteins-
son. Hann var 17
ára.
Ólafur Oddur
var til heimilis að
Tröllhólum 3 á
Selfossi. Hann
stundaði nám við Fjölbrautaskól-
ann á Selfossi og starfaði einnig á
bænum Eystra-Fíflholti í Land-
eyjum, sem var hans annað heimili.
Lést í bílslysi í
Vestur-Landeyjum
Ólafur Oddur
Marteinsson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði ökumann á Miklubraut í
Reykjavík í fyrrinótt en maðurinn
ók bíl á 120 km hraða þar sem há-
markshraði er 80. Í ljós kom að
ökumaðurinn var ölvaður og hann
var einnig án ökuréttinda.
Tveir aðrir ökumenn voru teknir
grunaðir um ölvun við akstur.
Þá voru tvær líkamsárásir kærð-
ar til lögreglu. Báðar voru þær
gerðar á Lækjartorgi í miðborg-
inni.
Lögregla þurfti einnig að hafa
afskipti af samkvæmum í heima-
húsum en sagði nóttina hafa annars
verið með rólegra móti.
Próflaus og ölvaður
á 120 km hraða
„Við höfum haldið áfram að
koma okkar sjónarmiðum á
framfæri og viðbrögðin sem við
sjáum núna frá Hollendingum
og Bretum eru þess eðlis að við
gerum ekki ráð fyrir að þeir
leggi stein í götu okkar í fram-
gangi mála hjá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum,“ segir Árni Páll
Árnason.
Leggja ekki
stein í götu
ÍSLAND OG AGS