Siglfirðingur

Útgáva

Siglfirðingur - 23.03.1948, Síða 3

Siglfirðingur - 23.03.1948, Síða 3
SIGLFIR ÐINGUR 3 JERONÍMUS: Chian, Kai-Chek o£ Kína Á Filippseyjum er til þjóðsaga um sköpun mannsins. Hún hljóðar á þessa leið: Guð bjó til leirlíkneski vandað mjög, og lét það í ofn til brennslu. En hann lét leirmyndina vera of lengi í ofninum. Hún brann og varð svört. Þetta var fyrsti maðurinn er guð skapaði. Hann blés lífanda í þessa svörtu veru. Svo ákvað hann að gera aðra tilraun. En nú var hann óþolinmóður og opnaði ofnin of snemma. Veran, sem þá kom 'i ljós, var ekki viðkunnanleg. Yfirbragð hennar eða iitarháttur var hvitbleikur. Guði gramdist þessi óheppni. Þ'á bjó hann til þriðja manninn af mikilli kost- gæfni. Á meðan herzian stóð yfir leit hann annað slagið inn I ofninn, cg tók manninn út, er hann hafði fengið gulbrúnan lit. Var guð mjög ánægður með þennan þriðja mann. Þessa sögu segja menntaðir Kín- verjar oft hvítum mönnum með hðfværlegri meinfýsni. Því að eitt helzta stefnuskrár- atriði stjórnarflokksins, „Kuomin- tangs,“ er útrýming yfirráða hvítra manna ’i Kína. Þetta er eitt af lokatakmörkum er upphafsmaður stefnu þessara, heimspekingurinn dr. Sun Yat-sen, setti fram. Hefur hann gert grein fyrir þessu í bók sinni, San Min Chu (Þrjú grundvallarmarkmið þjóðar- innar). Það eru þó engar líkur til þess, að hin mannmarga bænda- þjóð, Kínverjar, nái að þessu marki af eigin rammleik, á því iðnaðar- tímabili, sem nú stendur yfir. Markmið Japana Eins og kunnugt er var það álit Japana, að þeim bæri að útiloka hvíta menn úr löndum hinna gulu þjóðflokka. Og þeir ætluðu að sigra Kína í þessu augnamiði. Þetta tókst ekki, því að hvítir menn og gulir tóku höndum saman til þess að fyrirbyggja' það. Þeir, sem unnu einstaklingsfrelsi og höt- uðu kúgun, vörðust Japönum. Heimsfriðurinn hvílir á Atlanz- hafs-sáttmálanum, þó að hann sé ekki lýtalaus, eins og ýmsum stjórnmálamönnum er nú Ijóst orðið. Margir skildu ekki ýmsar hern- aðaraðgerðir á Kyrrahafinu á meðan stríðið stóð yfir. En sam- kvæmt þeim skilríkjum, sem nú liggja fyrir, má segja, að menning heimsins hafi hangið á þræði sum- arið 1942. Ekki vegna sigra Þjóð- verja í Rússlandi, heldur sökum hins viðsjárverða ástands í Ind- landi. En það átti rót sína að rekja til sigra Þjóðverja og hraðsigra Jap- ana í Burma og á Malaya. Ef Jap- anir hefðu farið inn yfir landa- mæri Indlands í júní 1942, myndu þeir hafa náð sambandi við þjóð, sem var að því komin að gera upp- reisn. 350 milljónir Hindúa, sem þreytt ir voru á stjórn Breta, hefðu í flýti hertekið vænan hluta af Indlandi, mundi Chiang Kai-shek hafa orðið undir, nema hann hefði gerzt bandamaður Japana. Og þá von báru þeir í brjósti annað slag- ið á meðan stríðinu stóð. Það er þýðingarlaust að reyna að gera sér grein fyrir því, hver áhrif þess bandalags hefðu orðið Samvinna U.S.A. og Kína Að þessu sinni kom ekki til loka-átaka milli hins gula kyn- stofns og hvítra manna. Og von- andi kemur aldrei til þess. Sam- vinna sú, sem nú á sér stað milli U.S.A. og Kina er nokkur sönnun þess og gleðileg. Þó er talið, að nokkrir hiekkir séu veikir í þeirii vináttukeðju, sem er á milli þess- ara þjóða. Það gerðist margt í Kína á stríðsárunum, sem ekki varð al- menningi kunnugt. Og að líkind- um hefur hugmynd. sú, sem menn gerðu sér um Kínverja, verið glæsilegri en raun ber vitni. Má segja, að svo ha'fi verið gagnvart öllum þeim þjóðum, er þátt tóku í í stríðinu. Hinn hernaðarlegi áróð- ur olli því. Allt var borið í bæti- fláka fyrir samherjunum. Ritskoðun var mjög ströng í K'ina yfir stríðið, og ailt eftirlit strangt. Nú hafa tveir amerískir blaða- menn, Theodore H. White og Anna lee Jacoby, gefið út bók um það, sem gerðist á bak við tjöldin í Kína á stríðsárunum. Bókin nefn- ist „Thunder out of China.“ Ungfrú Jacoby var á skrifstofu í Chungking, en White var „flúg- andi“ fréttaritari á vígstöðvunum. En þau eru í ritstjórn Chungking Times. Borgarastyrjöld í Kína I bók þessari er Chiang Kai-Shek allmjög gagnrýndur og stjórn hans nefnd eins manns stjórn. Annars segja, þau kost og löst á manninum. — Það voru ekki liðnir tveir sólarhringar frá stríðslokum, er borgarastyrjöldin hófst í Kína, segja þau White og Jacoby. Jenan-útvarpið tilkynnti aðal- drættina í stefnuskrá kommúnista. Fyrsta skipan Chu Tehs kommún- istahershöfðingja hljóðaði á þessa leið: „Takið allar stöðvar er Jap- anir höfðu. Afvopnið hermenn og borgara, krefjizt þess, að setuliðið gefist upp samkvæmt Potsdam- samþykktinni.“ Chungking sendi þegar út gagn- fyrirskipanir. — Borgarastyrjöld hafði staðið í Kína frá 1911, er Manchu-keisaraveldið féll til grunna, og til 1937, er Japanir réðust inn í Kína. Og nú var borg- arastyrjöldin aftur hafin. Þessi borgarastyrjöld stendur enn yfir. Þó eru nokkur vopnahlé annaðslagið. Félagsmálalega séð er Kína nú á sama þroskastigi og Evrópa var fyrir 400—500 árum. Kínverskir bændur eru þolin- móðir og þrautsegir. Þeir eru vanir við skort, kúgun, misþyrmingar og stríð. Stríð hefir verið * daglegt brauð í Kína. Friður er Kínverj- um meira undrunarefni en styrj- öld. Þó er talið, að Chiang Kai-shek vilji friða þjóðina — fá varanlegan frið. En eins og því er varið með nær því alla heimssögulega stjórnmála- menn, þekkir hann ekki sínar eigin takmarkanir. Svo eru metorða- menn í flokki hans gírugir í fé og valda ýmsum árekstrum. Stjórn Cliiangs er lögleg stjórn. Þar sem stjórn Chiang Kai- sheks er viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa Bandaríki Norður- Ameríku frá árinu 1945 og síðan styrlct Chiang í baráttunpi við kommúnista. Ameríkumenn hafa’ reynt til þess að vinna að eflingu lýðræðis í Kína. En sá róður er þungur. Kínverjar eru fólksflesta þjóð heimsins. Enginn veit með vissu, hve margir Kínverjar eru. Þeir eru á milli 400 og 550 milljónir. Mis- munur þessara talna innifelur alla íbúa U.S.A. Líklega eru Kínverjar um 500 milljónir. Þessir tveir amerísku blaðamenn gera tilraun til að skilgreina stjórnarfar Kína. Aðeins einn flokkur er nú leyfður þar í landi. Er keisaranum var hrundið af stóli 1911, lenti K'ína svo að segja í klónum á 300 „stríðsbarónum". En þeir eru hliðstæðir ránriddurum miðalda. Sun Yat-sen heimspekingur, lærður Canton-Kínverji, er stofn- andi „Kuomintangs", en svo nefn- ist núverandi stjórnarstefna. Maður þessi stundaði nám á Hawaii. Hann fékk vernd nokkurra þessara stríðsbaróna og náði með hyggindum eða brögðum völdum í ' Canton-héraði. Hann dó árið 1925. Hvítir kaupsýslumenn, er bjuggu við sjávarsíðuna, studdu með ánægju eftirmann hans, hinn sterka mann flokksins, Chiang hershöfðingja. .Chiang Kai-shek fékk hjá þeim mikið 'fé og hvers kyns varning og hóf það mikla starf að leggja Kína undir sig. Hann hóf herferðir á hendur öðrum valdamönnum. — Suma keypti hann til fylgis við sig, eða tældi á sitt band. Og hann gerði baráttu sína að eins konar krossferð á hendur kommúnist- um. 1934 þótti þeim þröngvað svo kosti sinum á strandsvæðunum, eða i borgum og bæjum við sjó, að mikill fjöldi þeirra flutti til norð- urhéraða Kínaveldis. Þar settust þeir að. Chiang í Moskva. Chiang Kai-shek er bóndasonur, Hann varð stúdent í Japan, þó að hann væri andvígur Japönum frá öndverðu. Hann gekk á hinn keis- aralega k'ínverska liðsforingjahá- skóla. Hinn eina sinnar tegundar í Kína. 1923 var Chiang sendur til Moskvu. Af Rússum lærði hann meðal annars flokkssstjórn. En hann er andstæðingur kommúnista eins og kunnugt er. Fyrstu ár hinnar kínversku stjórnarbyltingar var Chiang í Shanghai, eftir því sem White og Jacoby segja. Á þeim árum var honum hjálp- að af byltingamanninum Ch’en Chi-mei. Og nú eru bróðursynir þessa manns háttsettir hjá Chi- ang Kai-shek. Hershöfðinginn var oft svangur, peningalaus og í mikiili hættu á þessu tímabili. „Hann lifði í „undirheimum“ stórborgarmnar. Hafði hann þá samband við félagið „Hið græna samband.“ Studdi það félag bylt- ingarstarfsemina. Og var ekki gott orð á því. Chiang Kai-shek er hermaður og stjórnmálamaður. Þegar þess er gætt, að hann hefir orðið að styrkja völd sín á sama hátt og við sömu skilyrði og Evrópuvalds- menn á 15. öld, þá er ekki rétt að dæma framkomu hans á 20. aldar mælikvarða. Chiang er svo að segja bundinn við gamait stjórnar- kerfi. Og ráðríki hans er mikið. White og Jacoby segja frá kosn- ingum, þar sem hann lét greiða atkvæði sér 1 hag með frekju. Þetta og annað eins barst ekki út á meðan stríðið stóð. Kínverska eftirhtið var strangt. Kína var í í stríðsfréttum nefnt hið mikla lýð- veldi. En það var nú tæplega sann- leikanum samkvæmt. Hurley fer til Kína. Eftir Stillwell-„áreksturinn“ í (Framliald á 4. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.