Siglfirðingur

Eksemplar

Siglfirðingur - 14.08.1948, Side 1

Siglfirðingur - 14.08.1948, Side 1
Stofnfundur berklavarnarbandalags Norðurianda haldinn að Reykjalundi Einnig 6. þing S.Í.B.S. og minnzt 10 ára afmælis sambandsins STOFNFUNDUR berklavarnarbandalags Norðurlanda verður settur að Reykjalundi næstkomandi mánudag. Fundinn munu sitja tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna, og eru þeir allir leiðandi menn innan breklavarnarhreyfinga landa sinna. Að loknum stofnfundinum og 1 sambandi við hann veður haldið sjötta þing Sambands 'ísienzkra berklasjúklinga og minnzt tíu ára afmælis sambandsins. Hin glæsilegu húsakynni að Reykjalundi, sem nú eru að verða fullgerð, munu geta rúmað, ásamt þeim húsakynnum, sem fyrir voru um 100 manns. Starfsemi S.I.B.S. hefur verið ótrúlega mikil og unnið þjóðinni I meira gagn en menn ef til vill gera sér ljóst í fljótu bragði. Hún er og ómetanleg kynning fyrir landið í menningarlegu tilliti, og er nú al- mennt álitið, að Islendingar standi fremstir í að útrýma böli berkla- veikinnar. N iðu r suðuverksmið ja tók til staría í ölafsfirði í f yrradag 1 fyrradag tók til starfa í Ólafs- firði niðursuðuverksmiðja sú, sem Ólafsfjarðarbær hefur undanfarið haft í smíðum. Er ætlujiin að verksmiðjan sjóði niður bæði síld og annan fisk. Er allar vélar hafa borizt verksmiðjunni mun hún geta soðið niður um 30 þús. dósir á dag. Verksmiðja þessi er öll hin vand- aðasta. Vélakaup og niðursetning véla eru gerð eftir tilsögn dr. Jakobs Sigui’ðssonar. Verksmiðjan mun þegar taka til starfa af fullum krafti, ef ein- hver síldveiði verður. Hún er stór- kostleg atvinnubót fyrir Ólafs- 1 fjarðarbæ. Blaðamennska, sem segir sex ./J'tfí'x* f v- \ ' Sjálfstæðisfélögin í Siglufirði halda SKEMMTIFUND að Hótel Hvanneyri annað kvöld (sunnu- dag) kl. 9,30 ★ STJÓRNIN Stöðugir bardagar í Jerúsalem Stöðugir bardagar eru nú í Jerú- salem og er beitt bæði rifflum og vélbyssum af hernaðaraðilumnn. Bernadotte greifi er nú á leið til Svíþjóðar, þar sem hann mun sitja Rauðakrossþing. Hefur hann tjáð fréttariturum, að Gyðingar hafi tekið á sig mikla ábyrgð með þvi að hafna vopnahléstilboði Berna- dotte, en Arabar voru búnir að ifallast á það. Slys áKeflavíkurflugvelli Það slys vildi til á Keflavíkur- flugvelli í gær, að flugvélarskrúfa lenti á 17 ára pilti frá Reykjavík að nafni Sigurður Magnússon og slas- aðist hann mikið. Slysið vildi til á þann hátt, að Sigurður hafði verið að fljúga, ásamt öðrum manni, í tveggja manna flugvél, en hafði ekki veitt því athygli er hann steig út úr vélinni, að flugmaðurinn hafði ekki stöðvað skrúfuna og lenti hún á honum. Sigurður var tafarlaust fluttur á sjúkrahús. I GÆR kom út málgagn Fram- sóknarmanna, „Einherji“, og var það sérstaklega tileinkað okkur, er stöndum að „Siglfirðingi“, blaði siglfirzkra Sjálfstæðismanna. Ein- herjamönnum er hér með þökkuð fyrirhöfnin og heiðurinn. Þessi skrif þeirra eru okkur afar kær- komin, þvi betra er iast en hól af vörum slíkra manna sem þeirra, er að „Einherja“ standa. — Hér skulu rifjaðar upp helztu lýsingar dómara okkar á persónu okkar: „fátækir að reynslu og snauðir að þekkingu“, „þrátt fyrir augljósan þekkingar- skort er það fátt, sem dreng- irnir þykjast ekki nauðsyn- lega þurfa að láta gáfnaljós SEX íslenzku ólympiufaranna eru nú í Noregi og keppa þar við norska íþróttamenn. I gær fór fram keppni í Osló og voru fjórir íslendinganna fyrstir í sínum greinum. Haukur Clausen var fyrstur í 200 m. hlaupi á 22,0 sek. Örn Clausen var fyrstur í 110 m. grindahlaupi á 15,3 sek., Öskar Jónsson var fyrstur í 800 m. hlaupi á 1 mín. 51 sek., sem er nýtt íslandsmet og Sigfús Sigurðs- sín skína yfir“, „lýst að nokkru blaðaskrifum ofvit- anna við Siglfirðing", „Það er auðséð á þeim óstjórnlegá hroka, falsrökum og ósann- Framhald á 4. síðu Elliði, togari Sigluf jarðarkaup- staðar, er nýkominn úr siglingu til Þýzkalands. Seldi hann 234 tonn, en 6 tonn reyndust ónýt. Blaðinu er ekki kunnugt um hvaða verð fékkst fyrir aflann. son varpaði kúlunni lengst kepp- endanna 14,48 m. íslendingarnir virðast því ætla að reka af sér slyðruorðið, sem óneitanlega var komið á þá eftir óhöppin á Olympiuleikunum í London. Að lokinni keppninni í Osló, keppa þeir einnig í Bergen og þá fara þeir til Svíþjóðar, og ef til vill til Finnlands, og koma ekki heim fyrr en í september. Svíar Olympiumeistarar í knattspyrnu I úrslitaleik í knattspyrnu á Olympiuleikunum unnu Svíar Júgóslava með 3 :1.1 hálfleik stóðu leikar 1:1. Tveir þýzkir drengir höfðu laumast um borð í togarann í Þýzkalandi og fundust þeir ekki fyrr en úti á Norðursjó. Eru þeir 15 og 17 ára. Það er ekkert eins- dæmi, að þýzkir unglingar laumist um borð í íslenzka togara og er sagt, að Egill rauði hafi, ekki alls fyrir löngu, fundið tvo slika gesti um borð hjá sér, á siglingu heim til Islands, og s.l. vetur kom einn slíkur laumuifarþegi til Reykjavík- ur með íslenzkum togara. Drengir þessir verða eflaust sendir út til Þýzkalands aftur, en sjálfsagt er að birgja þá upp af fatnaði ög öðru slíku, ef með þarf, og sýna þeim velvild í hvívetna. Þetta eru þýzkir -drengir, sem flýja hungrið heima fyrir og hafa heyrt, að gott fólk búi á íslandi og nota því hvert tækifæri til að laumast um borð í íslenzka togara. FJÖRIfi ISLENDINGANNA SIGRAI OSlð Óskar setur íslandsmet í 800 metra hlaupi Elliði seldi 234 tonn í Þýzkalandi. Kom hingað í gærkveldi með tvo þýzka laumuf arþega

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.