Siglfirðingur

Útgáva

Siglfirðingur - 23.03.1948, Síða 4

Siglfirðingur - 23.03.1948, Síða 4
4 SIGLFIR ÐINGUR Chiang Kai-Chek og Kína (Framhald af 3. síðu) lok áxsins 1944 var Patrick J. Hurley sendur til Ohunking sem persónulegur erindreki Roosevelts forseta. Joseph Stillwell hershöfðingi var af Sameinuðu þjóðunum valinn yfirmaður á Kína-, Burma- og Indlandshersvæðinu. Auk þess var hann æðsti stjórnandi hins kín- verska hers. Hann er hraustur her- maður, alþýðlegur og vinsæll. Her- mennirnir nefndu hann Jóa frænda Hlutverk hans var að „opna“ Burmabrautina eftir ósigur Breta þar. Stillwell endurskipulagði og æfði kínverska herinn og vann hrein kraftaverk þar eystra. Hann vildi gera kínverska bændur sjálf- stæða til orðs og æðis, sjá um, að þeir fengju nægilegt fæði og lærðu að fara með nýtízku vopn. Joe Stiilwell varð vel ágengt í Burma. En þá fékk hann þá „flugu í höfuðið, að ef hann gæti látið gera vel við hermenn Chiangs — en þeir dóu, sem flugur af hungri, lús og hvers konar veikindum — þá mundi þátttaka Kínverja í stríð- inu þyngjast mjög á metunum. Stillwell var of ákafur í umbóta- viðleitni sinni. Kínverjar fara sér hægt. Chiang virtist hann lenda í skugga og þóttist ekki skilja, hvað undir byggi. Stillwell lcallaður heim Roosevelt kallaði Stillwell heim og var það þó mjög á móti skapi. Og sendi sem sagt Patrick Hurley til Kína sem umboðsmann sinn. Einkennilegasti kapítuli bókar- innar er um komu hins glæsilega, aldraða Oklahoma-m'álfærslu- manns til Ohunking, og veru hans þar. Patrick Hurley var af fátækum foreldrum kominn. Var komið í fóstur. Vann í kolanámum er hann hafði þroska til þess. Var kúa- smali, málfærslumaður, milljóna- eigandi og hernaðarráðherra. — Hann ann Oklahoma og máli Choctan-Indíána. En það lærði hann í æsku. Kínverjar voru vingjarnlegir við Hurley. En þó með nokkurri var- færni . Hann kallaði Chiang hershöfð- ingja lengi hr. Shek. Hann vissi, að Kínverjar lesa „aftan frá“. Það heppnaðist ekki þessum stjórnmálamanni að sætta Chiang Kai-shek og kommúnista í Norður- Kína. Kínverskir kommúnistar fengu um þetta leyti engan styrk frú Rússlandi. Þótti þeim Chiang ger- ast allmikill vinur Bandaríkja- manna. Kínverskir kommúnistar ráða nú yfir sumum auðugustu svæðum N Húseign til sölu Húseignin Eyrargata 11 er til sölu. Tilboðum sé skilað til undir- ritaðs fyrir 1. apríl n.k. Væntanlegir kaupendur geta fengið að skoða húsið fimmtudaginn 25. þ.m. (Skírdag) kl. 3—5 s.d. Venjulegur iréttur áskiJiián. Siglufirði, 21. marz 1948 EINAR KRISTJÁNSSON Félagsmenn Kaupfélags Siglfirðinga! Oss vantar síma í brauðgerð og útsöluna við Hvanneyrarbraut á næstkomandi vori. Ef einhver félagsmaður vor getur lánað oss síma um lengri eða skemmri tíma, eða greitt fyrir oss í þessu sambandi á einhvern hátt, er liann góðfúslega beðinn að hafa tal af framkvæindastjóra vorum hið fyrsta. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA Byggingarlóðir til sölu Lóðirnar Lækjargata 14 og 16 eru til sölu ásamt geymsluhúsi er stendur á lóðinni nr. 14. Tilboðiun í ofangreint sé skilað til undirritaðs fyrir 1. aprO n.k. Siglufirði, 21. marz 1948 pr. pr. Efnagerð Siglufjarðar h.f. EINAR KRISTJANSSON <► tlL LEIGU verzlunarpláss húsinu Aðalgata 30. (Bíóbúðin). Uplýsingar gefur ODDUR THORARENSEN TILKYNNHNG Frá og með 1. apríl n.k. /verður öllum útlánum úr Siglufjarðar- apóteki luett, að öðru leyti en því sem lög mæla fyrir um afgreiðslu á lyfjum. ! i f AAGE SCHIÖTH Kína. Og íbúar í þeirra umdæmi eru um 90 milljónir.. Kommúnistar hafa þrjár millj- ónir manna undir vopnum. Eru þeir yfirleitt léttvopnaðir. Frelsi hins kínverska bónda er heróp þeirra eða viðkvæði. Marshall í Chunking I lok ársins 1945 sendi Truman forseti George Marshall hershöfð- ingja til Chunking, til þess að miðla málum. Mao Tse-Tung flaug til Chunking undir vernd Banda- ríkjamanna og samdi. En aHt er ótryggt. Eftir uppgjöf Japana fékk kína aftur tækifæri til þess að verða ein heild. ' Það hefði mátt teljast krafta- verk, ef Marshall hefði tekizt að skapa varanlegan innanlandsfrið í Kína. En hann náði svo miklum og góðum árangri, að hann er nú áhrifamesti stjórnmíálamaðúr í U.S.A. En hann er nú utanríkis- málaráðherra Bandaríkjanna, eins og kunnugt er. Hr. White og Jacoby ganga út frá því í bók sinni, að U.S.A. séu aðeins að vinna fyrir frelsishug- sjónina og mannúðina, er þau hafa hönd í bagga með kínversku þjóð- inni. En því, er ekki hægt að gleyma, að Bandaríkin eru bezt skipulagða iðnaðarland í heimi. — Og þau leita markaða hvarvetna fyrir afurðir sínar. Það er engin ástæða til að álíta, að amerískir stjórnmálamenn starffi eingöngu í þágu f járöflunar fyrir heimalandið. Það er augljóst, að þeir unna frelsi, mannréttind- um og menningu. Kína hefir mikla möguleika bæði sem útflutnings- og innflutn- ingsland, ekki einungis gagnvart U.S.A. heldur og fjöldi annarra landa. Með hjálp UNOS og vernd At- lantshafssáttmálans um lausn frá kúgun og neyð, sér hinn undirok- aði kínverski bóndi vonarbjarma skærari en nokkra sinni fyrr. NÝKOMIÐ Kartöf lum jöl Verzlunin Ægir Margar tegundir Hænsnafóður Verzlunin Ægir TIL SÖLU lítil kolaeldavél Sig. Sóphusson NYJAR BÆKUR Beverley Gray á ferðalagi Speglar og fiðrildi, Ólafur Jóhann Sigurðsson Amstur dægranna, Jakob Thorarensen Benni í Suðurhöfum Nótt í Mexíkó Hinn margl. dauði A langferðaleiðum, Guðm. Danielsson Minningar Guðrúnar Borgf jörð Hálfa öld á höfum úti (Komin aftur) Sálmahókin Merkir Islendingar (Komin aftur) Virkið í Norðri (Komin aftur) Passíusálmarnir Heimilisritið — Hjartaásinn Bergmál — Dægradvöl Það bezta — Jassblaðið Öfeigur o.fl. o.fl. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.