Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 23.03.1948, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 23.03.1948, Blaðsíða 2
2 SIGLFIR ÐINGUR SIGLFIPJSNGUR j títgefandi : X Sjálfstæðisfélögin í Siglufirði i 1 Ábyrgðarmaður: I Ólafur Ragnars ♦ Blaðið kostar kr. 15,00 árg. ♦ Gjaldagi 1. júlí. Siglufjarðarprentsmidja h. f. ♦ Allstaðar sama sagan Um liann allan berast daglega fréttir af hinum mikla yfirgangi Rússa og hinum augljósa undir- lægjuhátt kommúnista um öll lönd, ef það er eitthvað, sem viðkemur Rússinn. íslenzkir kommúnistar eru þar engin undantekning, og það er ábyggilega blindur maður, sem ekki sér þeirra litarhátt núna. Undanfarið hafa verið haldnir fjölmennir fundir um atburðina í Tékkóslóvakiu, þar sem jámhæll Rússa, hefur nú kramið niður öll sjálfsögð mannréttindi og per- sónufrelsi. Á áðurnefndiun fmid- um var komið með tillögu um, að víta iatferli kommúnista Tékkósló- vakíu, og votta stúdentum og öðr- um, sem sérstaklega hafa orðið fyrir barðinu á þeim, samúð sína. Hér hafa kommúnistar risið upp öndverðir gegn þessu jafnvel á opinberum fundum, og þar með sýnt enn einu sinni og augljósar en nokkurn tíma áður, einræðisást sínja, ef hún kemur frá réttum stað. Hér í blaðinu hefur verið á það minnzt áður, hvemig kommúnistar væru að fara með virðingu Alþingis sem það á að hafa meðal þjóðar- innar, vegna skorts á almennu vel- sæmi í orðum og athöfnum. Nú eru þeir að gera allri þjóðinni skömm með hegðun sinni út af atburðunum í Tékkóslóvakíu, og okkur er spurn, hversu langt verð- ur þeim leyft að fara (áður en telkið verður í taumana. Ef íslenzka þjóðin vill halda frelsi sínu óskertu, og hafa al- menn mannréttindi í heiðri höfð innian marka laganna, verður að taka fastari tökum í baráttimni gegn kommúnistum. Því, ef þjóðin á að lifa verður kommúnisminn að deyja. Otvam til sölu Nýlegt Phillips-útvarpstæki til sölu nú þegar. Afgreiðslan vísar á. t JÖN JÖHANNESSON, skipstjóri Minningarorð Að kvöldi þess 16. þ.m. lézt hér að heimili sínu, Eyrargötu 24, einn af elztu og kunnustu borgurum þessa bæjar, Jón skipstjóri Jó- hannesson. Jón var fæddur 'í Efri- Höfn 26. ágúst 1865, og voru for- eldrar hans Jóhannes Jóhannesson bóndi þar og kona hans Guðrún Sveinsdóttir ættuð úr Höfðahverfi. Ólst Jón upp í Höfn með foreldrum sínum. Móðir hans lézt er hann var á níunda ári, og síðan með föður sínum. Faðir hans dó 29/8 1892, og höfðu þeir víst aldrei skilið, enda Jón alið allan aldur sinn hér í Siglufirði. — Jón giftist 15. okt. 1892 Jakobinp Svanfr'íði Jensdóttur f. Stær, sem þ'á var nýlega komin hingað sem yfirsetu- kona. Byrjuðu þau búskap í Saur- bæ og bjuggu þar með rausn til 1911, að þau fluttu í kauptúnið og bjuggu þar til þess er Jakobina lézt vorið 1931. Þau Jón og Jakobina eignuðust nokkur börn. Létust sum þeirra skömmu eftir fæðingu, en tvo syni misstu þau uppkomna, Jóhannes, sem var langt kominn með lækna- nám, og Jens, sem einnig lézt upp- kominn, báðir af völdum hins hvíta dauða, og báðir hinir efnilegustu inenn og líklegir til mikilla dáða. Var harmur mikill kveðinn að for- eldrunum við fráfall þeirra einka- barna sinna. Þau Jón og Jakobina ólu upp þrjár fósturdætur; Önnu konu Jóns Kristvinssonar í Garðakoti, Fjólu systurdóttur Jóns, gifta Friðrik Júlíussyni afgrm. á Sauð- árkrók og Ágústu Guðmundsdótt- ur, gifta Þorgeiri Bjarnasyni ætt- uðum af Austfjörðum. Hjá þeim hefir Jón dvalið síðan hann missti konu sína. Jón var vart af barnsaldri, þegar hann tók að stunda sjómennsku. Var það á gömlu hákarlaskipun- um, sem héðan gengu þá. Gat hann sér strax góðan orðstír fyrir dugnað og sjómennsku hæfileika. Rúmt tvítugur gerðist hann skip- stjóri. Var hann lengst af skip- stjóri á Siglnesingi. Fékk hann strax orð á sig fyrir afburða sjó- mennsku og var allta'f með afla- hæstu skipstjórnarmönnum. Öllum þótti gott með honum að vera. — Kom þar margt til: örugg stjórn, ágæt aflavon og ljúfmennska Jóns og reglusemi. Var hann af öllum talinn í fremstu röð hinna gömlu hákarlaformanna. Hann var og drengskaparmaður hinn mesti og svo spaklyndur, að vart kom það fyrir að hann skipti skapi. — Jakobina kona Jóns var örlynd, en ekki kom það að sök í sambúð þeirra sem var hin ástúðlegasta og þau um flest mjög samhent. Jakobina var ljósmóðir hér frá 1890 og til 1925 og rækti það starf með frábærum dugnaði og álúð og farnaðist það með ágætum. Hygg ég mig éngan meiða þótt ég full- yrði, að líki hennar ,í því starfi verði vandfundinn þegar tekið er tillit til hinna afar erfiðu skilyrða, sem hér voru í þjónustutíð hennar. Ekki safnaðist þeim Jóni og Jakobinu auðu. Til þess voru þau bæði of ör á fé og bæði af góð- hjörtuð og óeigingjörn. Það var t.d. ekki ótítt, að Jakobina léti sér ekki nægja að taka ekkert fyrir það að sitja yfir hinum fátækari konum, heldur gaf hún þeim einnig miklar gjafir og oft um efni fram. Og ekki mun Jón hafa latt hana þess. — Eg tel mér óhætt að full- yrða það, að fáir hafi hér í Siglu- firði notið jafn almennra vinsælda og þau hjónin. Og þær vinsældir voru fylhlega verðskuldaðar. — KÆR KVEÐJA (Framliald af 1. síðu) að sendiherrar og ræðismenn Tékka víða um heim hafi sagt af sér störfum, að stúdentar og prófessorar hafi verið reknir frá háskólanum og sé þeim ætlað að vinna í kolanámum, að kommúnist- ar sitji nú einir í stjórn ásamt fjórum fulltrúum vinstra arms jafnaðarmanna. Allt eru þetta stað reyndir, sem kommúnistar hafa staðfest í fréttaburði sínum, en fleira mætti tína til. Hvernig hafa lýðræðisþjóðirnar brugðist við atburðunum í Tékko- slóvakíu. Bandaríkjamenn telja friðnum teflt í tvísýnu og gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna ör yggis lands síns. Bretar átelja að- farirnar harðlega. Norðurlanda- þjóðirnar allar víta ofbeldisverkin og búa sig undir bein átök við kommúnistaflokkanna heima fyrir. Þannig telja Svíar að ófriðarhætt- an hafi stórlega nálgast landamæri sín og eru við öllu búnir, ef komm- únistar efna þar til ófremdarverka. Allar lýðræðisþjóðirnar undantekn ingarlaust fordæma föðurlandssvik kommúnista og fimmtu-herdeildar- starfsemi. Islenzka þjóðin hefur líka vaknað við vondan draum, en hún mun vissulega sjálf kenna íslenzku kommúnistunum, hvað til þeirra friðar heyrir, þegar að því kemur. Almenningur þekkir þá of vel til að óttast þá, en grípi þeir á sínum tíma til óyndisúrræða, Jón skipstjóri var maður hár vexti, myndarlegur í sjón og karl- menni að burðum. Yfirlætislaus, kurteis og ljúfur við hvern mann og vildi hvers manns vanda leysa éf honum var það auðið. Hann var vinfastur og vinavandur, traustur og djarfhuga fulltrúi hinnar eldri kynslóðar og hinnar gömlu sjó- mannastéttar Sigluf jarðar, sem nú er að hverfa, — hákarlamannanna gömiu. — Ný kynslóð er tekin- við, einnig djörf og framsækin, en mik- ill er aðstöðumunurinn nú saman- borið við það, sem var í tíð þessara gömlu^ sjóhetja. Þrek þeirra, þol og fyrirhyggja varð marga harða raun að þola, — sækja langt á haf út á smáum skipurh og lélegum út- búnum. — En þeir stóðust þrek- raunina með sæmd. Með fráfalli þeirra tveggja elztu hákarlaskip- stjóranna Barða Barðasonar og Jóns, er sem næst lokið merkum þætti í sögu Siglufjarðar, þætti, sem þeir báðir og ýmsir fleiri voru hetjur í og börðust þar í fylkingar brjósti og gátu sér hinn bezta orðs- tír. Fordæmi þeirra á að vera í mörgu sem fyrirmynd hinni yngri kynslóð og lýsa henni fram á leið til starfs og dáða. Jón Jóhannesson. Brauðbúðir vorar vorar verða opnar yfir páskahá- tíðina sem hér segir: Skírdag............ kl. 9— 5 Föstudaginn langa ... — 10—12 Páökadag ............ — 10—12 Annan páskadag...... — .9— 5 Félagsbakaríið h. f. Hertervigsbakarí verður séð við þeini, þannig að þeir komi skemmdastarfsemi sinni ekki fram,þótt viðleitnina skorti ekki. Þeetta mega kommúnistar vita 1 tæka tíð. Fréttir herma svo frá, að dansk- ir kommúnistar hafi haft nokkurn viðbúnað til blóðugrar byltingar þar 'i landi, en þar sem vitað er, að kommúnistar haga baráttu sinni víðast hvar á einn og sama hátt, er ástæða til að gefa framferði flokks bræðra þeirra gaum, þótt með smærri þjóðum sé. Allt hátterni kommúnista hefur verið með þeim endemum hér á landi, að tæpast er orðum að þeim eyðandi, en þögn og fyrirlitning hæfir þeim bezt. Þjóðin í heild býr yfir þeim þroska, að hún lætur ekki blekkjast af lygaáróðri þessa flokks né aðhyllast skemmdar- starfsemi hans. Þeir dagar eru télj- andi, sem áhrifa flokksins kann að gæta. Fleiri en „andskotans hræsnarar og aumingjar, sem kalla sig menntamenn“ sjá fyrir þeim.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.