Morgunblaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
✝ Þorvaldurfæddist í
Reykjavík 29.
ágúst 1937. Hann
lést 5. apríl 2011 á
Landspítalanum í
Fossvogi. Hann
var sonur Bolla
Thoroddsen, fyrr-
verandi bæjarverk-
fræðings, og Ingi-
bjargar Tómas-
dóttur. Hann var
næstyngstur fjögurra systkina,
en þau eru Gríma, fædd 1930,
látin 2009; Bolli, fæddur 1934,
og Skúli, fæddur 1949. Hann
ólst upp fyrstu árin á Nýlendu-
götunni, en var í sveit á sumr-
in alla æsku sína og fram á
unglingsár. Vegna stríðsátaka
voru börn á þessum tíma send
í sveit og var Þorvaldur send-
ur ásamt Grímu eldri systur
Danmerkur og Þorvaldur hef-
ur nám í Byggeteknisk Høj-
skole í Horsens, og útskrifast
hann 1973 sem tæknifræð-
ingur. Hann vann síðan hjá Ís-
taki og eftir það á verk-
fræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, en megnið af
starfsævinni vann hann á
tæknideild Landspítalans.
Áhugamál Þorvaldar var
söngur. Hann var í mörgum
kórum gegnum árin og alveg
til enda, en annað áhugamál
var náttúran og sumarhúsið
sem þau hjónin áttu sér í Út-
hlíð í Biskupstungum. Þorvald-
ur fór mikið til skotveiða með-
an hann hafði heilsu til og
vann mikið við viðbætur og
endurbætur við sumarhúsið.
Útförin fer fram frá Grens-
áskirkju í dag, 18. apríl, og
hefst hún kl. 15.
sinni á bæinn
Stóra-Múla í
Saurbæ í Dölum,
og undi hann hag
sínum vel þar.
Hann gekk í
marga skóla, lauk
t.a.m. landsprófi
frá Núpi í Dýra-
firði, gekk svo í
Menntaskólann á
Laugarvatni en
lauk stúdentsprófi
frá MR. Hann hóf störf hjá At-
vinnudeild byggingariðnaðar-
ins og vann þar er hann
kynntist konu sinni Guðrúnu,
en þau gengu í hjónaband
1963. Hún átti fyrir soninn
Guðmund, f. 1962, og gekk
Þorvaldur honum í föðurstað,
og 1976 ættleiða þau soninn
Ægi Gauta.
Árið 1968 flytjast þau til
Sæll, pabbi minn. Það er rétt
sem sagt er að öll eigum við eftir
að deyja. Hvenær tíminn svo
kemur er annað mál og flóknara
að skýra, en ávallt er sárt fyrir
ástvini að sjá á eftir sínum fara,
jafnvel þó að mild, líknandi hönd
sálnaberans hafi snert hann á
ljúfasta máta sem mögulegur er.
Segið það móður minni,
að mörg hafi sprek brunnið,
héla, sem huldi rúður,
hjaðnað og runnið.
Skin leggur af skari.
Skuggar falla á glugga.
En minningar á ég margar,
sem milda og hugga.
(Davíð Stefánsson)
Ég minnist föður míns á marg-
an hátt, en fyrst og fremst minn-
ist ég hans sem mikils söng-
manns. Hann var í kórum og
kórastarfi alla sína ævi, nokkrum
kórum, líkt og Grensáskirkjukór,
kór Hjallakirkju, kór Víðistaða-
kirkju, Söngsveitinni Fílharmón-
íu svo eitthvað sé tekið hér til.
Þriðjudags- og fimmtudagskvöld
voru nánast fastur liður í minni
æsku sem æfingakvöld hjá pabba,
og þegar hann var að æfa stór
verk, þá hlakkaði ég til að geta
farið á þau með mömmu og heyrt
hvernig til tókst. Pabba þótti allt-
af gaman að syngja, og sérlega
þótti honum gaman að henda
fram einhverri kankvísri vísu eða
ljóðmæli sem hann hafði tekið
upp einhvern tíma fyrr á sínni tíð,
oft á menntaskólaárunum, og
glotti svo eftir á, því hann vissi að
þetta gladdi mig og hann gerði
þetta, líkt og allt sem hann tók sér
fyrir hendur, til að gleðja aðra.
En ég minnist ekki einungis
söngsins, því pabbi var líka dug-
legur að vinna í sumarhúsinu sem
hann byggði, með hjálp góðra
vina og samstarfsmanna af Land-
spítalanum – og fór ég oft með
honum fyrstu sumrin til að hjálpa
til við uppslátt, en sérstaklega til
þess að fylgjast með og læra.
Hann pabbi var duglegur og trúði
á að maður ætti alltaf að gera
hlutina sjálfur. Þrautseigju og
framsýni foreldra minna ber
gróðurinn kringum bústaðinn í
dag vitni – og er hann sannkölluð
vin, og finnst mér og Hrefnu hann
vera afdrep okkar frá amstri
hversdagsins. Þá hafði ég gaman
af hve mikið mamma og pabbi
vildu hreyfa sig og fór ég oft á
mínum yngri árum með þeim í
fjallgöngur og gönguferðir í Heið-
mörkinni og ræddi við pabba um
landið, og hlustaði á sögur pabba
úr vitabyggingunum í kringum
1960, en hann vann í Landmæl-
ingunum og fór um allt land og
lærði mikið um landið okkar, og
einnig reisti hann bæði vita á af-
skekktum stöðum, og gerði við
þá, sérstaklega heyrði ég mikið af
Hornbjargsvita.
Pabbi, ég mun aldrei gleyma
hvernig þú hjálpaðir mér með
heimanámið, neitaðir að leyfa
mér að gefast upp gagnvart
stærðfræðinni, eða hvernig þú
studdir mig í gegnum allt sem ég
tók mér fyrir hendur. Við höfðum
jú okkar mismunandi skoðanir á
hlutunum, en við gátum alltaf
unnið saman, og þú hafðir sérlega
gaman af að sjá hvað ég var orð-
inn handlaginn í mínum verkum í
bústaðnum, enda var ég alltaf
boðinn og búinn að hjálpa þér þar.
Það gladdi mig að það gladdi þig,
og tekur það mig sárt að þú skulir
vera farinn svona snemma frá
okkur öllum. Hvíl í friði og
sjáumst í næsta lífi.
Þinn stolti sonur,
Ægir Gauti.
Í dag kveðjum við ástkæran,
fyrrverandi tengdaföður minn.
Þorvaldur reyndist okkur dóttur
minni, Kristrúnu, alltaf mjög vel
og þótti okkur afar vænt um
hann. Hann var rólegheitamaður
en lét okkur finna fyrir hlýju og
umhyggju og fyrir það er ég mjög
þakklát. Kristrúnu minni þótti
líka mjög vænt um afa sinn og á
góðar minningar um hann. Svo
fæddist Tristan Berg, langafa-
barn Þorvaldar, og þá fjölgaði
heimsóknum hans til okkar svo
um munaði og fannst honum alltaf
gaman að leika og spjalla við lang-
afabarnið sitt.
Elsku Þorvaldur, ég er þakklát
fyrir að hafa kynnst þér og á
margar góðar minningar um þig.
Hvíl þú í friði. Elsku Guðrún og
fjölskylda: Ég bið góðan Guð að
varðveita ykkur í sorginni.
Gunnhildur Halla.
Það eru komin sjö ár síðan ég
stóð vandræðaleg á tröppunum í
Heiðarhjallanum, komin í mat til
að hitta foreldra kærastans míns.
Vandræðagangurinn hvarf þó um
leið og inn var komið. Við Þor-
valdur fórum að spjalla og kom-
umst fljótt að því að við áttum
sömu ástríðuna í lífinu, sönginn.
Söngurinn skipti Þorvald miklu
máli og var hann virkur í kóra-
menningu landsins, lét hann sér
ekki nægja að vera í einum kór
heldur var hann yfirleitt í tveimur
kórum samtímis. Best mátti sjá
ástríðu hans á söngnum þegar
hann söng Krýningarmessu Moz-
arts á tónleikum í Hjallakirkju að-
eins tveimur dögum áður en hann
lagðist inn á spítala í hinsta sinn.
Þorvaldur var fróður maður og
hafði einstaklega gaman af því að
segja frá lífi sínu, hvort sem það
voru uppvaxtarárin í sveitinni,
starfið hjá Landmælingum eða
sögur úr Hafnarfirði. Það var allt-
af jafnskemmtilegt að hlusta á
hann og alltaf náði ég að safna í
fróðleikskistuna mína. Það var
fyrstu vikuna á þessu ári sem
Þorvaldur lagðist inn á spítala, við
vissum að það væri eitthvað al-
varlegt að, en hvað það var grun-
aði okkur ekki. Greiningin kom,
hún var mikið reiðarslag fyrir
okkur öll. Þorvaldur tók þó veik-
indunum með miklu æðruleysi.
Við vorum bjartsýn á að hann
gæti notið lífsins og átt góðan
tíma með okkur og voru þeir feðg-
ar duglegir að skipuleggja þær
framkvæmdir sem þeir ætluðu að
leggjast í í sumar í sumarbústaðn-
um í Úthlíð. Hlutirnir gerðust þó
hratt, alltof hratt, ekkert okkar
óraði fyrir því að kallið kæmi
svona fljótt og snöggt. Eftir sitj-
um við með yndislegar minningar
um hjartahlýjan og söngelskan
föður, tengdaföður og vin.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Hrefna Kristín.
Góður vinur okkar hjóna og
tengdafaðir dóttur okkar, Þor-
valdur Thoroddsen, er nú látinn.
Okkur sem stóðum honum næst
kom sú fregn ekki á óvart þar
sem stutt en erfið veikindi voru
að baki. Það er þó alltaf sárt þeg-
ar góður vinur kveður. Ég kynnt-
ist Þorvaldi fyrir um það bil 20 ár-
um þegar ég hóf að syngja með
kór Víðistaðasóknar í Hafnar-
firði. Þar söng Þorvaldur með
sinni tæru tenórrödd sem fyllti
vel. Þegar vel er skipað í rúmin
skiptir fjöldinn ekki máli. Þannig
var það með Þorvald. Þegar hann
var mættur var vel mannað.
Hann naut þess að syngja og hélt
sinni fallegu tenórrödd til hins
síðasta, söng á tónleikum með
kór Hjallakirkju tveim kvöldum
áður en hann lagðist banaleguna.
Honum nægði ekki einn kór,
heldur söng auk þess með kór
Grensáskirkju. Kynni okkar Þor-
valdar endurnýjuðust síðan fyrir
um sjö árum þegar dóttir okkar
hjóna kynnti okkur fyrir tilvon-
andi eiginmanni sínum, sem var
þá enginn annar en Ægir Gauti,
sonur Þorvaldar og Guðrúnar,
eiginkonu hans. Síðan hefur verið
góður vinskapur á milli þessara
tveggja fjölskyldna. Alltaf var
jafnhlýlega tekið á móti okkur
hvort sem var í Heiðarhjallanum
eða í sumarbústaðnum í Úthlíð.
Sumarbústaðurinn er sælureitur
fjölskyldunnar og stolt Þorvald-
ar. Þar átti hver spýta og hver
nagli sína sögu. Bústaður byggð-
ur af eiganda sínum af kærleika.
Alltaf var verið að huga að við-
haldi og endurbótum. Núna síð-
ast í haust var hafin bygging á
baðhúsi við bústaðinn og skyldi
því verki lokið nú í vor. Mennirnir
ætla, en Guð ræður. Þannig að
Þorvaldur vinur okkar fer ekki
fleiri ferðir austur í bústað eða
syngur í fleiri messum eða tón-
leikum í þessari jarðvist. Við er-
um þess þó fullviss að hans hefur
verið þörf í annan og stærri kór,
sem syngur um alla eilífð. Við
biðjum Guð að blessa Guðrúnu,
Ægi Gauta og Hrefnu Kristínu,
ásamt fjölskyldunni allri. Guð
Þorvaldur Thoroddsen
✝ Sesselja fædd-ist 15. október
1917 á Strandgötu
35 í Hafnarfirði.
Hún lést sunnu-
daginn 10. apríl
2011 á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Elínborg
Elísdóttir, f. í
Gíslakoti, Álfta-
nesi, og Pétur
Björnsson sjómaður, f. í
Reykjavík. Sesselja var elst af
fimm systrum. Þær hétu Vig-
fúsína, Hulda, Ásdís og Alda.
Þær eru allar látnar.
Á sumrin fór hún í sveit að
Seli í Flóa og var við störf á
Hvítárvöllum og Ferstiklu
þegar hún hafði aldur til. Þá
var hún einnig vinnukona á
hafnfirskum heimilum uns
Maggý Júlíusdóttir, f. 4. októ-
ber 1947, d. 27. september
1977, Björn Birgir, f. 4. maí
1950, Ástráður, f. 24. febrúar
1953, sambýliskona Sigrún
Oddgeirsdóttir, f. 8. mars
1959. Grímur, f. 8. apríl 1954,
maki Birna Bjarnadóttir, f. 1.
janúar 1956, Sófus, f. 8. apríl
1954, maki Helga Halldórs-
dóttir, f. 23. júní 1954, Rann-
veig, f. 7. september 1960,
maki Finnbogi Rúnar And-
ersen, f. 24. mars 1956. Af-
komendur Sófusar og Sesselju
eru í dag orðnir 113.
Eftir að börnin fóru að líta
dagsins ljós gerðist Sesselja
heimavinnandi húsmóðir. Hún
drýgði tekjur heimilisins með
því að hafa kostgangara og
var oft með tíu manns í mat
auk eigin fjölskyldu. Þá starf-
aði hún einnig í um tólf ár í
fiskiðjuveri Bæjarútgerð-
arinnar samhliða húsmóð-
urstörfum eftir að börnin fóru
að vaxa úr grasi.
Útför Sesselju fer fram í
Fríkirkju Hafnarfjarðar í dag,
18. apríl 2011, kl. 13.
leiðir hennar og
Sófusar Berthel-
sen lágu saman.
Sófus fæddist 18.
október 1914 á Jó-
fríðarstaðavegi 8b,
Hafnarfirði. Sess-
elja og Sófus giftu
sig 24. september
1938. Þau hófu bú-
skap á Brekku-
götu 7 en lengst af
bjuggu þau á
Hringbraut 70.
Sesselja og Sófus eignuðust
átta börn. Elst er Elísa Vil-
borg, f. 30. apríl 1939, sam-
býlismaður Pétur Bjarnason, f.
17. júlí 1941, Pétur Ágúst, f.
12. júní 1941, d. 13. maí 1983,
maki Guðný Þ. Böðvarsdóttir,
f. 19. júní 1942, Jóhann Krist-
inn, f. 3. janúar 1943, d. 22.
janúar 1972, maki Hallfríður
Mikið á ég eftir að sakna þín,
elsku mamma mín. Þú varst svo
einstök kona, trygg, umhyggju-
söm og hlý. Ég naut þess að vera
með þér, dúllast í kringum þig,
spjalla, fara með þér í veislur og
ferðalög. Það mun vanta mikið
þegar þú verður ekki lengur með
mér.
Þú varst með allar afmælis-
daga, fermingar eða aðrar at-
hafnir á hreinu. Ef þér var ekki
boðið þá gastu móðgast. Bara
núna í mars spurðir mig hvort
ekki væri að koma að ferming-
unum. Þú vissir að það ætti að
ferma tvö langömmubörnin þín.
Þú baðst mig um að kaupa fyrir
þig fermingargjafir handa þeim
sem var ekkert mál, en jafnframt
sagði ég þér að ég kæmist ekki í
þessar fermingar, þá sagðir þú:
„Æi, jæja, en það hefði verið
gaman að geta aðeins kíkt.“ Þú
sem sagt ætlaðir að fara þótt þú
værir orðin 93 ára og orðin svona
heilsulaus, bara sást þér ekki
fært um að fara vegna þess að ég
gat ekki farið með þér.
Fyrir rúmum tveim árum varð
næstelsta barnabarnið þitt, Her-
dís, og hennar maður, Jósteinn,
sem búa í Noregi 50 ára og þau
ætluðu að halda upp á það í Nor-
egi í ágúst. Þig langaði svo mikið
að fara. En þar sem þú varst
komin í hjólastól gekk ekki upp
að fara þangað sem veislan átti
að vera. Ég sagði þér að það væri
ekkert mál að fara í heimsókn til
Noregs til þeirra hjóna um vorið.
„Ekkert mál,“ sagðir þú og við
skelltum okkur út til Noregs
ásamt Finnboga tengdasyni þín-
um. Þú þá orðin 90 ára gömul og
við skemmtum okkur vel.
Þið pabbi voruð hjá mér og
minni fjölskyldu öll jól eftir að ég
byrjaði að búa að undanskildum
tvennum jólum. Þau jól vantaði
mikið því þið voruð ekki hjá okk-
ur. Síðustu jól komstu til okkar
upp á Akranes og naust aðfanga-
dagskvölds með okkur, samtals
voru við 13 saman og það
skemmdi ekki fyrir þér að hafa
okkur öll í kringum þig.
Mörg ferðalög erum við búin
að fara í saman. Ég man vel eftir
tjaldferðalögunum þegar ég var
lítil stelpa, þá var eitt tjald notað
til að sofa í og annað tjald sem þú
hafðir sem eldhús. Það tjald var
hvítt með engum botni. Þegar ég
var komin með fjölskyldu þá
héldum við áfram að ferðast
saman, bæði í útilegum, heim-
sókn til skyldmenna út á land
eða í sumarbústað. Og alltaf var
passað að hafa spil með því þér
fannst svo gaman að spila vist
eða kana.
Þú hugsaðir vel um börnin
mín, passaðir þau fyrir mig og
varst þeim svo góð. Ég mun ætíð
vera þér þakklát fyrir það. Þau
hefðu ekki getað átt betri ömmu
og afa.
Ég veit það, elsku mamma, að
þótt þú sért farin þá mætir þú í
allar veislur og ferð í öll ferðalög
eins og þú varst vön.
Þið pabbi munuð alltaf eiga
sess í hjarta mínu og ég geymi
minningarnar um ykkur vel.
Þín elskulega dóttir,
Rannveig.
Ég kveð í dag í hinsta sinn
elskulega tengdamóður mína,
Settu, eins og hún var ætíð köll-
uð. Mér er það í fersku minni
þegar ég sá hana fyrst fyrir tæp-
um 40 árum. Hún kom stormandi
inn í herbergi hjá Sófusi syni sín-
um í peysufötum og ég hélt að
þar færi amma hans, það var
ekki svo vanalegt að klæðast
peysufötum rúmlega fimmtug.
En Setta notaði öll tækifæri sem
buðust til þess. Hún hafði svo
gaman af því að punta sig og
skreyta og bað mig oft um að
vera sér innan handar, ef þurfti
að endurnýja í fataskápnum.
Setta og Fúsi unnu í Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar um árabil.
Þó hún þyrfti að vefja fætur sína
tvisvar á dag vegna fótasára þá
var aldrei kvartað.
Það hafði mikil áhrif á Settu
að missa tvo syni í slysum tengd-
um sjónum og lagði hún því
mikla áherslu á að börnin sín létu
vita af sér og mátti læra af því
hjá henni. Alltaf var Setta boðin
og búin til þess að leyfa ömmu-
börnunum að koma og vera dag-
stund, ef á þyrfti að halda.
Setta var félagsvera og naut
þess að vera innan um fólk, elsk-
aði að hafa hin ýmsu boð sjálf.
Hún hafði einstaklega gaman af
því að spila og í útilegum og sum-
arbústaðaferðum fjölskyldunnar
var mikið spilað, talað og hlegið.
Mínar vinkonur og systur hafa
notið þess að hitta hana í afmæl-
um.
Ég minnist hennar með hlýju
og þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar með henni.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Halldórsdóttir.
Mig langar að segja nokkur
orð í minningu tengdamóður
minnar, hennar Sesselju eða
Settu eins og hún var kölluð.
Þegar ég kom inn í þessa fjöl-
skyldu þá voru tengdaforeldrar
mínir þau fyrstu sem tókum mér
opnum örmum. Eftir að ég hafði
mætt á Hjallabrautina og svarað
nokkrum spurningum, buðu þau
mig velkomin og eftir það átti ég
ætíð hauk í horni þar sem Setta
var.
Síðustu árin vorum við hjónin
mjög mikið í kringum hana og
reyndum að gera það sem við
gátum fyrir hana, og fengum að
launum mikið þakklæti og hlýju
sem mér finnst í dag vera ómet-
anleg og ég er í dag óendanlega
stoltur af því að hafa þekkt þig.
Þú varst alltaf að hugsa um
okkur sem vorum í kringum þig
og vildir allt fyrir okkur gera,
það skilur eftir margar minning-
ar að hugsa um þennan tíma með
þér, allar ferðirnar sem við fór-
um, hvort sem það var nú bara í
afmæli hjá barnabörnum í sum-
arbústað eða til útlanda, allt eru
þetta aðeins góðar minningar og
ljúfur tími. Og seinast fyrir
þremur vikum þegar ég átti af-
mæli vildir þú hafa þig til, setja
upp armböndin þín og eyrna-
lokka af því ég átti afmæli.
Takk fyrir allt og megir þú
eiga góða ferð um nýjar lendur,
blessuð sé minning þín.
Finnbogi.
Elsku hjartans amma mín, þín
verður svo sárt saknað. Ég mun
halda fast í allar minningarnar
um þig og allt það sem við gerð-
um saman. Ég gleymi aldrei öll-
um ferðalögunum, spilakvöldun-
um, bingóferðunum og
kvöldstundunum sem við sátum
saman, ég, Venni, þú, Sófus afi
og litla Kristín mín sem sat og
horfði á okkur spila. Þegar ég
komst ekki til þín í nokkra daga
þá komstu bara röltandi til mín
þegar ég bjó á Laufvanginum
sem mér fannst æðislegt. Allar
næturnar sem ég gisti hjá þér og
afa. Ég man vel eftir þegar ég
gisti hjá þér í eitt sinn þegar afi
fór á spítala, ég fór á vídeóleig-
una dag eftir dag til að taka ís-
lenska mynd á leigu handa okk-
ur. Það endaði þannig að við
vorum búnar að horfa á allar ís-
lensku myndirnar sem til voru á
leigunni.
Ég hef alla tíð verið mikið hjá
þér og afa, litla Haukastelpan
ykkar. Ég kom oft til þín að spila
kana á daginn og var hjá þér
heilu tímana, einnig fór ég oft
með þér á skemmtanir sem voru
í kringum þig. Þú varst veislu-
kona mikil og elskaðir blóm og
franskar vöfflur, þú ljómaðir öll
þegar maður kíkti til þín með
rósabúnt í annarri og franskar
vöfflur í hinni. Þú varst með allar
Sesselja Vilborg
Pétursdóttir