Morgunblaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 Axel Jóhann Axelsson bendir á aðríkisstjórnin hafi öll einkenni Ragnars Reykáss: Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lýstu ráðherrarnir í ræðu og riti hvílíkt hörmungarástand myndi skapast í landinu yrðu lögin felld, vegna þess að enginn erlendur fjárfestir eða lánastofnun myndi vilja koma inn fyrir tvö hundruð mílna landhelgina og skuldatrygg- ingarálag landsins færi upp úr öllu valdi og lánshæfismat að sama skapi á sorp- haugana.    Eftir þjóð-aratkvæðagreiðsluna kveður við algerlega annan tón hjá ráðherr- um ríkisstjórnarinnar, sem nú hafa lagst í ferðalög til að útskýra fyrir heiminum hve ótrúlega vel gangi á öllum sviðum í landinu, ekki síst sé árangur í efnahagsmálum stórkost- legur og NEIið í þjóðaratkvæða- greiðslunni skipti ekki nokkru máli fyrir þann mikla upp- gang sem þegar er orðinn hér um sveit- ir, sem þó sé aðeins sýnishorn af þeirri velmegun sem hér muni ríkja á næstu mánuðum.“    Og Axel bendir á að Árni PállÁrnason sem hræddi menn með einangrun Íslands eftir Nei segi nú: „Nú síðustu viku höfum við ekki séð nein slík viðbrögð. Það er ekki að sjá að nei-ið hafi haft teljandi áhrif á mat á greiðsluhæfi Íslands í viðskiptum með skuldatryggingaálag Íslands og það er ekki heldur að sjá að þetta hafi áhrif á erlenda fjárfestingu. Þvert á móti kom bein erlend fjárfesting í ís- lenskan banka á mánudaginn var.“    Ríkisstjórnin er Ragnari Reykássannarlega til sóma þessa dag- ana,“ segir Axel og tekur sjálfsagt eftir að jafnvel Árni Páll sér ekki til sólar fyrir Ragnari, og er þá langt gengið. Ragnar Reykás Ríkisstjórn Reykáss STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 17.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 6 skýjað Egilsstaðir 6 skýjað Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað Nuuk -12 snjókoma Þórshöfn 9 skýjað Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað London 17 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 15 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 17 léttskýjað Moskva 7 alskýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 10 skúrir Winnipeg -1 alskýjað Montreal 6 skýjað New York 12 heiðskírt Chicago 5 skýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:46 21:09 ÍSAFJÖRÐUR 5:41 21:24 SIGLUFJÖRÐUR 5:23 21:08 DJÚPIVOGUR 5:13 20:41 Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið? Fulltrúaráð Sólheima sendi um helgina frá sér ályktun aðalfundar þess og kemur í henni fram að Sól- heimar séu enn án þjónustusamn- ings og að greiðslur til þeirra séu að- eins til 30 daga í senn. Fyrir liggi upplýsingar um að þær greiðslur sem fatlað fólk búsett á Sólheimum eigi rétt á hafi um árabil verið van- metnar og að Sólheimar hafi ítrekað gert þá kröfu að misræmi verði leið- rétt, þjónusta ársins 2011 sé greidd miðað við þjónustuþörf og forsendur ársins 2002. Enn sé mikil óvissa um með hvaða hætti rekstur Sólheima verði tryggður, samningaviðræður við sveitarfélagið Árborg um nýjan þjónustusamning hafi staðið yfir í þrjá mánuði án árangurs. Full- trúaráðið skorar á velferðar- ráðherra, Guðbjart Hannesson, að hafa forgöngu um lausn málsins og á sveitarfélagið Árborg að vinna að sameiginilegri lausn þess. „Alþingi ákvað að Sólheimar færu undir Suðurland í sambandi við mál- efni fatlaðra og þess vegna Árborg- ar, sem fulltrúa þess svæðis, að semja. Fjárlög skammta þeim ákveðinn ramma þannig að það er algerlega í þeirra höndum,“ svarar Guðbjartur, spurður að því hvort hann ætli að verða við þessari áskor- un. „Málið er ekki komið á mitt borð og er í höndum þessara aðila sem tóku yfir málaflokkinn, samkvæmt ákvörðun Alþingis um áramót.“ Guðbjartur segist treysta á að þeir sem að málinu komi ljúki því. „Eins og kom fram í viðtali við Ástu (Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, innsk. blm.) í fréttunum, ef þeir fá meira þá verður einhver annar að fá minna. Þannig er ramm- inn samkvæmt fjárlögunum,“ segir Guðbjartur. Ásta sendi í gær frá sér tilkynn- ingu og segir m.a. í henni að Sól- heimum hafi verið boðið að gera samning vegna ársins 2011 á grund- velli sömu fjárframlaga og fyrir árið 2010, þjónustusamning upp á 275 milljónir króna. helgisnaer@mbl.is Alfarið í höndum samningsaðila  Velferðarráðherra segist ekki koma að viðræðum Árborgar og Sólheima Morgunblaðið/ÞÖK Sólheimar Ósamið um samning. Ingólfur Margeirs- son, blaðamaður og rithöfundur, lést 16. apríl sl., 62 ára að aldri. Ingólfur fæddist 4. maí 1948 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Kristín Laufey Ing- ólfsdóttir og Mar- geir S. Sigur- jónsson. Ingólfur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík árið 1969 og lauk fyrri hluta fil. kand.-prófs í kvikmynda- og leik- húsfræðum frá Stokkhólmsháskóla 1974. Árið 2006 lauk hann meist- araprófi í sagnfræði við Háskóla Ís- lands. Ingólfur starfaði sem blaðamaður í Noregi á árunum 1975-1977 og var ritstjóri sunnudagsblaðs Þjóðviljans á árunum 1978-1980. Hann var fréttaritari Rúv-Sjónvarps í Ósló 1980-1983 og ritstjóri Helgarpósts- ins 1983-1986. Árið 1987 tók hann við starfi ritstjóra Alþýðublaðsins og gegndi því til ársins 1992. Ing- ólfur var í aðalstjórn SÁÁ 1983-1989 og í framkvæmdastjórn SÁÁ 1983-1985 og 1987-1988. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn, sat m.a. í flokksstjórn og þingflokki. Eftir Ing- ólf liggur fjöldi rit- verka og má af þeim nefna Lífsjátningu, ævisögu Guðmundu Elíasdóttur frá árinu 1981 sem tilnefnd var til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs árið 1983, og Lífróður, ævisögu Árna Tryggvasonar leikara, sem kom út árið 1991. Þá skrifaði Ingólfur greinar í innlend og erlend tímarit og blöð og annaðist þáttagerð á RÚV og Stöð 2 og má þar nefna þættina Í sannleika sagt sem hann sá um ásamt Valgerði Matthías- dóttur og samtalsþættina á Elleftu stundu sem hann vann með Árna Þórarinssyni. Ingólfur lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og tvær uppeldisdætur. Andlát Ingólfur Margeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.